Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 12
■\ jásj AHVEV BENSON leit til konu sinn- ar yfir jaðarinn á dagblaðinu. Hún ias — eða minnsta kosti hélt hún á bók. En blaði hafði hún ekki flett síðustu fimrn mínúturnar. Hann lét dagblaðið síga. — EV þetta skemmtileg bók, sem þú ert að lesa, Linda ? spurði hann. Lindu brá örlítið. Hún leit upp frá lestr- inum. — Já, hún er óskaplega spennandi. l^etta er nýja hrollvekjan, sem allir eru að tala um núna. Hún lyfti bókinni, svo hann gÆti séð kápumyndina, svartan rýting á blóðrauðum grunni. Eig er viss um að Þér mundi Þykja hún skemmtileg. — Mér hefði frekar dottið i hug að hún væri leiðinleg, þar sem þú hefur setið og starað á sömu blaðsiðuna í margar mínútur. — Hef ég? Hugsanirnar hafa víst hlaupið með mig í gönur, tuldraði hún. Roðnaði hún um leið og hún sagði þetta? Margar konur eru leiknir lygarar, en Linda var ekki ein i þeim hópi. Hún var ákaflega falleg, þar sem hún sat og bjarminn frá lampanum lék um ljósa lokka hennar. Hún leit svo sannarlega út eins og ástfangin kona, en ekki var hún ástfangin af honum, liugsaði hann með nokkurri beizkju. Það var leiðinlegt, að Þið skylduð verða rð fresta spilakvöldinu, sagði Linda. - Það var eins gott, svaraði hann. Ég er hræddur um að ég hafi vanrækt Þig nokkuð að undanförnu, Linda. — Síður en svo, vinur minn, sagði hún. Það er ekki annað en það sem reikna verð- 7’ ur með, að eiginmaðurinn hafi ýmsum störf- ? um að sinna, og konan verði því að vera 1‘ ein öðru hverju. > ■ .ðl SlMINN hringdi. Hann hafði einmitt bú- izt við því. Það gegndi furðu hve svona stór og þungur maður gat verið snar r* i snúningum. Hann var kominn að símanum, ? áður en Linda var staðin á fætur. Það er sennilega umboðsmaðurinn minn, mælti hann til hennar um öxl um leið og harm tók talnemann. Halló? sagði hann. Linda hneig aftur niður í stólinn. Harvay st.óð þögull nokkur andartök. — Halló? sagði hann enn, og þegar enn var Þögn, beið hann drykklanga stund; sagði loks halló í þriðja sinn, en lagði svo talnemann á. , Einkennilegt, varð honum að orði. Það var enginn í símanum. — Kannski er um einhverja biiun að ræða, sagði Linda. — Nei, það getur ekki átt sér stað; ég heyrði að einhver lagði á talnemann og rauf sambandið. Og svona var það líka í gærmorgun, þegar ég lagði of seint af stað til skrifstofunnar. Jæja; þetta hefur senni- lega verið skakkt númer. Hann geispaði við. Hvernig lízt þér á að við förum að koma okkur í rúmið. Ég geri ráð fyrir að það verði erfiður dagur hjá mér á morgun. ORGUNINN eftir tók hann til við starf sitt af þeim ákafa, sem honum var laginn. Á vegg i skrifstofu han. hékk spjald úr rauðaviði, og var í hana skorið aðeins eitt orð — ATHÖFN. Hann fyrirleit fólk, sem hikaði og hafðist ekki að. Og flest fólk var einmitt þannig. Það hafði verið freistandi fyrir hann að halda kyrru fyrir heima, ef ske kynni að síminn hringdi, en enginn svaraði, þegar hann tæki talnemann. En svo hafði Mungo hringt og tilkynnt að hann væri reiðubúinn að færa honum skýrslu sína i dag, svo þess þurfti ekki með. Einkaritarinn tilkynnti honum svo rétt fyrir klukkan tólf, að Mungo væri kominn. — Biðjið hann að biða, sagði Harvey. Mig langar fyrst til að spjaUa svoUtið vlð yður, ungírú Woodard. Einkaritarinn dró upp hraðritunarheftið. Þér þurfið ekki að skrifa neitt, mælti Harvay. Þetta verður einungis samtal okk- ar á milli. Hún starði á hann, undrun og ótta slegin. Iiarvey hafði alltaf gaman af að koma starfsfólki sínu á óvart og athuga viðbrögð liess. Og það gerði hann oft. Það hélt því vakandi í starfinu. — Mig langaði tii að leita álits yðar, sagði hann. — Sjálfsagt . . . ef það getur komið að einhverju gagni. — Mig langaði til að biðja yður þess, ungfrú Woodard, að þér reynduð að setja yður í fótspor konu — konu, sem alltaf hefur verið mjög raunsæ og, við getum sagt, jarðbundin í framkomu. Svo gerist það allt í einu, að þessi sama kona verður dreymin og utan við sig. Hún getur setið stundum saman og starað út í bláinn, og heyrir varla þótt yrt sé á hana. Hvaða ályktanir munduð þér draga af því, ungfrú Woodard? — Jú ... ég mundi álíta að hún væri ást- fangin, svaraði ungfrú Woodard og roðn- aði við. — Einmitt. Setjum nú sem svo að kona þessi sé gift. Og eiginmaður hennar sé stadd- ur heima, óvænt og á óvenjulegum tíma . . . þér fylgizt með, ungfrú Woodard? — Já ... — Setjum sem svo að síminn hringi, kon- an spretti á fætur, þrífi talnemann og til- kynni viðstöðulaust þeim, sem er við hinn endann, að hann hafi hringt í skakkt núm- er . .. — Það þarf ekki að vera neitt grunsam- legt. Fólk hringir svo oft í skakkt númer. — En svo verði eiginmaðurinn fyrri til að taka talnemann, svari — en fái ekkert svar og heyri talnemann hinum meginn lagðan á . .. — Jú ... Ungfrú Woodard átti sýnilega í mestu vandræðum. Jú, þá mætti halda að einhver hygðist ná tali af konunni án vit- undar eiginmannsins. — Laukrétt, ungfrú Woodard. Þannig lit ég einnig á málið. Þakka yður fyrir, ung- frú Wpodard. Gerið svo vel að vísa Mungo inn til min. ARVEY japlaði á vindlinum, geð- vonzkulegur á syipinn. Auðvitað var Linda ástfangin af einhverjum — það var eins víst og það, að hún hafði aldrei verið ástfangin af honum, eiginmanni sinum. —- Jæja, reyndist grunur minn réttur? spurði Harvey Mungo, sem nú var setztur i stólinn, þar sem ungfrú Woodard hafði setið fyrir andrá síðan. Hefur hún haft stefnumót við einhvern af þeim mönnum, sem ég nefndi yður? — Jú, reyndar. — Hvern af þeim? — Ekki þann, sem þér töiduð llklegastan, herra Harvey. Ekki lækninn — heldur byggingaverkfræðinginn. — Arkwright ... Donald Arkwright? - Sá er maðurinn. Ég hef spurzt fyrir um hann I Cleveland, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Harvey reyndi að hafa hemil á óþolin- mæði sinni. — Já, Linda er þaðan líka; það sagði ég yður ... — Já, en þér gátuð þess ekki að þau hefðu verið skólasystkin og nánir vinir um margra ára skeið. - Það hefur hún aldrei minnzt á. — Því skal ég trúa, svaraði Mungo. Þau hafa hitzt oft síðastliðinn hálfan mánuð. Hún hefur ekki haft stefnumót við nelnn annan. — Hvar haía þau hitzt? — I veitlngasalnum i Drovers. AO vlsu sá ég þau þar ekki saman nema í tvö skipti. - Þér sögðuð að þau hefðu hitzt oft ... Já, en ekki alltaf í veitingasalnum. Fimm sinnum fylgdi ég henni eftir niður í borgina, og hún fór alltaf þangað. I þrjú skiptin snæddi hún þar ein síns liðs, greiddi matinn og gekk síðan inn fyrir og í gegnum danssalinn. Hún kom ekki þá leiðina aftur; sennilega hefur hún farið út bakdyrameg- inn — á stefnumót við verkfræðinginn. — Og Þér veittuð henni ekki eftirför? — Ég gat ekki gert hvorttveggja, veitt henni eftirför og beðið þess að hún kæmi aftur, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma, hefur það verið þessi verkfræðingur, sem hún fór að finna. 1 hin tvö skiptin snæddu þau saman, sátu mjög náið og rædd- ust við í hálfum hljóðum. Hún greiddi mat- inn i bæði skiptin og hélt út úr veitinga- salnum þessa sömu leið, en hann hélt siöan út hina leiðina, um það bil stundarfjórðungi síðar. Þau hittust þarna siðast á mánudag- inn var. ARVEY iaut fram i sætinu. Mánudag- inn ... það kom heim. Það var ein- mitt á mánudagskvöldið, sem hún var eins og í sælli leiðslu, og á þriðjudagsmorg- uninn var það svo, sem síminn hringdi og hann hafði svarað, án þess nokkur tæki undir við hann. — Mér kemur það ekki á óvart, að það skuli vera Arkwright verkfræðingur, sagði hann. Þá sjaldan hún hefur minnzt á hann, hefur hún einmitt verið grunsamlega kæru- leysisleg, eins og kvenfólk er venjulega, Þegar það vill leyna ásthrifni sinni. Nokkuð annað, sem þér hafið orðið áskynja? — Jú, ég komst að Því hjá stúlkunni við skipitborðið í húsinu, þar sem hann býr, að hann hefur hringt fimm sinnum til henn- ar síðastliðinn mánuð — þaðan. Vitanlega kann hann að hafa hringt oftar annars staðar frá. Ef þér viljið að ég njósni frek- ar um þau ... — Þess þarf ekki. — Við höfum ekki neinar sannanir hand- bærar enn, enda Þótt við vitum hver maður- inn er ... skilnaðarsannanir, á ég við. — Hver er að tala um skilnað? Ég vildi aðeins vita hver maðurinn væri. Nú er Það fengið, og þér skuluð gleyma þessu. Þér getið svo snúið yður til gjaldkerans, varð- andi greiðslu fyrir ómakið. Mungo þakkaði fyrir sig og var farinn Harvey kveikti í nýjum vindlingi og hallaði sér aftur á bak i stólnum. Já, hugsaði hann, Linda var ástfangin. Það lifði lengi I göml- um glæðum; æskuástir þeirra höfðu rifjazt upp, þegar þau hittust fyrir hendingu i kvöldboði fyrir þrem mánuðum. Það mundi áreiðanlega ekki líða á löngu áður en hún færi að tala um skilnað. Arkwright varð sjálfur fyrir svörum, þeg- ar Harvey hringdi. — Sælir, Arkwright, malaði hann vingjarnlega. Þetta er Harvey Benson. Eiginmaður Lindu. Svo er mál með vexti, að ég hef hugsað mér að reisa bygg- ingar á eyðisvæði, sem ég á, og þarf að leita til byggingaverkfræðings um ráð og tillögur. Hafið þér tíma til að skreppa með mér og líta á staðinn? Eigum við að segja eftir hádegisverðinn? Gott, ég renni þá við hjá yður um tvöleytið. ARVEY sveigði inn á götuslóða út af aðalveginum — eiginlega var varla hægt að kalla það einu slnni götu- slóða, sem lá þarna yfir þýfið og fram á klettabrúnina. — Er þetta svæðið? spuröi ungi ljóshærði maðurinn, sem sat hjá honum I bílnum. — Já, svaraði Harvey. Fimm hundruð metra löng landræma meðfram klettabrún- inni. Útsýn yíir hafið. Það lsetur ekkl mik-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.