Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 13
ið yfir sér eins og er, en begar þaO er byggt, veröur það milljónaviröi. Ég hef i hyggju aö reisa hér heilt hverfi. — Stórkostlegt, mælti Arkwright verkfræölngur og hrifning hans leyndi sér ekki. — Og nú langar mig til að biöja yöur aö gera tillögur, varöandi helztu grundvallaratriöin, sagöi Harvey og hemlaði nokkra metra frá klettabrúninni. Þeir stigu báöir út úr bílnum. Þrjátíu metrum fyrir neöan brúnina, braut KyrrahafiO bárufalda sina viO þverhnjjjúö. — SjáiÖ þér, mælti Arkwright og benti i noröur. Þarna liggja selir á skerjunum ... Harvey notaði tækifæriö til aÖ athuga strand- lengjuna. Klettar og sker. Ekki nokkur lifandi maO- ur sjáanlegur, hvert sem litið var. — Þetta svæöi býr yfir hinum dásamlegustu mögu- leikum, varö verkfræöingnum aö oröi. Og ég er yður þakklátur fyrir, aö þér skuliö hafa veitt mér svo einstætt tækifæri. — ÞaÖ var Linda, sem benti mér á það. — Já, einmitt. Það var fallega gert af henni. Mér kom varla til hugar, aö hún mundi muna eftir mér, þegar viö hittumst í kvöldboöinu. — Hún man mjög vei eftir yður, sagöi Harvey, og þaö var háðshreimur í röddinni. Hún var ákaflega fegin því, aö leiöir ykkar skyldu liggja þannig sam- an aftur. ÞiÖ voruð nánir vinir 5 skóla, var ekki svo? — Ojú, okkur kom vel ásamt. AÖ hugsa sér, aö það skuli vera tólf ár síðan. MaÖur á örÖugt með aÖ gera sér grein fyrir þvi hve tíminn er fljótur að liöa. Hann horfði niður fyrir klettabrúnina. Ef til vlll veröur aö sprengja þessa hengju af brúninni, sagöi hann. Svona til öryggis. — Já, ég er einmitt alltaf fylgjandi öllum öryggis- ráöstöfunum, sagöi Harvey og gekk skrefi nær Arkwright. Og þetta er ein af minum örygglsráö- stöfunum, sagöi hann um leið og hann lagði höndinn á bak honum og hratt honum fram af. Og þar með var verkfræðingurinn úr sögunni. Harvey svipaöist um — hvergi nokkur sála á ferli. Hann steig inn í bilinn, ræsti hreyfilinn, stillti á minnsta átak og hélt bílnum kyrrum á handhemlun- um meöan hann renndi sér út úr sætinu. Svo slepptl hann handhemlunum og bíllinn rann fram af þver- hnipinu. Hann svipaöist enn um kring, og Þegar hann þóttist þess fullviss, aö ekki gæti veriö um neia sjónar- vitni aö ræöa, lagði hann fótgangandi af staö út á aðalveginn. Þaö leiö ekki á löngu áður en hann gat stöövað bil og fengiö far meö honum aö lögreglu- stööinni. Samtalið viö Grayling lögreglustjóra varO ekki langt. Harvey lék mjög sannfærandi þegar hann sagöi frá hinu hörmulega slysi. Hann kvaö Arkwright hafa boöiö sér aö snúa bílnum, en sennilega hefði hann stillt á hægasta átak áfram í staðinn fyrir aftur á bak. I skelfingu sinní hefði hann svo reynt aö kasta sér út úr bílnum í staö þess aö hemla ... en um seinan, og bæöi hann og bíllinn lent fram af þverhnipinu. — Voru ekki nein sjónarvitni aö slysinu? spuröi fulltrúinn. Harvey hristi höfuðiö. — Þetta er afskekktur staö- ur, sagöi hann. Þaö tók mig þó nokkra stund aO ná í bíl, enda hefur þaö ekki breytt neinu. Vesalings Arkwright hefur áreiöanlega látizt samstundis. — Ég skil. En þaö eru skátabúðir viö vik þarna skammt frá. ÞaÖ er ekki óhugsandi að einhverjir þaöan hafi veriö á ferli þarna um klettana. Þaö voru Þeir einmitt ekki, hugsaöi Harvey meö sér, en sagöi ekki neitt. |ANN kom heim i leigubíl um hálffimmleytiO •J-i- — klukkutíma fyrr en hann var vanur. Linda * •' virtist undrandi, þegar hann kom inn úr dyr- unum. — HvaÖ ... ertu kominn, varö hennl aö orði. — Þaö leynir sér ekki, svaraöi hann um leiö og hann opnaði vínskápinn og skenkti sér í glas. Ég lenti í spennandi atburöum I dag, Linda, sagöi hann þegar hann haföi rennt niöur fyrsta gúlsopanum. Ákaflega spennandi mn ■ ■ ■■. • • ' * ív \ ' v ; r: versvegna grems fólki svo mjög, þegar einhver hringir í mis- gripum? Ekkert símtal getur þó orðið öllu f u 11 komnara - stutt, r ök- fast, og það er hrein undantekning, að það hafi morð í för með sér. SAKAMÁLASAGA EFTIR ROBERT ARTHUR Framhjdd 1 Ui. 12. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.