Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 24

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 24
í kringum litla tjörn óx sefgras og á einu af sefblöðunum sátu fluga og gullsmiður. Gullsmiðurinn var nýkominn upp úr vatninu og sat nú og lét sóiina þurrka sig. Skömmu seinna bar þar að náttúrufræðing. — Aha, sagði hann, þegar hann kom auga á fluguna, — þetta hlýtur að vera „stratiomys chamaleon“. Hún er mjög falleg ... mjög falleg. — Heyrðirðu hvað hann sagði?, spurði flugan gullsmiðinn. — Nei, ég hlustaði ekki á það, sagði gullsmiðurinn yfirlætislega. — Hann sagði, að ég væri mjög falleg, sagði flugan montin. Og svo sagði hann að ég væri ... æ, nú hef ég gleymt því, en það var ægi- lega fínt nafn. Smátjörn er ekki neinn staður fyrir mig, nú ætla ég út í heiminn og freista gæfunnar. Og svo flaug flugan af sefblaðinu og út í hinn stóra heim. Á þjóð- veginum, sem lá að konungshöllinni gekk bóndi með asna sinn, sem var hlaðinn grænmeti og ávöxtum, sem bóndinn ætlaði að reyna að selja í eldhús konungsins. — Hvaða stóra dýr er nú þetta, hugsaði flugan með sér, og svo flaug hún og settist á snoppu asn- ans. Prrrhst, hnerraði asninn, og flug- an varð svo hrædd, að hún faldi sig i öðru eyra asnans. En þá ærð- ist asninn alveg og fældist, svo kál- höfuðin, gulræturnar, eplin og per- urnar runnu eftir þjóðveginum, en aumingja bóndinn hljóp lafmóður á eftir þeim. — Það var ég sem kom bóndanum til að hlaupa, hugsaði flugan upp með sér, og svo flaug hún áfram inn að konungshöliinni. í litlu loftherbergi sat ungt og fátækt skáld og reyndi að finna orð — Það er fluga á enninu á þér, hrópaði drottningin, og svo sló hún í fluguna með rósrauðum silkivasaklút. — Burtu með þig. Barnagaman sem rímuðu saman, í kvæði sem hann ætlaði að selja, svo hann gæti keypt sér dálítinn mat. Þetta verður að duga ... hafði hann skrifað nið- ur, en svo komst hann ekki lengra. En allt í einu kom hann auga á fluguna, sem hafði flogið inn um opinn gluggann, og hrópaði upp: — Duga — fluga. Ágætt rím. Og svo skrifaði skáldið: Þetta verður að duga á glugganum suðar fluga . . . — Þá hefur lika verið ort um mig kvæði, hugsaði flugan stolt og flaug út um gluggann. Hún flaug alveg upp að konungs- höllinni og inn í salinn þar sem konungur og drottning sátu og töl- uðu saman, klædd í fínasta silki- skart og bæði sátu þau í silkiklædd- um stólum með gullörmum. Flugan var ekki aðeins montin hún var líka forvitin. Mér þætti gaman að vita hvað hátignirnar eru að tala um, hugsaði hún með sér, og svo flaug hún og settist á hið konunglega enni. — Það er fluga á enninu á þér, hrópaði drottningin, og svo sló hún í fluguna með rósrauðum silkivasa- klút. — Burtu með þig. Og flugan flaug i burtu og út i garðinn. Þar rétt hjá sat litla prinsessan undir sírenutré og drakk súkkulaði með vinkonu sinni og borðaði kökur. Framhald á bls. 36. Á bls. 39 eru kynnt úrslit i vísna- samkeppninni. Skautakappinn er í ljóm- Strákarnir hafa horft á og undrazt Skautakappinn stígur á andi skapi. Þeir eru skömmustulegir. Roskinn bakkann af aflokinni sýn- maður spyr þá brosandi hvort þeir ingu. þekki ekki manninn. Hann er Norð- urlandameistarinn. Þetta er myndarlegasti náungi. Hann brosir út undir eyru og virðist hafa skemmt sér prýðis- vel. Bubbi og Kalli hafa fylgzt spenntir með og undrazt hvað hægt er að vera flinkur á skautum. Það væri gaman að vera svona flinkur. Skautakappinn þakkar drengj- unum fyrir lánið á skautun- um. Drengirnir cru hálffeimn- ir, en hrifningin leynir sér ekki. Bubbi og Kalli halda á- nægðir heim á leið. Þetta var sannarlega skemmtileg skautaferð. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.