Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 33
Vel klæddir karlmenn velja Amaro. 11 ií ífl jfi f® 1 pniitzUH íj[H| 11' jÍHíhhL j þiíjðU AMARO KARLMANNANÆRFÖTIN EIGA MIKLUM VINSÆLDUM AÐ FAGNA — ENDA í SENN ÞÆGILEG OG ÓDÝR liann verður að kaupa sinn drykk sjálfur — og mat.“ „Hver er þetta ... ?“ „Þetta er góður og gegn leikari, sem allir hafa ánægju af að sjá. Það var t. d. fyrir nokkru, að hann átti að borða rifjasteik og drekka rauð- vin á sviðinu, og þá keypti hann sjálfur sitt rauðvin úr kjallaranum — eitt staup eða svo — og lét færa sér rjúkandi rifjasteik. Þá þurfti hann ekki að leika ánægjuna yfir matnum, þvi hún var þegar fyrir hendi.“ „Er þetta eina undantekningin?" „Sú eina.“ „Og þú segir að þetta sé mikill matmaður, góður og vinsæll leik- ari . . . kannske söngmaður lika?“ „Já, söngmaður mikill,“ segir Ouðni og brosir ihygginn. Það er margt manna á bak við tjöldin, rneðan leiksýning fer fram. Þar standa leikarar og statistar í smáhópum og ræðast við, spyrja hvert annað hvernig þetta eða hitt hafi tekizt. Öðru hverju hverfur einn úr hópnum, setur á sig við- eigandi svip og hverfur fram fyrir tjöldin. Eftir litla stund kemur ein- hver annar frá sv.ðinu, móður og másandi, jafnvel þótt ekki sé sýni- legt að hann hafi reynt neilt á sig ]>ar frammi. Sumir hverfa hljóðlega og rólega inn i setustofu, aðrir hoppa upp af æsingi, hlaupa fram til að hafu fataskipti, eða kveikja i sígarettu til að róa taugarnar. Þarna gengur líka um borðalagður brunavörður, sem á að hafa gætur á öllum eldi og vera til taks, ef eitt- hvað skyldi koma fyrir. En mest ber á skuggunum. Þeir eru fjölmargir, og hver virð- ist hafa sitt verk að vinna. „Þetta eru greinilega þínir aðstoð- ármenn, Guðni. En segðu mér ... af hverju eru þeir allir svona svart- klæddir og með svarta hettu sem þeir geta brugðið yfir höfuðið?" „Jú, það er vegna þess að það kemur stundum fyrir að þeir þurfa að fara inn á sviðið, þegar ljósin eru slökkt augnablik, til að lagfæra eitthvað, eða breyta. Þegar þeir eru svona svartklæddir, sjást þeir ekki framan úr sal. Ef þú tekur vel eftir, geturðu kannske séð skugga læðast um sviðið, en að jafnaði sér það enginn.“ „Já, auðvitað er það ástæðan. En mér skyldi ekki detta þetta sjálfum í hug. Sniðugt. Hvað hefirðu annars marga starfsmenn?“ „Þeir eru liklega eitthvað um 15 samtals. Skuggarnir eru sjö, og hver hefur sitt ákveðna verk að vinna, sem er þrauthugsað fyrir- fram. Þú sérð það, næst þegar skipt er um leiksvið í hléi, hvað þeir eru snöggir og ákveðnir.“ Og það er eins og við manninn mælt, að nú er tjaldið dregið fyrir og ljós öll kveikt að tjaldabaki, þar sem maður var áður að paufast í hálfmyrkri. Ég hefi svo mikinn áhuga á því, scm fram fer á sjálfu sviðinu, að ég tek ekki eftir neinu öðru. Skyndilega verður mér litið upp — og það fyrsta, sem mér dettur í hug, er að ég sé að verða vitlaus, eða að mitt síðasta sé komið. Allir veggir og tjöld snarsnúast fyrir augunum á mér. Salurinn suýst allur í kring um mig, eins og væri ég i hringekju. ,,Ég drakk ekkert af kokkteilnum áðan,“ er ein min fyrsta hugsun. Svo lit ég niður til að átta mig, og þá sé ég að gólfið er kyrrt. Það eru bara veggirnir og loftið, scm snýst. Svo fer ég að átta mig. Ég stend inni á miðju gólfi, og sviðið sjálft snýst í hring með mig, en auðvitað eru veggirnir kyrrir á sínum stað. Loksins stöðvast gólfið og ég sé sökudólginn, — einn skuggann, sem stendur við nokkurskonar vindu og stjórnar ferðinni. Enginn segir neitt, því allir aðrir en ég og þú vita hvað er að gerast, og allir aðrir hafa líka nóg að gera. En ég stend kyrr og horfi á. Allt í einu kallar einhver á mig: „Passaðu þig!“ ,,Á hverju ...“ Og um leið dettur eitthvað ofan á mig. Eitthvað kolsvart, þungt en mjúkt. Áður en ég get áttað mig er ég flæktur inn í tjald, sem hefur verið látið falla niður á milli leik- sviðsins og baksviðsins. Ég losa mig og geng til liliðar, en óðara kemur annað tjald og strýkst við mig. Nú verð ég hræddur og hleyp i burtu. Þá dett ég kylliflatur. Eitthvað þvælist fyrir löppunum á mér, sem verður mér að falli. Ég lít við . . . og nú fölna ég fyrir alvöru. Við hlið mér liggur lík af gamalli konu, gráhærðri og sótugri. Hendur hennar eru bundnar saman og reipi vafið utan um hana. Mér dettur í hug bíómyndin: „Sönghallarundr- in, þar sem nýtt lík fannst að tjaldabaki aðra hverja mínútu. „... en þá sá ég að þetta var hún Gunna ...“ Já, hún Gunna liggur þarna til- búin til áð láta troða sér upp i strompinn, þar sem hún á að detta niður áhorfendum til hrellingar eða kátínu. Ljósin slokkna að tjaldabaki og einhver kallar lágt rétt hjá mér: „Ljós i sal!“ og annar endurtekur: „Ljós í sal“. Maður í litlum klefa, fullum af allskonar tökkum, hand- föngum og mælum, snéri mikilli sveif hægt og rólega, og liklega hafa ljósin slokknað i salnum. „Hvernig í ósköpunum ferðu að botna í öllum þessum tökkum, maður?“ „Blessaður, þetta kemur ineð æf- ingunni. Það er líklega ekkert flóknara en myndavélin, sem þú ert méð.“ Svona er lítillætið tungutamt hjá sumum. í litlum klefa við hliðina á leik- sviðinu situr stúlka við litið borð og les i bók. „Þetta kalla ég rósemi á frumsýn- ingu, að sitja við bókarlestur,“ verður mér að orði. „Þetta er sufflörinn," segir Guðni brosandi „eða það sem á íslenzku er kallað hvlslari. Hún hefur liand- ritið af leiknum fyrir framan sig og fylgist með því, sem fram fer. Ef einliver leikarinn skyldi gleyma setningu, þá fikrar hann sig sem næst henni og hún hvíslar að honum til að minna hann á. „Er það oft, sem á því þarf að halda?“ „O-já, víst kemur það fyrir, og þá ekki sízt á frumsýningu, þegar leikarar eru taugaspenntir og ekki nógu vanir hlutverkinu.“ Stúlkan les og les, og leikurinn gengur sinn gang. Á leiksviðnu er skríkt og skrækt dansað og duflað, hlegið og grátið, — og inni á skrif- stofu hjá þjóðleikliússtjóra eru þjónar að hella freyðandi kampa- vini i glitrandi kristalsglös, þvi að frumsýningin er að verða búin og glaðir skulu gleðjast saman yfir unnum sigri. En við skulum bara fara heiru og fá okkur kaffisopa áður en við komum okkur 1 rúmið. G. K. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.