Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 25
BRÉF FRÁ MENNTASKÓLASTÚLKU. Iværi dr. Matthías! SiSan í vor hefir mig oft langað til að skrifa þér um efni, sem vakti mig til umhugsunar um vandamál, sem virðist vera algengt í skólum, hið svonefnda prófsvindl. Bréfið hefir þó dregizt, en nú, þegar ný próf eru í að- sigi, rifjast bitur reynsla mín upp að nýju. Það er ekk- ert leyndarmál, að minnsta kosti ekki í mínum skóla, að nemendur treysta verulega á hjálpargögn á prófum, gögn, sem þeir útbúa heima hjá sér með hliðsjón af námsbók- unum og bera svo á sér í prófið. Ég segi ekki, að allir geri þetta, og einmitt sá aðstöðumunur vakti mig til ihug- unar. Því mér finnst það ranglæti, að kærulausir nem- endur geti beitt svona brögðum og fengið þannig fullt eins góðar eða jafnvel betri einkunnir en þeir, sem eru lieiðarlegir og treysta aðeins á þekkingu sina og minni. Mig langar nú að segja J)ér frá slíkum prófdegi. Við þyrptumst saman í anddyrinu og göngunum. Sumir blöðuðu skjálf- hentir i bókum sínum, aðrir spígsporuðu um og hrósuðu sér fyrir, hve litið þeir hefðu lesið. „Ég treysti á þessa hérna,“ gall við í einum strákn- um og um leið dró hann svokallaða harmóniku fram úr jakkaermi sinni. Þarna var samanþjöppuð vizka prófgreinarinnar. Margir horfðu öfundar- augum á miðann og báðu strákinn blessaðan að hjálpa sér nú, ef tæki- færi gæfist. Sumir voru með glósnablöð í vösunum og jafnvel bækur innan ldæða. En ekki sögðu allir frá því. í prófstofunni grúfðu allir sig yfir blöðin sin, sumir urðu að bjargast við það, sem þeir kunnu, aðrir notuðu sína heimatilbúnu heila. Á yfir- borðinu var allt rólegt, þangað til langt var liðið á próftimann, þá var miðum laumað milli borða, hvenær sem kennarinn leit í aðra átt, og viðtakandi kvittaði með þakklætisbrosi eða vonleysisaugnaráði, allt eftir því hve mikið hafðist upp úr krafsinu. Einstaka krakki gekk svo langt að henda bréfkúlu yfir sundið milli borðanna. Kennarinn, sem sat yfir, virtist ekki taka eftir þessu. Annað hvort hefir hann verið með hugann við annað, eða hann hefir tekið svona milt á þessu. Samt ríkti óeðlileg spenna í prófstofunni, bæði hjá þeim, sem tóku þátt í svindlinu og hin- um. Svo lauk próftímanum og allir skiluðu úrlausnum sínum. En þær áttu ekki saman nema nafnið. Sumar voru að miklu leyti gerðar heima, en dregnar fram úr ermi eða upp úr vasa í prófinu. Aðrir urðu að treysta þekkingu sinni einni, en trufluðust i prófinu af þe-im sál- ræna óróa, sem svindlið vakti. Því að það er nokkuð annað að vilja ekki svindla sjálfur eða geta horft á J)að með jafnaðargeði, að lélegir nem- endur stórbæti úrlausnir sinar með óleyfilegum hjálpargögnum. Slikt .getur valdið beizkju hjá þeim, sem þreyta prófið aðeins á heiðarlegan hátt, og jafnvel sjálfsásökun, að láta gott tækifæri ónotað. Því að úr- lausnirnar eru víst allar metnar á sama hátt til einkunna, án þess að spyrja, hvernig þær eru til orðnar. Þá geta þeir, sem hafa ekkert nennt að læra eða hafa fyrir, fengið alveg eins góða útkomu eins og hinir, sem leggja hart að sér og eru heiðarlegir. Mér finnst, að þetta þurfi að taka föstum tökum; annars verða skrif- leg próf markleysa og ala jafnvel á óheiðarleika. Það sæti þó sizt á skól- unum. Og hve lengi ætli þeir heiðarlegu haldi stefnu sinni, ef þeir sjá hina forhertustu fara með hagnaðinn frá prófi? Menntaskólastúlka. ANDLEG FÁTÆKT OG PRÓFMETNAÐUR. Þú grípur á viðkvæmu vandamáli, kæra menntaskólastúlka. Það er ekki nýtt í sögunni, að nemendur í prófjiröng reyni að leika á hina alvísu lærifeður sína, þó að misjafnlega mikið bæri á þeirri tízku. Þar sem kennslau stefnir fyrst og fremst að prófi, svo að það vcrður hið eina keppimark nemandans, sýnist honum hann eiga rétt á að fá prófvottorðið með sem allra minnstri áreynslu, rétt eins og hann kaupir nauðsynjar sinar við sem lægstu verði. í þessari viðleitni sinni gengur hann þá stund- um lengra en ströng sjálfsvirðing leyfir. Sá, sem beitir brögðum á prófi, gerir félögum sinum rangt til og selur þá í mjög óþægilega aðstöðu. Á prófi er nemendum nauðsynlegt að vera rólegir og geta einbeitt sér vel. Sú hugaræsing, sem prófsvindlið vekur, ■orkar mjög truflandi á einbeitinguna. Fáum ungmennum stendur á sama um það, livað hinir eru að gera; æsingin vegna liins óleyfilega atferlis smitar og grípur um sig, svo að hún truflar einnig þann, sem hvorki veitir né þiggur óleyfilega hjálp. Auk þess er réttlætistilfinningu þeirra misboðið, eins og glöggt kemur fram í bréfi þínu. Ef slóðinn getur með prófsvindli staðið jafnfætis eða jafnvel framar skylduræknum dugnaðarnemanda, þá er kippt á brott Framhald á bls. 28. ÞEKKTU SJALFAN ÞIG PROFSVINDL AÐ^. SKOLATIZKA Dr. Matthías Jónasson : VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.