Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 6
Höfundur greinarinnar er reykvískur ungkarl* í þessari grein bendir hann & Mveiðistaðit" í þeirri nsstu skrifar hann uia 17 álíkar t/p- ur af égiftu kvenf<5lki á íslandi og i þeirri þriðju rsðir hann hvað ungum manni ber að gera, til þess að verða ágengt* Höfundur segiat sjálfur hafa rannsakað málin síð- ustu 10 árin og telur það hafa kostað sig undir 800 þúsund kr<5n- ur. 6 VIKAN Eitt af því, sem er flestum karlmönnum mikils viröi, er það að geta umgengizt kvenfólk. Samt er það svo, að sumum veitist það erfitt, ekki sízt vegna feimni og klaufaskapar við að kynnast kvenfólki. Við höfum hugsað okkur að gefa ykkur nokkur holl ráð um hvar og hvernig á að kynnast þessum fallegu og óskiljanlegu verum. Okkur er það fyllilega ljóst, að menn hafa mismunandi tilgang með því að kynnast stúlkum. Sumir eru að leita að lífsförunaut og þeir eru sannarlega ekki öfundsverðir. Ekki að skortur sé á kvenfólki, heldur að finna þá réttu úr öllum fjöldanum. Aðrir eru þannig innréttaðir, og skyldi enginn lá þeim, að þeir taka félagsskap kvenna fram yfir félagsskap karlmanna. Þeir vilja eignast vini og aldrei er að vita hvenær upp úr vinskapnum tendrast hin mikla ást. Þeir, eru í þeirri góðu aðstöðu að geta slitið félagsskap við stúlku, án þess að af hljótist meiri háttar vandræði. Það er þó erfiður línudans, að halda sambandi án tilfinninga, þegar til lengdar lætur. Þriðji flokkurinn er sá, sem lítinn áhuga hefur fyrir stúlkum ef þær eru ekki reiðubúnar að fara upp í rúm fyrsta kvöldið. Kynferðislífið hefur viðgengist á jörðinni um skeið og Guði sé lof fyrir það, því hvar væri mannkynið statt án þess. Þó er það skoðun okkar að eðlilegri út- rás muni vera til fyrir það, en að elta uppi stúlkur, til að þekkja í eina nótt. Allir hafa mikinn áhuga fyrir að kynnast stúlkum. Þessi áhugi getur þó gengið fram úr hófi, eins og kom fyrir mann nokkurn ekki alls fyrir löngu. Hann langaði mjög' að kynnast ákveðinni stúlku. Gekk honum það illa og sá loks ekki annað ráð, til að geta tekið hana tali, en að keyra á bílinn, sem hún ók. Þó að þau séu nú hamingjusamlega gift, getur þetta varla talizt vænlegt ráð. Það er bæði kostn- aðarsamt og hættulegt, auk þess sem miklar líkur eru til að stúlkan vilji hvorki heyra manninn né sjá á eftir, nema þá helzt til að klóra úr honum augun. „ÞAÐ VAR EINIINGIS TILVILJUN *. Að kynnast stúlku „af tilviljun“, gengur eftir föstum reglum. Það byrjar með augnatillitum og þarf ekki glöggan mann, til að geta séð hvort óhætt er að taka stúlkuna tali. Næsta skrefið eru samræður. Allt mögulegt getur gengið sem um- ræðuefni. Þó er rétt að vara við því að spyrja, hvort maður hafi ekki séð stúlkuna einhvers staðar áður. Þó getur það gengið ef það er gert í gríni, en slíkt er ekki á færi neinna meðalmanna. Nánasta umhverfið og veðrið, eru yfirleitt tiltölulega örugg umræðuefni, sem byrjun, ef menn hafa ekkert í bakhöndinni, þegar það er útrætt. Þriðja stig málsins er að sjá stúlkuna aftur. Heppilegt getur verið að bjóða stúlkunni í kaffi eða bíó. Það ber sérstaklega að varast að bjóða stúlku strax út að skemmta sér. Það verkar vafasamt. Margir ungir menn, og raunar ungar stúlkur líka, hafa tekið upp á því að ganga fram hjá heimili eða vinnustað þess, sem þeir vonast til að sjá. Þetta er venjulega alveg gagnslaust og ekki lík- legt til annars árangurs, en að fá kvef og vera nágrönnunum til skemmtunar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.