Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 44
leiddust þau af stað og Einar og Guðbjörg á eftir. Þau sungu lágri röddu síðasta danslagið og tóku smá dansspor við og við, hann tók utan um hana síð- asta spölinn og rétt áður en þau komu að gistihúsinu þrýsti hann henni að sér og kyssti hana snöggt. Allt með gát, sagði Guðbjörg hlæjandi og lagði höndina á munn hans, og þá voru þau komin að dyrunum og inn í anddyrið. Lykla- vörðurinn rétti Guðbjörgu lykilinn að herberginu, hún snéri sér við, þakkaði fyrir skemmtunina og bauð góða nótt. Einar virtist ætla að taka í handlegg hennar, en hætti við það, er hún bætti við. Við hittumst þá klukkan ellefu í fyrramálið. Svo flýtti hún sér inn í lyftuna, sem bar hana burtu. Hún var lengi að hátta sig, gekk fyrst út að svaladyrunum og horfði á ljósin í dimmum hæðunum og hlustaði á öldugjálfrið. Henni fannst hún svo létt á sér, að ómögulegt væri að sofna strax. Þetta hafði verið yndislegt kvöld og hún hlakk- aði til að hitta Einar á morgun, en hún var nú engin fermingartelpa og Danir á Spáni voru víst harla h'kir karlmönnum á íslandi, þegar þeir höfðu fengið dálitla brjóst- birtu, og hún ætlaði ekki að fara að verða sér eða Jónatan til skamm- ar hér fremur en heima. Ekki þýddi þetta rölt. Guðbjörg fór úr kjólnum og lagði af stað inn í baðherbergið. Hvað? Var ein- hver að taka í snerilinn? Honum datt þó ekki í hug —• Ha — barði bara hiklaust á dyrnar! Var mað- urinn alveg kolbrjálaður! Ætlaði hann að vekja alla á ganginum? Hún smeygði sér í slopp, sneri lyklinum og opnaði örlitla rifu. — Er du---------Guð! Jónatan — ert það — ertu kominn? — Vakti ég þig, góða? Já, ég komst með bíl, við gengum frá þessu öllu í morgun. Nú, þú ert þá ekki háttuð. Varstu úti? — Já, ég fór með Jensens-hjónun- um og kunningja þeirra. Hvernig var þetta með fiskinn? — O, ekert alvarlegt, við björg- uðum því öllu. En ég er dauðþreytt- ur — verst að komast ekki í bað, en það er víst ekki leyfilegt svona seint. Áttu ekki sódavatn í skápn- um? — Jú, gerðu svo vel. Langar þig ekki í eitthvað að borða? •— Nei, ég borðaði á leiðinni. Púh, ég hlakka til að komast í rúmið. — Var þetta ósköp erfitt? — 0, rétt eins og venjulega — en maður verður nú að liðka þessa karla — bjóða þeim út og svoleið- is — ég svaf lítið í nótt. — Mér finnst nú að þeir hefðu heldur átt að bjóða þér heim til sín, þú sem ert útlendingur. — Það er ekki til siðs hér, -— nei, þeir taka mann miklu fremur með sér út — á skemmtistaði. Jónatan tók upp vasaklútinn til að snýta sér, breiddi úr honum milli handanna, eins og hann var vanur, en vöðlaði honum svo saman í skyndi, þurrkaði nefbroddinn að- eins í flýti, stakk vasaklútnum aftur á sig og tróð honum fast í buxna- vasann. — Ég er fegin að þú skulir vera kominn aftur, sagði Guðbjörg og hjúfraði sig að manni sínum, er þau voru komin upp í. Það er svo leið- inlegt að skrölta ein á ókunnugum 44 VIKAN stöðum. — Um — nýtt skeggvatn? En góð lykt af þér. —■ Bara sólin og sjávarloftið, anz- aði Jónatan og kyssti konu sína létt- um kossi, bylti sér á hina hliðina og vafði að sér ábreiðunni. Hann var svo þreyttur. ★ Örvita þrenning;, Framhald af bls. 23. skyldi hún svo sannarlega fá mímós- urnar. „Bíðið andartak,“ sagði hann við afgreiðslustúlkuna, sem brosti í von um meiri viðskipti. Loks fann hann heimilisfangið og gekk svo frá að henni yrðu sendar mímósur símleiðis, stór vöndur, greiddi verðið með gleði og hélt síðan aftur út í bílinn. Frænkan ljómaði öll af ánægju, rétt eins og fjarvera hans hefði komið sér ein- staklega vel. Marion bjó í glæsilegu, gömlu húsi í Passy. Rue de la Pompe. Hús- hundruð þúsund franka, ég er ágeng og prútta, Súsanna leggur mér lið ... voilá, ég fæ kjólinn. Komdu og fáðu þér konjakk. Hvernig gekk ferðalagið? Hvernig hefur þér liðið?“ Frank tók sér sæti á legubekk, en það fór ekki sem bezt um hann. Þegar hann hafði bragðað á konjakkinu, tók hann að leita í skjalatösku sinni. Þar átti gjöfin að vera, sem hann hafði keypt í Berlín handa Marion. „Maðurinn hefur góðan smekk, það verð ég að segja,“ varð Marion að orði, þegar hún hafði athugað næluna, sem að vísu var ekki sér lega verðmæt — litlar perlur í smekklegri umgerð með rauðum steini. Flora kom með fjólumar í vasa, svo þungstíg að húsgögnin titruðu og glamraði í glösunum; hún leit á næluna yfir öxl Marion, virti hana auðsjáanlega til fjár og fannst ekki sérlega mikið um; fór svo út aftur. „Og hvernig voru svo konurnar í Berlín?“ spurði Marion um leið varðarkonan dró tjaldið frá opinu á hurðinni og spurði kæruleysislega: „Til madame Guermat?“ Frank kinkaði kolli. Honum hafði nokkurn veginn tekizt að temja þetta skass, þótt hann væri ekki Fransmaður og bæri ekki neitt heiðursmerki. Flora, hin gamla og feita stofustúlka Marion, heilsaði honum líka heldur kuldalega. Þeim virtist ekkert um útlendinga gefið. „Góðan dag, drengur minn, fáðu þér sæti, hvernig líður þér og hvern- ig ganga viðskiptin?" spurði Mari- on í einni andrá og tyllti sér á tá til að geta kysst hann. Það var ein- göngu hæverskukoss, eins og munk- ar kyssast, þegar þeir heimsækja hverir aðra. „Nýr kjóll? “ spurði Frank og virti hana fyrir sér. „Þetta kalla ég mann ... Hann kemur auga á allt, blessaður dreng- urinn. Og veiztu hvaðan þessi kjóll er? Frá Patou. Og geturðu gert þér í hugarlund hvað hann kostaði? Nei, það geurðu áreiðanlega ekki. Fimm hundruð þúsund franka. Ég var komin þangað í gærmorgun, löngu fyrir klukkan níu; það var biðröð þar, en ég var með þeim fyrstu. Og nú skal ég segja þér upp alla söguna — ég skoða kjólinn, ég máta hann, hann fer mér eins og sniðinn á mig, hann á að kosta níu og hún settist hjá Frank og strauk fingurgómunum mjúklega bak við hægra eyra hans. „Eru þær ekki hræðilegar?“ Frank dró við sig svarið. Hann sá Maríönnu fyrir hugskotssjónum sínum; það var íturvaxin kona og hann sá fyrir sér dökkbrúna fætur hennar og arma. Og svo sá hann Evelyn, granna og fíngerða, augun, brennandi heitar varirnar ... „Ég hef ekki hugmynd um hvern- ig þær eru. Ég leit ekki á þær,“ svaraði hann. „Ertu nú viss um það?“ spurði Marion glettnislega og ekki efa- laust. „Gæti svarið það. Ég hef lifað eins og munkur.“ Marion virti hann fyrir sér. Og allt í einu varð hún alvarleg á svip- inn. „ískyggilegt ef satt er,“ svaraði hún með hægð. Frank fékk sér aft- úr í glasið. Og fyrr en varði lá Marion í örm- um hans. Varir hennar fóru leitandi um andlit hans og stráðu það létt- um, ertnislegum kossum. „Varð þér hugsað til mín í Berlín?" hvíslaði hún. „Nei,“ svaraði hann. „Þráðir þú mig ekki agnarlítið?“ „Ekki minnstu vitund.“ Marion reis á fætúr, brosti og gekk inn í svefnherbergið. Frank reis á fætur, gerði það sér til dund- urs að strjúka hár sitt; þangað til hann þóttist vita að hún biði hans allsnakin þar inni. Þetta samband hans og Marion gat kallast bæði laust og fast. Það hafði nú staðið i meir en fimm ár á sinn slitrótta hátt. Frank var, eins og Bandaríkjamenn yfirleitt, þannig gerður að hann gat ekki verið mað- ur einsamall nokkra stund, og Marion sá sannarlega um að hann væri ekki einn nokkurt andartak á meðan hann dvaldist í París. Hún var í senn ástúðleg og ástfús, lagleg, fremur lágvaxin og holdug, saman- borið við bandarískar konur, og meiri um mjaðmirnar, og einmitt þess vegna eins frönsk og hugsazt gat. Hún hafði dimmblá augu, hrafnsvart hár og mjallhvítt, mjúkt hörund. Hún var ekki að gera neitt veður út af ástinni; fundir hennar og Franks voru henni eins hvers- dagslegur hlutur og að fara til hár- greiðslukonunnar eða saumakon- unnar. Hún var ekki á neinn hátt ágeng, eins og þær stúlk- ur, sem lifa af því að láta ferða- mönnum fala blíðu sína. Henni þótti vænt um smágjafir, en kærði sig ekki um peninga. Hún kvaðst vera á „eftirlaunum"; henni barst póstávísun reglubundið í hverjum mánuði frá einhverjum „gömlum manni“, sem launaði henni þannig bá ástúð, sem hún hafði sýnt hon- am endur fyrir löngu. Marion lét ekkert tækifæri ónotað að auðsýna Frank þakklæti sitt í verki fyrir þá skartgripi, sem hann lagði á stundum á náttborð hennar. Hún bauð honum til kvöldverðar í íbúð sinni, hún átti jafnan gott konjakk og einu sinni hafði hún jafnvel gef- ið honum silfurblýant með ágröfnum upphafsstöfum hans. Og hvað líkamleg atlot snerti, stóð Marion engri konu að baki. Allt var þetta eins og bezt varð á kosið. Frank gat því ekki skilið hvers vegna hann gat ekki notið ástafundarins þetta kvöld. Atlot Marion fóru einhvern veginn fyrir ofan garð og neðan hjá honum í þetta skiptið, enda þótt hann var- aðist að láta það koma fram. Hann var því feginn þegar hann var kom- inn fram í dagstofuna aftur. Marion hafði síma, og var ákaflega stolt af. Það eru ekki allir sem hafa síma heima hjá sér í París. „Hefurðu nokkuð á móti því að ég hringi til konu minnar?" spurði Frank hæversklega — og Marion hafði ekki neitt á móti því. Þess varð nokkur bið að hann næði sambandi við Lundúnir, en loks heyrði hann þó rödd Pearl konu sinnar, og einkennilega nálægt. „Halló, darling ...“ „Halló, darling.“ „Þú hringir í seinna lagi. Ég sit hérna í fullum herklæðum — kvöldverður með Sutherland og síð- an í leikhúsið ...“ „Þú verður að fyrirgefa, en ég hef setið á fundi með kaupsýslumönnum hérna. Var það nokkuð sérstakt?" „Já, ég held nú það. Nú er ég loksins búinn að finna hund, sem ég er ánægð með. Og ég er alveg brjáluð í hann — hann er undan brezkum verðlaunahundi. Þú ættir bara að sjá hann.“ „Hvað kostar hann?“ spurði Frank Davis. Hann var sparsamur eins og allir auðmenn. „Hann á að kosta sextíu pund,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.