Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 32
JrerroQraph dýptarmælar „Ferrograph“ dýptarmælirinn er útbreiddasti dýptarmælirinn í smábátum í Englandi. „Ferrograph“ kostar aðeins kr. 13.800,00 frá verksmiðjunum í Englandi „Ferrograph“ fer sigurför hér á landi. Leitið nánari upplýsinga. Einkaumboðsmenn á íslandi: Vélar & Skip hf. HAFNARHVOLI. SÍMI 18140 Flóttinn til lands ... Framhald af bls. 17. vaxinn þéttum skógi, og vaxa þar villtir bananar, appelsinur og mangóaldin. Fossar falla i fjalls- hlíðunum og elfur streyma um dal- inn. Enn í dag verður ekki komizt þangað nema að tveim leiðum -— um tæp einstigi í fjöllunum, þar sem hverjum, sem skrikar fótur, er bráður bani vís, og sjóleiðis, en þó ekki nema yfir blásumarið, þegar brimlaust er við ströndina. Þau voru fjögur, sem héldu nið- ur i dalinn. Koolau fór fyrstur og hafði drenginn bundinn á bak sér; Piilani gekk næst honum og har riffilinn og loks kom móðir henn- ar og bar íataplögg jieirra i litlu knýti. Sumstaðar var einstigið svo tæpt, að þau urðu að hafa hand- festu á bergveggnum. Það var ekki fyrr en undir kvöld, að þau náðu niður í dalinn og gátu virt fyrir sér þaðan hina hættulegu refilstigu, sem þau höfðu farið. „Loks erum við örugg“, hvislaði Piilani. Koolau lagði arminn um axlir henni. „Ég vona það“, sagði hann. Um níutíu Hawaiianar bjuggu þarna i strákofum úti við strönd- ina. Þeir létú sig menninguna engu skipta, en Jifðu á fiskiveiðum að sið feðra sinna, og ræktuðu taroris á áveituskákum í brekkunum. Koolau þakkaði liinum garpslega öldungi, sem kom til móts við þau og bauð þau velkomin, en kvaðst verða -að vara dalbúa við, þar eð hann hefði tekið lioldsveiki -— út- legðarsjúkdóminn, eins og eyja- 32 VIKAN skeggjar kölluðu liana. „Ég veit það“, svaraði öldungur- inn. „Það er auðséð á andlitipu. Þú ert ekki sá fyrsti, sem flýrð hingað af þeim sökum. Þér er vel- komið að dveljast hérna, ef þér sýnist svo“. í fulla átta mánuði lifði Koolau þarna með fjölskyldu sinni sem frjáls maður. Hann ræktaði taroris og stundaði fiskiveiðar með syni sinum, eða hann kenndi honum að veiða vatnarækjur undir foss- unum og á heimleiðinni lásu þeir villiblóm, handa Piilani að skreyta með hár sitt. Þegar kvölda tók, sátu þau umhverfis steinkoluna, þar sem kókosolían brann með daufum loga, og hlustuðu á sögur gamla fólksins af hinum fornu hetj- um eyjanna. Þetta voru síðustu á- hyggjuleysisstundirnar, sem Koolau átti á ævi sinni. í hverjum mánuði komu fleiri holdsveikissjúklingar yfir fjöllin, á flótta undan smölum stjórnar- valdanna og útlegðinni á Molokai. Þegar voraði, voru þeir orðnir tuttugu og fimm talsins. Snemma í júnimánuði teygðu siðmenning- in og lögin arma sína niður í dal- inn. Stolz lögreglustjóri kom móð- ur og másandi og bauð öllum holds- veikisjúklingunum að halda til baka, þar sem heilbrigðisráðuneyt- ið hafði úrskurðað að almenningi stafaði hætta af dvöl þeirra þar. Stolz kom óvopnaður og hét þeim öllum griðum, en kvaðst mundu ræða þetta nánar á fundi, sem hann hafði boðið til um kvöldið. „Hvers vegna erum við ekki lát- in i friði“, kjökraði Piilani, þegar henni bárust fréttirnar. „Við skuium heyra boðskap þeirra, og síðan ákveðum við hvað við eigum til bragðs að taka“, varð Koolau að orði. Á fundinum um kvöldið, reyndi Stolz að beita hina holdsveiku kænsku og var hinn mildasti. „Ég er hingað kominn sem vinur ykkar og ykkar sjálfra vegna“, sagði hann. „Stjórnin hefúr ekki í hyggju að refsa ykkur fyrir strok. Við viljum hjálpa ykkur. Hér er ekki um neina læknishjálp að ræða, og þið verð- ið að þræla fyrir daglegu viður- væri. Þegar þið eruð komin til Molokai, sér stjórnin fyrir öllum ykkar þörfum. Þar verðið þið ekki hundelt sem útlagar. Þar verður ykkur sýnd sú umhyggja, sem sjúk- ir þarfnast“. Stolz lét túlk þýða boðskap sinn á máli innfæddra, svo að þeir elztu í hópnum gætu líka skilið hann. Og hann bar tilætluð áhrif; flestir af sjúklingunum liétu að fara með góðu, en Koolau gerðist einn til að bera fram óþægilegar spurningar. Hvers vegna var það altalað, að sjúklingarnir sættu slæmri aðbúð og liðu hungur á Molokai? Og gátu læknarnir yfirleitt ráðið nokkra bót á veikinni? Mundu þeir sjúk- lingar, sem enn voru fleygir og fær- ir að kalla, fá að taka konur sínar og börn, sem ekki höfðu tekið veik- ina, með sér í útlegðina? Lögreglustjóranum tókst með erfiðismunum að halda skapi sínu í skefjum. „Eiginkona þín fær því aðeins að fara með þér, að þú get- ir ekki séð um þig sjálfur af völd- um veikinnar. Drengurinn fær alls ekki að fara“. „Þá fer ég livergi", svaraði Iiool- au stillilega. Stolz hvessti á hann augun. „Et' þú þrjózkast, brýturðu lögin. Og þú veizt hvað það hefur í för með sér“. Koolau hvessti augun á hann á móti. Stolz dvaldist tvo sólarliringa i dalnum,skráði alla hina holdsveiku á lista og ræddi við sérhvern þeirra, og skýrði fyrir þeim, við hverju þeir mættu búast. Síðan hvarf hann á brott, en laugardag- inn þann 24. júní kom hann aftur að sækja þá og voru tveir lögreglu- þjónar í fylgd með honum. Að þessu sinni var hann og lögreglu- þjónarnir með alvæpni, og átti nú að brjóta á bak aftur jiann mót- þróa, sem Koolau kynni að hafa vakið. Þegar Piilani heyrði fréttirnar, hraðaði lnin sér heim og skýrði manni sínum frá þeim. Hann tók upp riffilinn sinn og rakti utan af lionum dulurnar, sém hann hafði vafið hann í. „Ég vil ógjarnan stofna til átaka við þá“, sagði hann. „Ég leita fylgsnis uppi í dalnum, þangað til Stolz er farinn með menn sina“. „Við komum með þér“, sagði Piilani. Flestir þeirra holdsveiku óttuð- ust byssur lögregluliðanna og fóru að dæmi Koolaus. Daginn eftir fundust ekki nema fjórir af þeim í kofum sínum niðri í dalnum. Á mánudagsmorgun sendi lög- reglustjórnin nokkra innfædda með tjald, sem þeir áttu að reisa uppi i clalnum, og hugðist liann flytja þangað stöðvar sínar. Þeir komu aftur nokkrum klukkustundum sið- ar — tjaldlausir. Kváðu þeir Kool- au hafa ógnað sér með riffli. „Slíkt skal honum ekki líðast“, öskraði Stolz reiður mjög. Hann lagði af stað upp í dalinn með menn sina og hóf að leita Iíoolaus, sem liann hugsaði þegjandi þörf- ina. Nokkru eftir að liann var far- inn, bar Koolau að húsi því, þar sem hann hafði aðalstöðvar sinar niðri i dalnum, og bað innfædda þjóna hans að koma þeim boðum til hans, að hann kærði sig ekki um að vera hundeltur þannig. „Segið honum, að næst þegar fundum okk- ar ber saman, muni ég beita riffl- inum“, mælti liann. Þetta var um klukkan fjögur síð- degis. Ivoolau settist að í eyðikofa uppi i dalnum með konu sína og son sinn. Þegar Stolz kom niður i dalinn aftur eftir árangurslausa leit, og var sagt frá heimsókn Konlaus og borin skilaboð hans, ætlaði hann að sleppa sér af reiði. „Ég skal sýna honum hvað það kostar að rísa gegn lögunum“, öskr- aði hann. Og þegar hann hafði gleyjDt í sig kvöldverðinn, hélt hann enn af stað með menn sina upp i dalinn. Þetta kvöld var bjart af tungls- Ijósi. Um níuleytið sat Koolau úti fyrir dyrum kofans; liann lieyrði allt í einu hratt fótatak, sá tvo holdsveika menn skjótast framhjá og vai; auðséð að þeir vissu sér veitta eftirför. I næstu andrá sá hann skuggann af Stolz, sem kall- aði þrumuraustu á eftir þeim að nema staðar, því að annars mundi hann skjóta. Koolau kom úr fylgsni sinu fé- lögum sinum til hjálpar og Stolz miðaði á liann riffli sínum, en var of seinn. Kúlan úr riffli Koolaus hæfði hann í kviðinn og hann hneig niður á hnén, en reyndi þó að lyfta rifflinum aftur i mið. „Koolau, skjóttu . . . “ kallaði Piilani. Næsta kúla hæfði Stolz í hjart- að. Koolau varp þungt öndinni. „Ég hélt að mig mundi skorta hug til þess“, mælti liann lágt. Þá nótt lá við sjálft að æði gripi um sig í hinum friðsæla dal. Það var þó ekkert samanborið við æði það, sem greip um sig á Honolulu, þegar gufubáturinn kom þangað með lík Stolz. Dagblöðin ætluðu af göflunum að ganga, en eitt þeirra, Honolulu Daily Bulletin, tók málstað Koolaus og annarra holdsveikisjúklinga í dalnum. „Að mörgu leyti má telja þenn- an dal stórum heppilegri dvalar- stað fyrir þá, en skagann á Mola- kai“, sagði í ritstjórnargrein. „Þar er auðvelt að afla sér viðurværis, sjúklingarnir eru algerlega ein- angraðir frá umheiminum og um alllangt skeið hafa þeir búið þar

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 4. Tölublað (24.01.1963)
https://timarit.is/issue/298521

Tengja á þessa síðu: 32
https://timarit.is/page/4442644

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. Tölublað (24.01.1963)

Aðgerðir: