Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 40
Látið Dubarry CLEANING CREAM og Dubarry VANISHING CREAM hreinsa og fegra húð yðar Þegar þér kaupið snyrtivörur, biðjið um I)uI);ipi,v Heildverzlun HALLDÓRS JÓNSSONAR, Hafnarstræti 18. Símar 12586 og 23995. Mál verkaþ j óf arnir. Framhald af bls. 14. sér, að ekki hefðu þjófarnir mátt seinni vera. Öryggisráðstafanirnar á listasafninu í Cannes voru alþekkt- ar, og Louvre var auðvitað ósigr- andi virki. „Ég kem þá í kvöld,“ mælti hann loks. „Svo sjáum við til. En hafðu engar áhyggjur." Naumast hafði bílhljóðið dáið út í fjarska, þegar annar bíll nam stað- ar á malarlóðinni fyrir utan. Of- urstinn vissi ekki, hvort hann átti að gleðjast eða ergja sig yfir heim- sókninni, en eftir blaðafregnina kom það ekki flatt upp á hann að sjá Scoubide höfuðsmann, yfirmann leynilögreglunnar. Þeir heilsuðust kurteislega, og Roquebrun sá út undan sér, að lítil og snör augu leynilögreglumannsins grandskoðuðu búðina, eins og hann byggist við að sjá stolnu málverkin hangandi á veggjunum og yrði fyrir hinum sárustu vonbrigðum, er hann kæmi hvergi auga á þau. Scoubide höfuðsmaður var klædd- ur stutterma skyrtu, opinni í háls- inn, víðum buxum og ilskóm og leit alls ekki út sem lögreglumað- ur, en miklu fremur eins og einn af hinum mörg þúsund skemmti- ferðamönnum, sem úði og grúði af í Suður-Frakklandi þetta sumar. Samt var hann ágætur leynilög- reglumaður, fær í flestan sjó og ekki heiðarlegur um of, en óheiðarleilci hans þjónaði góðu málefni og var eiginlega áhjákvæmilegur eiginleiki hjá lögreglunni á Rivierunni. Scoubide hafði allt í einu dottið í hug að heimsækja Roquebrun of- ursta, þó að hann vissi ekki hvers vegna, en slík hugboð koma lög- reglumönnum oft að góðu haldi, og það borgar sig að fara eftir þeim. Vandamálið, sem hinn litli og granni Scoubide höfuðsmaður var að velta fyrir sér, var í því fólgið, að hann vissi ekici, hvernig hann átti að bera sig að án þess að slaka á kröíum fuilkominnar hæversku. Ofurstanum var vel Ijóst, hvað Seoubide var að brjóta heilann um, og aetlaði sér í fyrstu að láta hann sjálfan ráða fram úr því, en loks kenndi hann í brjósti um hann og sagði: „Get ég hjálpað yður, höfuðs- maður?“ Scoubide var ekki lengi að nota tækifærið. Hann hallaði undir flatt og svaraði: ,,Ja, getiS þér það?" Þetta fannst ofurstanum fullmikill asi, svo að hann varð að setja eilítið ofan í við höfuðsmanninn. „Góði Scoubide!" sagði hann. En Scoubide einblíndi á forsíðu- fréttina í Nice Matin. „Hafið þér frétt eitthvað?" spurði hann. „Hvers vegna haldið þér þaö, góði vinur?“ Scoubide höfuðsmaður yppti öxlum. „Orðið, sem af yður fer, ofursti, hef- ur sízt rénað með tímanum," sagði hann. „Allir þekkja yður. Allir treysta yður. Allir eru vinir yðar, frá hinum æðstu til hinna lægstu." Ofurstinn þagði, og Scoubide hélt áfram: „Þegar þér voruð leiðtogi andspyrnuhreyfingarinnar, var allt þetta svæði undir yðar yfirráðum. Alls konar fólk var í leyniher yðar — einhver gæti hafa talað við yður." Ofurstinn hugsaði með sér: „Hvern fjandann ætlar hann sér?" en spurði upphátt: „Hver haldið þér, að hafi talað við mig?" Scoubide höfuðsmaður yppti aftur öxlum og svaraði: „Ja, maður hittir svo marga." Hann litaðist um i búð- inni, klóraði sér í höfðinu og hélt áfram: „Það, sem ég skil ekki, er, hvert þeir ætla að selja myndirnar." Ofurstinn kinkaði kolli. „Það er vissulega vandamál." „Hvernig mynduð þér fara að því?" spurði Scoubide. „1 rauninni er þetta í yðar verkahring." Ofurstinn roðnaði upp í hársrætur. „Er háttvisi yðar eins fullkomin og hún ætti að vera, kæri höfuðsmaður?" varð honum að orði. Scoubide höfuðsmaður fórnaði höndum í skelfingu yfir að vera svona hraparlega misskilin. „Nei, nei, nei!" mótmælti hann. „Ég bið yður þúsundfaldrar fyrirgefningar! Ég átti alls ekki við það. En hitt er annað mál, að maður, sem hefur svona dýr- mæt listaverk til sölu . .." „.. . hlýtur að gera sér ljóst, ef hann er ekki fæddur geðsjúklingur, að markaðsmöguleikarnir eru fjarska takmarkaðir og líkindi til, að salan myndi vekja töluverða athygli," botn- r.ði ofurstinn. Scoubide höfuðsmaður varð hugsi og endurtók: „Fæddur geðsjúklingur! Hann var góður þessi. Ég var einmitt að rannsaka ránstaðinn, og vitið þér, hvað mér fannst mest áberandi? Þessi brjálæðislega áferðarmýkt! Sú áhætta, sem þeir tóku á sig og sluppu frá. Þetta sambland af kunnáttu og viðvaningsbrag." Roquebrun ofursti lyfti annarri augnabrúninni til að leiða athygli Soubides frá því, er að öðrum kosti gæti skilizt sem snöggt og óvænt við- bragð „Hvað eigið þér við?" spurði hann. „Kannski verk kunnáttumanna framkvæmt af viðvaningum?" Nú duldist Roquebrun ofursta ekki lengur, að hverju leynilögreglumað- urinn stefndi, og honum fannst hann yrði að binda enda á samtalið hið bráðasta. „Ég hef aldrei heyrt, að innbrot og þversagnir eigi vel saman," mælti hann. „Hvers vegna farið þér ekki og spyrjið Marcel Dufour í Bláa hellinum? Hann gæti framreitt handa yður fyrsta flokks máltíð, og þér síðan dæmt um, hvort veitinga- hús hans ber merki kunnáttumanns- ins eða viðvaningsins." Scoubide höfuðsmaður hló og gretti sig svo. „Hann hefur of mörg sam- bönd," sagði hann. „Hann gæti skellt hurðinni á nefið á mér. — Ríflegum fundarlaunum hefur verið heitið." Ofurstinn braut heilann um, hvað hann ætti nú við. „Já, 250 þúsund nýfrönkum," sagði hann kæruleysis- lega. „Tryggingafélagið borgar lík- lega brúsann?" „Hálfri milljón," leiðrétti Scoubide. „Ríkisstjórnin tvöfaldaði upphæðina — það er Þjóðarstoltið. Þér vitið, að blái Renoirinn átti að fara i Louvre." Því næst bætti hann við með ein- kennilegri angurværð: „Ég kæri mig ekki um eyri af fundarlaununum Mér myndi nægja sú vegsemd að finna listaverkin óskemmd og skila þeim aftur." Ofurstinn mælti hátíðlega: „Ég vona af heilum hug, að slíkt af- reksverk megi kóróna yðar glæsilega feril.“ Höfuðsmaðurinn hneigði sig og bjóst til farar. „Ef eitthvað skyldi berast yður til eyrna ...“ sagði hann. „... Vitanlega," svaraði Roque- brun. Hann horfði á eftir höfuðs- manninum, meðan hann gekk að svarta Citroenbílnum sínum. Hann var í þungum þönkum. Honum leið óþægilega. Málverkaþjófarnir fjórir sátu sveittir og þungbúnir í bakherbergi dimmrar, sóðalegrar vínstofu, er nefndist Rauði páfagaukurinn og var rétt hjá Place de la République í Antibes. Þeir hétu Gaston Rive, Antoine Petitpierre, Jean Soleau og Alfonse Cousin. Tuttugu árum áður, þegar þeir voru allir á bezta aldri, gengu þeir undir nöfnunum Pardus- dýrið, Tígrisdýrið, Fíllinn og Úlf- urinn, og er rætt var um afreksverk þeirra, voru þeir jafnan nefndir Dýraflokkurinn. Enginn þeirra líktist þó dulnefni sínu. Jean Soleau, Fillinn, var lítill og uppþornaður væskill, sem seldi lauk í heildsölu. Gaston Rive, Pardusdýrið, var gríðarstór, feitur og silalegur. Hann hafði verið feit- ur á dögum andspyrnuhreyfingar- innar og spikið verið honum góð vörn gegn Þjóðverjum. Nú var hann holdugri en nokkru sinni fyrr og átti litla rafmagnsvöruverzlun í Antibes. Enginn hefði getað verið ólíkari nafna sínum en Antoine Petitpierre tígrisdýrinu. Hann ræktaði nellikur og átti plantekru skammt frá Haut- Cagnes. Hann var hávaxinn, grind- horaður maður, hógvær í fasi og þunglyndislegur. Þegar þeir þurftu að taka fólk af lífi á stríðsárunum, olli það honum jafnan mestu hugar- angri. Fjórði maðurinn í flokknum, Alfonse Cousin eða Úlfurinn, átti vínstofuna. Hann var ekki með öllu ólíkur úlfi, dökkur á húð og hár með glóandi augnaráð og háðsleg- an munnsvip. Dyrnar voru lokaðar, svo að slitróttar samræður þeirra heyrðust ekki fram í salinn. Á hliðarborði stóð útvarp, sem ekki var í gangi. Eintak af Nice Matin lá á borðinu. Tígrisdýrið sagði: „Drottinn sé oss næstur, hvern hefði getað grunað, að svona mikið uppnám yrði út af fáeinum myndum?“ Úlfurinn hnussaði. „Þú kallar safn milljónamærings af dýrmætum Renoir-listaverkum fáeinar mynd- ir?“ Pardusdýrið var asthmaveikur, og það söng í nösunum á honum, þegar hann sagði: „Hálf milljón franka í fundarlaun!" Hann leit í átt til útvarpsins. „Þið heyrðuð það sjálf- ir!“ Fíllinn sagði: „Og nú reynir hver einasti leiguspæjari í nágrenninu að vinna til þeirra!“ Pardusdýrið stundi eins og gufu- vél. „Og lögreglan hefur gætur á vegunum. Við getum ekkert flutt myndirnar úr þessu.“ Fíllinn leit kuldalega á hann. „Ertu kannski að leggja til, að við látum þær vera í vöruskemmunni minni innan um laukinn, þangað til hundarnir brjótast inn?“ Úlfurinn hallaði sér fram á borð- ið, þungur á svip, og benti með löng- um fingri á Fílinn. „Getur þú fund- ið annað úrræði, gamli vinur?“ Enginn treysti sér til þess. Tígrisdýrið hallaði sér aftur á bak og skoðaði á sér neglurnar. „Kannski vorum við fullfljótir á okkur?“ „Ég sagði, að við hefðum átt að ráðfæra okkur við Refinn,“ skaut Fíllinn inn í. Úlfurinn hló lágt. „Refurinn hefði 40 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.