Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 49
ar hann kom inn í borðstofuna. Súsanna Cardwell leit snöggt á hann, svo beindi hún athygli sinni að Rut. Þegar Hugo sagði: „Ha? Hvað stendur til?“ gaf hún honum olnbogaskot í síðuna, og hann þagnaði hlýðinn. Þegar Poirot hafði lokið morgun- verðinum, reis hann á fætur og gekk til dyranna. Þar sneri hann sér við og dró stórt fornlegt úr upp úr vasanum. „Klukkuna vantar fimm mínútur í tíu. Eftir fimm mínútur í skrif- stofunni.“ Poirot litaðist um. Hringur af forvitnum andlitum starði á hann á móti. Hann sá, að allri voru mætt- ir, að einni undantekinni, og í sömu andrá kom þessi eina svífandi inn í herbergið. Frú Chevenix-Gore gekk inn mjúkum, svífandi skrefum. Hún var veikluleg og raunamædd á svip. Poirot dró fram hægindastól handa henni og hún tók sér sæti. Hún leit upp á brotna spegilinn, það fór hrollur um hana og hún sneri stólnum svolítið til. „Gervase er hérna ennþá,“ mælti hún í sannfæringarróm. „Veslings Gervase ... Bráðum verður hann frjáls.“ Poirot ræskti sig og tók til máls: „Ég hef beðið ykkur öll að koma hingað, til þess að fá að heyra stað- reyndirnar um sjálfsmorð hr. Ger- vase.“ „Það voru forlögin," sagði frú Chevenix-Gore. „Gervase var sterk- ur, en forlög hans voru sterkari.“ Bury ofursti gekk örlítið fram. „Vanda — væna mín.“ Hún leit upp og brosti til hans, og rétti svo fram höndina. Hann tók hana í lófa sinn. „Þú ert svo róandi, Ned,“ sagði hún blíðlega. Rut mælti hvasst: „Er það svo að skilja, hr. Poirot, að þér hafið með fullri vissu kom- izt að ástæðunni fyrir sjálfsmorði föður míns?“ Poirot hristi höfuðið. „Nei, frú.“ „Til hvers er þá allt þetta til- stand?“ Poirot mælti rólega: „Ég veit ekki ástæðuna fyrir sjálfsmorði hr. Gervase Chevenix- Gore, vegna þess að hr. Gervase Chevenix-Gore framdi ekki sjálfs- morð. Hann fyrirfór sér ekki. Hann var myrtur ...“ „Myrtur?" endurtóku nokkrar raddir. Fólkið horfði á Poirot furðu lostið. Frú Chevenix-Gore leit upp og sagði: „Myrtur? Nei, nei! og hristi höfuðið blíðlega. „Myrtur, sögðuð þér?“ Það var Hugo, sem nú talaði. „Óhugsandi. Það var enginn í herberginu, þegar við brutum upp hurðina. Glugginn var lokaður. Dyrnar voru læstar að innanverðu, og lykillinn í vasa frænda míns. Hvernig átti að vera hægt að myrða hann?“ „Samt sem áður var hann myrtur.“ „Og morðinginn skriðið út um skráargatið, býst ég við,“ sagði Bury ofursti vantrúaður. „Eða svifið upp um reykháfinn?“ „Morðinginn," mælti Poirot, „fór út um gluggann. Ég skal sýna ykk- Ur hvernig." Hann endurtók sömu aðferð við gluggann og áður. „Sjáið þið til,“ mælti hann. „Þann- ig var farið að því! Frá fyrstu byrj- Un taldi ég það mjög ólíklegt, að hr. Gervase hefði framið sjálfsmorð. Hann var haldinn sjálfsdýrkun á háu stigi, og slíkir menn fyrirfara sér ekki. „Og svo kom fleira til! Að því er virtist, hafði hr. Gervase rétt fyrir dauða sinn, setzt við skrifborð sitt, hripað orðið „Afsakið“ á papp- írsblað, og því næst skotið sig. Én áður en hann framkvæmdi hið síð- asttalda hafði hann, af einhverri ástæðu, snúið stólnum þannig, að hann sneri hliðinni að skrifborð- inu. Hvers vegna? Einhver ástæða hlýtur að vera til þess. Það tók að renna upp fyrir mér Ijós, þegar ég fann ofurlitla flís úr spegli hanga fasta við fótinn á þungri eir- styttu ... „Ég spurði sjálfan mig, hvernig flís úr brotnum spegli gæti verið þangað komin? — og svarið kom af sjálfu sér. Spegillinn hafði verið brotinn, ekki af byssukúlu, heldur af höggi með þungri eirstyttu. Þessi spegill hafði verið brotinn með vilja. „En hvers vegna? Ég gekk aftur að skrifborðinu. Já, nú sá ég það. Enginn sjálfsmorðingi mundi snúa stólnum, halla sér út yfir bríkina og skjóta sig síðan. Þessu hafði öllu verið þannig fyrirkomið á eftir, til þess að það líktist sjálfsmorði. Það var tilbúið! „Og nú kem ég að mjög mikilvægu atriði. Framburði ungfrú Cardwell. Ungfrú Cardwell sagði, að hún hefði hraðað sér niður í gærkvöldi af því að hún hélt, að búið væri að hringja í annað sinn. Það er að segja, hún hélt sig hafa heyrt fyrri hringing- una. „Og takið nú eftir. Ef hr. Gervase hefði setið við skrifborðið, þegar hann var skotinn, hvert hefði kúlan þá farið? Þá hefði hún farið beina leið í gegnum dyrnar, ef þær voru opnar og að lokum lent í bjöllunni! „Þið sjáið nú, hve mikilvægur framburður ungfrú Cardwell var. Enginn annar hafði heyrt þessa fyrri hringingu, en herbergi hennar er beint fyrir ofan þetta, og hún hafði því bezta aðstöðu til þess að heyra hana. Minnizt þess að hún var aðeins einn einasti tónn. „Það gat alls ekki komið til greina, að hr. Gervase hefði skotið sig sjálf- ur. Dauður maður getur ekki risið á fætur, lokað hurðinni, læst henni og komið sér síðan fyrir í hæfilega stellingu! Einhver annar hlaut að vera við það riðinn, og þess vegna var það ekki sjálfsmorð, heldur morð. Einhver, sem átti greiðan að- gang að hr. Gervase, stóð við hlið hans og ræddi við hann. Ef til vill var hr. Gervase í óða önn að skrifa. Morðinginn heldur byssunni að höfði hans, hægra megin, og hleyp- ir af. Verknaðinum er lokið! Nú fljótt til starfa! Morðinginn setur upp hanzka. Dyrunum er læst, lykl- inum stungið í vasa hr. Gervase. En ef svo skyldi nú hafa farið, að einhver hefði heyrt í bjöllunni? Þá mundi sjást af því, að dyrnar hefðu verið opnar, en ekki lokaðar, þegar skotinu var hleypt af. Þess vegna var stólnum snúið, líkið lagfært, fingrum hins dána þrýst á byssuna og spegillinn brotinn viljandi. Því næst fer morðinginn út um glugg- ann, slær á hann svo að hann læsist, stígur ekki út á grasið, heldur út í blómabeðið, því að þar má afmá fótsporin á eftir, gengur síðan fyrir húshornið og inn um dagstofuglugg- ann.“ Hann þagnaði snöggvast og bætti svo við: „Það var aðeins ein pcrsóna, sem var úti í garðinum, þegar skotinu var hleypt af. Og sú sama persóna skildi eftir fótspor sín í blómabeff- inu og fingraför sín utan á glugg- anum.“ Hann gekk að Rut. „Og ástæðan til morðsins var til, var ekki svo? Faðir yðar hafði kom- izt að því, að þér. höfðuð gifzt á laun. Hann hafði í hyggju að svipta yður arfi.“ „Þetta eru ósannindi!11 Rut talaði skýrum rómi og hæðnislegum. „Það er ekki eitt orð satt í sögu yðar. Þetta eru ósannindi frá upphafi til enda!“ „Líkurnar gegn yður eru mjög sterkar, frú. Það kann að vera, að kviðdómurinn trúi yður. En það getur líka verið, að hann geri það ekki!“ „Hún mun ekki þurfa að standa frammi fyrir kviðdómi." Fólkið sneri sér við, furðu lostið. Ungfrú Lingard var staðin upp. Það var orðin mikil breyting á and- liti Jhennar. Hún titraði öll. „Ég skaut hann. Ég meðgeng það! Ég hafði mínar ástæður. Ég — ég hef beðið nú um skeið. Hr. Poirot hefur alveg rétt fyrir sér. Ég fór á eftir honum hingað. Ég hafði tekið skammbyssuna úr skúffunni fyrir nokkru síðan. Ég stóð hjá honum og var að tala um bókina — og svo skaut ég hann. Það var rétt eftir klukkan átta. Kúlan hitti bjölluna. Mér hafði alls ekki komið til hugar, að hún gæti farjð svona þvert í gegnum höfuðið. Ég hafði ekki tíma til að fara út og leita að henni. Ég læsti dyrunum og stakk lykl- inum í vasa hans. Því næst sneri ég stólnum, braut spegilinn og eftir að hafa krotað ,Afsakið‘ á pappírs- blað, fór ég út um gluggann og lokaði honum á þann hátt, sem hr. Poirot sýndi ykkur. Ég steig út í blómabeðið, og afmáði fótsporin með lítilli hrífu, sem ég hafði haft til taks þar. Síðan gekk ég með húsinu og inn um dagstofugluggann. Ég hafði skilið gluggann eftir op- inn. Ég vissi ekki að Rut hefði far- ið út um hann. Hún hlýtur að hafa farið með framhlið hússins, en ég fór hins vegar með bakhliðinni. Ég þurfti sem sé að koma hrífunni einhvers staðar inn í geymslu. Ég beið í dagstofunni, þangað til ég heyrði einhvern koma niður og Snell fara til að hringja, og þá —“ Hún leit á Poirot. „Þér vitið ekki, hvað ég gerði þá?“ „Jú, ég veit það. Ég fann pokann í pappírskörfunni. Það var mjög sniðug hugmynd hjá yður. Þér gerð- uð eins og börnum þykir svo gam- an að. Þér blésuð út pokann og sprengduð hann svo. Það orsakaði nægilegan hvell. Þér fleygðuð pok- anum í bréfakörfuna og hröðuðuð yður fram í forsalinn. Þér höfðuð ákvarðað tímann, þegar sjálfsmorðið var framið — og útvegað yður sjálfri fjarvistarsönnun. Þér höfðuð ekki tíma til að leita að kúlunni. Hún hlaut að vera einhvers staðar ná- lægt bjöllunni. Það var áríðandi, að kúlan fyndist inni í skrifstofunni, einhvers staðar nærri speglinum. Ég veit ekki, hvenær yður datt í hug, að taka blýant Burys of- ursta •—“ „Það var einmitt þá,“ sagði ung- (frú Lingard, „þegar við gengum inn |úr forsalnum. Ég varð hissa að sjá Rut í dagstofunni. Ég þóttist vita, að hún hlyti að hafa komið úr garð- inum inn um gluggann. Þá tók ég eftir blýanti Burys ofursta, sem lá á spilaborðinu. Satt að segja hélt ég, að enginn hefði séð mig taka upp kúluna. Ég lét hana falla hjá spegl- inum, á meðan þér voruð að at- huga líkið. Þegar þér fóruð að minn- ast á þetta atriði við mig, var ég því mjög fegin, að mér hafði dottið blýanturinn í hug.“ „Já, það var hyggilegt. Það ruglaði mig alveg í ríminu.“ „Ég óttaðist, að einhver mundi heyra hið raunverulega byssuskot, en ég vissi, að allir voru að hafa fataskipti fyrir miðdegisverðinn, og voru inni í sínum herbergjum lok- uðum. Þjónustufólkið var í sínum hluta hússins. Ungfrú Cardwell var sú eina, sem líklegt var að heyrði það, og sennilegast var, að hún teldi það vera bakslag í bíl. En það, sem hún heyrði, var í bjöllunni. Ég hélt — ég hélt, að allt hefði gengið mis- fellulaust ■—“ Hr. Forbes mælti á sinn gagnorða hátt: „Þetta er stórfurðuleg saga. Það virðist ekki vera nein ástæða —“ „Það var ástæða —,“ sagði ungfrú Lingard með áherzlu. Svo bætti hún við harðneskju- lega: „Áfram með ykkur, hringið á lög- regluna! Eftir hverju eruð þið að bíða?“ Poirot sagði vingjarnlega: „Viljið þið öll gera svo vel að fara út úr herberginu. Hr. Forbes, viljið þér hringja á Riddle majór. Ég ætla að vera hér þangað til hann kemur.“ Fjölskyldan tíndist hægt út úr herberginu, einn og einn í senn. Rugluð, skilningssljó, furðu lostin, renndu ásakandi augum til snotru, hnarreistu konunnar með sína vel hirtu gráu lokka. Rut gekk síðust út. Hún stóð um stund hikandi í dyragættinni. „Ég skil þetta ekki,“ sagði hún í reiðilegum, þrjózkufullum ásökun- VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.