Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 45
en ég er viss um að ég get fengið hann fyrir eitthvað minna. Hefurðu nokkuð á móti að ég kaupi hann?“ „Ekki fyrst þig langar svo mikið til . ..“ Pearl ræskti sig í Lundúnum. „En þá verðurðu að senda mér fimm hundruð dollara ...“ sagði hún eftir nokkra þögn. „Þú setur mig á hausinn,“ sagði Frank. „Ég ramba á barmi gjald- þrotsins ... hef ekki selt eina ein- ustu appelsínu ...“ En hann sagði það þannig, að enginn gat verið í vafa um að hann gerði að gamni sínu, og hann vissi að Pearl mundi brosa yfir í Lundún- um. Síðan ráðlagði hann henni ým- islegt í sambandi við farangurinn og farmiðana. „Berangeria" lét í haf frá Southampton á sunnudagsmorg- un; hann kæmi um borð í Cherbourg um kvöldið og Pearl kveinaði og kvartaði 'dir því, að hún skyldi verða tilneydd að komast um borð með sjálfa sig og hundinn án karl- mannsaðstoðar. Frank hló, hrópaði nokkur örvandi hrósyrði í talnem- ann og sleit síðan samtalinu. Pearl fór allra sinna ferða á hverju sem gekk, svo að hann þurfti ekki neinu að kvíða hennar vegna. Símastúlkan tilkynnti Frank að hann hefði talað fyrir 246 franka, og hann taldi þrjú hundruð franka úr veskinu sínu og skaut þeim undir vasann með fjól- unum. Marion var hin ástúðlegasta. „Þú mátt ekki álíta að mér sé nokk- ur ami í að þú ert kvæntur," sagði hún. „Ég þekki lífið . . Marion þekkti lífið, og hún talaði ensku, hafði lært það af einhverjum fyrri kunningja sínum. Það var enn einn kostur, sem hún var búin, að hún hafði gott vit á verzlun og við- skiptum. Hún hafði alls staðar sín sambönd. „Hvað fæ ég af ágóðanum, ef ég kenni þér ráð til að koma þessum viðskiptum í gang?“ spurði hún, þegar þau voru setzt að kvöld- verðinum. „Tíu af hundraði," svaraði Frank. „Þú skalt múta skrifstofustjóran- um ...“ „Hvernig og með hvað miklu fé?“ „Ég mundi stinga upp á hundrað þúsund frönkum og einhverri verð- mætri gjöf. En þú verður að fara þannig að, að hann geti verið þekkt- ur fyrir að þiggja — sendu honum sígarettuveski og legðu seðlana inn- an í það. Svo verðurðu að bjóða honum að snæða með þér kvöldverð, ásamt ástmey sinni og senda eigin- konu hans blóm ■— nei, hafðu það á hinn veginn, bjóddu honum og eiginkonu hans að snæða með þér kvöldverð, en sendu ástmey hans blómin. Maður á að koma fram við heiðvirðar konur eins og þær væru léttúðardrósir og léttúðardrósir eins og maður héldi þær heiðvirðar kon- ur . .. það kitlar hégómagirni beggja. Ráð Marion voru raunhæf og skynsamleg, eins og ráð kvenna eru jafnan, þegar þær gera sér ekki lengur neinar tálvonir. Þegar kvöld- verðinum var lokið, fóru þau sam- an í leikhús, og Frank spurði sjálf- an sig undrandi hvernig á því gæti staðið að hann felldi sig ekki við neitt og því síður að hann hefði minnstu skemmtun af neinu. Bíll- inn var óþrifalegur, og Marion reifst við bílstjórann, sem ók krókaleiðir í þeirri von að hann gæti haft fé af Bandaríkjamanninum. Leikritið var með afbrigðum lélegt, þessi 'nargtuggna þvæla um eiginmann- inn, eiginkonuna og elskhugann; hann barðist við svefninn og óskaði þess af heilum hug að hann væri lagztur í rekkju heima í gistihúsinu. Eftir leiksýninguna, þegar þau sátu í dýru veitingahúsi og nokkrir af kunningjum Marion höfðu slegizt í hóp með þeim, gerðist það allt í einu, að hugsunin um Evelyn gagn- tók hann svo að það olli honum hugarkvöl. Hann hafði að vísu tví- vegis hugsað til hennar áður þá um daginn, en aðeins lauslega. Nú sá hann hana skyndilega fyrir hug- skotssjónum sínum svo skýrt, að það nálgaðist líkamlega snertingu — heyrði andardrátt hennar í myrkrinu í baðhúsinu og hugsaði með sér: Ég hringi til hennar. Hann var svo ákveðinn í þessum ásetn- ingi sínum að hann reis á fætur, en áttaði sig; það var komið fram yfir miðnætti og eins og hvert annað brjálæði að fara að hringja núna. Marion starði á hann furðu lostin, hann var orðinn fölur undir kali- forniska sólbrunanum. Hún reis á fætur, kvaddi hópinn í skyndi og andartaki síðar voru þau komin inn í leigubíl. Enn var farið að rigna. Frank vissi ekki lengur sjálfur hvað hann vildi, nemá það, að hann vildi ekki leggjast hjá Marion aft- ur, og bað bílstjórann að bíða, þeg- ar þau námu staðar úti fyrir húsi hennar. En hún tók af honum ráð- in og sendi bílstjórann á brott — sem hlýddi henni, þar sem hann vildi ekki hafa af henni væntanleg viðskipti. Framhald í næsta blaði. KJOLAR . rrh. af bls. 19 þræðið saman, saumið og pressið út saumana. Saumið nú kjólinn saman, fyrst snið-, axlar- og hliðar- sauma og pressið frá röngu. Nælið, þræðið, mátið og saumið barm- og handvegsfóðrin við kjólinn. Klipp- ið örlítið upp í saumana, pressið þá út, þræðið saumförin við fóðrin og stingið tæpt í brún fóðurmegin við saumana. Brjótið síðan, svo saum- urinn komi nákvæmlega í brún, þræðið og pressið. Gangið frá fald- inum að neðan, og pressið lauslega yfir kjólinn. Töfraveski . Frh. af bls; 37. Þeir eru krosslagðir — og endarnir við hægri brún, límdir undir spjald- ið, en endunum vinstra megin smeygt niður á milli spjaldanna A og B — og límdir við spjald A. Þeg- ar límið hefur þornað, kemur að því spennandi augnabliki að prófa töframátt veskisins. Leggið mynd, eða peningaseðil undir láréttu bendlana. Lokið svo veskinu og opn- ið það — hins vegar. Og sjá! Nú liggur. peningurinn undir kross- lögðu böndunum. — Ef ykkur lang- ar til að gera reglulega fínt veski, þá klæðið fyrst bæði spjöldin öðru megin, með fallegum pappír — áður en þið leggið bendlana á. Munið, að gera ráð fyrir innafbroti allt í kring. Og þegar þið límið pappírinn bak við, þá klippið þríhyrning af honum, við öll hornin svo að innaf- brotið þar verði snyrtilegra. Þegar búið er að líma bendlana á sinn stað, er pappír, 8x13 cm límdur á spjöldin að utanverðu. Næsta dag, getið þið stungið vesk- inu í vasann — og sýnt skólasyst- kinum ykkar töframátt þess. Konungur kvennabúrsins. Framhald af bls. 29. vera góðar. Ef að sá grunur og efa- serndir, sem Atkinson hafði tekizt að læða í huga kviðdómenda með fullyrðingu sinni, um að Bernice hefði ekki verið að læða í huga kviðdómenda með fullyrðingu sinni, um að Bernice hefðieklciver- ið óspjölluð við komuna á Hamlin Avcnue, og sem liafði nú styrkzt og margfaldast við yfirlýsingu Bickle- hjónanna, næði að festa rætur, mundi prinsinn ganga héðan út sem frjáis maður og taka vi^ völd- um innan safnaðar ísraelsmanna. Allar ráðagerðir ,Bens væru þá dauðadæmdar og allt erfiði hans til einskis. Hann varð að finna þessa játn- ingu. 6. kafli. Næsta dag var fyrsta vitnið aft- ur ung stúlka. Það var Emma Butler, sem verjandinn hafði óskað eftir i vitnastúkuna. „Hve lengi hafið þér átt heima að Hamlin Avenue þrjátíu og sjö?“ spurði Atkinson. „f nokkra mánuði." „Hafið þér nokkurn tíma séð eða lieyrt um ósæmilegt framferði ákærða, Michael Mills?“ „Nei,“ sór stúlkan. „Aldrei." „Það hefur verið horið liér, að ákærði liafi haldið fund skömmu fyrir handtöku sína og skipað þar stúlkunum að gefa lögreglunni fals- ar upplýsingar. Viljið þér segja okkur eitthvað um það?“ „Það var enginn slíkur fundur lialdinn.“ Þrátt fyrir ítrekaðar spurningar tókst saksóknara ekki að breyta framburði stúlkunnar. Atkinson kallaði nú á tvö önnur vitni, Jeseph Dickinson og Hobart Gray. Báðir kváðust hafa þekkt Mills i mörg ár. Þeir lýstu lionum sem heiðarlegum, einlægum, trúuð- um og hreinlífum manni, og sögð- ust aldrei liafa héyrt ósæmileg orð af hans vörum. Það bezta, sem Oscar Springer gat gert úr þessum vitnisburði, var að fá þá til að játa, að þeir hefðu ekki hitt eða talað við Mike Mills síðan hann gekk i ísraelssöfnuð- inn. Síðan kornu þrjú önnur vitni, allir siðskeggjaðir safnaðarmeðlim- ir. Allir sóru þeir, að prins Michael væri dýrlingur. Saksóknarinn gat ekki hrakið framburð þeirra, en hann átti auðvelt með að sýna kviðdómnum fram á, að þeir væru blindaðir af ofstæki. Siðaasta vitnið var maður að nafni Flavius Brooke. Undir ákveð- inni handleiðslu Atkinson skýrði hann frá borgarafundinum, sem haldnir höfðu verið og las upp úr nokkrum greinum úr Detroitblöð- unum, greinum með fyrirsögnum á þessa leið: SKEPNULEG TRÚAR- BRÖGÐ, DJÖFULL í MANNSMYND eða HINN SÍÐSKEGGJAÐI PRINS MYRKURSINS. Hann sagði, að safnað hefði verið peningum handa stúlkunum hvað eftir annað. Oscar Springer gat upplýst það, að peningarnir, sem söfnuðust voru ekki meiri en það, að þeir rétt nægðu sem vasapeningar handa stúlkunum, að Bernice Bickle hafði til dæmis aðeins fengið u. þ. b. Það eru aðeins DAGAR þar til útsalan hefst ULLARVÖRU- VERZLUNIN Laugavegi 1/5 Sími 13061 VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.