Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 26
Heldurðu ekki, að við
séum komnir full hátt?
T. v.: Gunnar Frederiksen með húddið, og Skúli Magnússon húddlaus — kortið á milli þeirra. T. h.: Húddið.
GuIIfaxi tók viðbragð og hentist norður eftir flugbrautinni á ReeykjavíkurflugvelM. Allt í einu snarhægði yzti hreyfill til hægri á
sér og vélin beygði aðeins af leið. Ég sá ekki betur, en hún tæki stefnuna beint á gamla flugturninn og byggingarnar þar í kring, en í
sömu andrá rétti flugmaðurinn hana af, og glitrandi ljósin í Reykjavík fjarlægðust. Skrúfublöðin á fjórða hreyfli kröfsuðu letiliega í
kvöldhimininn, en hinir þrír hreyflamir öskruðu og rifu vélina áfram gegnum andrúmsloftið.
Ónei ekki var það bilun. Þetta var æfingaflug, og við vorum aðeins fjórir í vélinni. Skúli Magnússon og Gunnar Frederiksen, flug-
menn ’og ljósmyndari og blaðamaður Vikunnar. Það var ekki verið að kenna neitt, heldur var Skúli að láta Gunnar rifja upp ýmis
atriði’í sambandi við hitt og þetta, sem getur komið óvenjulegt fyrir á flugi. Þess er vert að geta, að Gunnar hefur flogið í 17 ár fynr
Flugfélag íslands, og flugleið hans samanlögð er nú orðin hátt á sjöundu milljón kílómetra. En það er svo sjaldan, að nokkuð ber við
fram yfir það venjulega, að öryggisins vegna er hver flugmaður latinn rifja upp tvisvar á ári, hvað gera skai undir hinum ovanalegu
kringumstæðum.
Það var ekki að sjá á Gunnari, að hann væri nú að rifja upp viðbrögð við því, sem sjaldan hendir. Hann var eins rólegur við alla
sína mæla stengur, hjól og takka, og hann sæti heima í stofu og væri að stella við pípuna sína, ef hann þá reykir pípu. Það var
Skúli, sem gaf fyrirmælin, hagaði sér eins og illur andi, drepandi á hreyflum og fiktandi í einu og öðru, en Gunnar tók þessu fikti
eins og sjálfsögðum hlut, svo farþegarnir aftur í vélinni — sem að þessu sinni var tóm — hefðu lítið orðið varir við káfið í Skúla
þarna frammi í.
Þess vegna er gæsin gripin, þegar vélin er ekki í vinnu, og farnar æfingaferðir með flugmennina og Skúli fiktar í tækjunum hjá þeim
Vinstra megin er Geir Garðarsson í
Linktækinu, en til hliðar við hann er
kennari hans, Júlíus B. Jóhannesson.
26 VIKAN