Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 19
KJOLAR Þessir fallegu kjólar eru saumaðir eftir með- fylgjandi sniði. Annar er fleginn yfir bak og brjóst, en hinn yfir aðra öxlina. Stærðin er áætluð 42—44. í kjólinn þarf um 2,40 m af 90 cm breiðu efni. Af fóðri þarf um 2 m, sé kjóllinn fóðraður. Veljið annan kjólinn, og búið til sniðið eftir meðfylgjandi málum, teiknið mjög nákvæmt og klippið út. Stærra stykkið er framstykkið, en það minna afturstykki. Mátið sniðin. Leggið sniðin á röngu efnisins, þannig að það nýt- ist sem bezt. Ath. að efnið liggi þráðrétt við miðj- ur fram- og afturstykkisins. Nælið sniðin föst og krítið 3ja cm breitt saum- far á hliðar, — 1 cm í handvegi, — 2 cm á axlir, — 1 cm í hálsmál (ágætt að sníða úr hálsmálinu eftir mátun) — 6 cm í fald að neðan. Sníðið ná- kvæmlega í merkt saumför með góðum skærum. Lykkjuþræðið í kring um sniðin, til þess að stykkin verði eins báðum megin, og merkið fyrir miðjum. Klippið á lykkjuþræðinguna milli stykkj- ana, mælið upp sniðsauma og þræðið. Nælið kjól- inn saman, og þræðið með þéttri þræðingu. Mátið og gerið nauðsynlegustu breytingar. (Ath. að breytingar séu gerðar nákvæmlega eins báðum megin). Búið til snið af barm- og handvegsfóðrum, Framhald á bls. 44.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.