Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 14
/ MÁLVERKAÞJÓFARNIR • • miklum hraða, að kastaníubrúnt hárið stóð beint aftur í vindinum, og þegar ofurstinn leit á litla, sérkennilega andlitið hennar, sá hann, að hún var náföl og móleit augun full af skelf- ingu. „Ó, Roquebrun ofursti," sagði hún með and- kofum og fór svo allt í einu að gráta. „Svona, svona, elsku Sarah mín,“ sagði of- urstinn huggandi, tók um axlir hennar og leiddi hana inn í búðina. Þau voru gamlir vinir, þó að hún væri ekki nema tæplega tvítug. Loks hætti hún að gráta, leit upp og sagði: „Er þetta ekki asnalegt af mér?“ „Innbrot tekur alltaf á taugarnar,“ svaraði ofurstinn. Hún leit á æsifregnina í blaðinu og sagði í hálfum hljóðum: „Þeir stálu myndunum hans: pabba.“ Ofurstinn kinkaði kolli. „Ég var einmitt að^ velta því fyrir mér, hverjir þeir væru.“ Hann beindi ekki orðum sínum til hennar og undraðist því svarið. „Ég veit það ekki ... eitthvert fólk! Hver sem er, býst ég við.“ Sarah leit á hann örvænt- ingaraugum og hvíslaði: „Ég er svo hrædd. E£ þetta er nú allt mín sök?“ „Þín sök? Góða Sarah mín!“ En nú virtist hún full af undanbrögðum og efasemdum. „Þetta er fráleitt,“ sagði hún. „Ég er viss um, að þeir hafa á réttu að standa. Það hlýtur að vera, er það ekki?“ Ofurstinn svaraði engu, því að hann hafðii ekki hugmynd um, við hvað hún átti, og hún hélt áfram: „Ég rtieina, þetta er ástæðan fyrir því, að ég kom. Þér þekkið alla — eða vitið að minnsta kosti allt um alla, ekki satt?“ Iíúrn lauk máli sínu með ákefð, eins og þetta leysti öll hennar vandamál. „Ja, stundum," svaraði ofurstinn varfæmis- lega. „Hverjir eru þessir vinir, sem þú hefur svona miklar áhyggjur af?“ „Ég skammast mín svo fyrir fíflaskapinn,“ sagði Sarah. „Sjáið þér til, Diana hefur búið hjá mér að undanförnu, en pabbi er í New York. Ég hringdi til hans, og hann kemur á morgun..“ „Hver er Diana?‘b „Ó, Diana er ágæt. Hún er ensk. Diana Finley heitir hún. Pabbi hennar á bómullarverksmiðju. Pabbi hefur viðskipti við hann. Hún á kærasta.“ Ofurstinn þagði, og Sarah hélt áfram full- hratt: „Hann er indæll og veit heilmargt. Diana er brjáluð eftir Kip.“ „Hvaða Kip?“ „Kip Trenchley. Hann er ægilega sætur við Diönu.“ Nú tók eitthvað að bærast f heilabúi ofurst- ans, sem var heilt forðabúr af nöfnum, stöðum og fólki. Hann hafði alltaf álitið sig hálfgerðan meðlim brezku þjóðarirtnar, frá því að þakklát ríkisstjórnin veitti hortum heiðursmerki brezka keisaradæmisins, og; því lesið enskij. blöðin sam- vizkusamlega æ síðan. Nafnið KIp Trenchley vakti einhverjar minningar, sem hann gat ekki áttað sig á í bili, nema hvað hann vissi, að þær voru heldur hvimleiðar. „Já,“ sagði hann, „og hinir?“ Sarah deplaði augunum, eins og hún væri farin að óska þess að hafa ekki komið, og svar- aði hikandi: „Ja, við erum eiginlega átta tals- ins, tvær stúlkur í viðbót og svo mennirnir fjórir. Við höfum farið um allt saman. Stúlk- urnar — Nicole og Elena — eru ágætar ... held ég. Ég meina, Harry segir, að þær komi báðar frá góðum, frönskum heimilum." „Harry?“ sagði ofurstinn, líkt og hann væri að negla hann með prjóni á spjald. Aftur fylltist rödd Söruh efasemdum, og hún sagði eins og lítil telpa: „Harry er sá, sem ég er hrifin af. Hann er — ja, einhvern veginn töfrandi." Ofurstinn kinkaði kolli, en gerði engar at- hugasemdir. „Svo er það Marcel Dufour, sem á veitinga- húsið Bláa hellinn," hélt Sarah áfram. „Allir vita, að hann er prýðismaður. Mér finnst hann jafnvel svolítið dýrlingslegur. Hann er gamall vinur Kips.“ Ofurstanum brá í brún, en lét ekki á neinu bera. Hann þekkti nefnilega Marcel Dufour og vissi, að hann var allt annað en „prýðismaður". Sem eigandi hins velsótta veitingahúss, Bláa hellisins, rétt fyrir utan Theoul, þar sem skemmtanasjúkt fólk af öllum þjóðernum kom saman, gat hann brugðið yfir sig blæju virðu- legs sómamanns. Snjóhvítt hárið og grannleitt, sólbrúnt andlitið, er minnti á indverskan fag- urkera, huldi illt innræti. „Og Andrea greifi,“ bætti Sarah við. „Paolo Andrea. Hann er vinur Harrys.“ „Ójá,“ rumdi ofurstinn. „Hvaða Harrys?“ Roðinn á andliti Söruh kom upp um vandræði hennar, og það lá við, að hún færi aftur að hvísla. „Er það ekki ótrúlega kjánalegt? Ég veit það ekki. Hann er ... ja, bara Harry.“ Svo hélt hún áfram óðamála eins og til að styrkja sjálfa sig í trúnni: „Hann er Banda- ríkjamaður. Óskaplega sætur og hefur verið alls staðar. Allir þekkja hann.“ Ofurstinn hafði sínar hugmyndir um, hverjir þessir „allir“ væru, en lét sér nægja að spyrja: „Við hvað ertu þá hrædd?“ Bein spurningin breytti Söruh úr óákveðnu, litlu fiðrildi í eitthvað, sem líktist meira dóttur Joels Howard. Hún hugsaði sig um og reyndi að ná valdi á tilfinningum sínum. Loks sagði hún; píreyg af hugareinbeitingu: „Ég veit ekki, hvað skal segja, ég gæti ekki skrifað það á blað, þó að ég fegin vildi, og ég á erfitt með að lýsa því. Ég vissi aldrei til þess, að ég fyndi það áður, en í gær, þegar húsið fylltist af lög- regluþjónum og ég sá þessar hræðilegu eyður á veggjunum eftir málverkin •—- og lögreglu- mennirnir fóru að spyrja mig alls kyns spum- inga um, hvar ég hefði verið um kvöldið, og hverjir vinir mínir væru ... ja, þá fann ég það.“ „Fannst hvað?“ Sarah deplaði augunum aftur, líkt og hún horfði í skært ljós. „Nú, þeir fjórir," sagði hún. „Marcel, Kip, Paolo og Harry. Ég tel ekki stelpurnar, — Nicole og Elenu, meina ég — þær eru of heimskar. Skiljið þér ekki, hvernig það er, þegar búið er að stela einhverju og lögreglan fer að spyrja spurninga — þá sér maður hlutina í nýju ljósi.“ „Jú, það skil ég vel,“ svaraði ofurstinn. „Það, sem ég á við, er þetta,“ sagði Sarah: „Andrea greifi er ósköp elskulegur, en hann gæti líka verið hræðilegur undir niðri, haldið þér það ekki?“ „Sannarlega," svaraði ofurstinn og hryllti við, þó að hann léti það ekki sjást. Bara orðið „greifi" var tortryggilegt á Rivierunni. Svo spurði hann: „Hvað um Harry? Harry og þig?“ Sarah svaraði tafarlaust og svolítið óðamála: „Ó, ekkert hefur gerzt.“ Síðan bætti hún við: „Ég er voða hrifin af honum, þó að ég sé stund- t um dálítið óróleg út af honum, en ekkert hefur komið fyrir ... en þér skiljið, að eitthvað gæti komið fyrir.“ Ofurstinn virti ungu stúlkuna fyrir sér, al- r varlegur í bragði, og spurði: „Og segðu mér nú, hvað það er, sem þú vilt, að ég geri, Sarah?“ Safah spennti greipar í ákefð sinni. „Viljið þér ekki koma og sjá þá sjálfur, ofursti? Við ætlum að borða saman kvöldverð í Félags- klúbbnum í Cannes. Þér gætuð komið og setið einhvers staðar og horft á. Þér vitið svo mikið um alla. Þér gætuð kannski sagt mér, hvort ég er bara kjáni og barnaleg eða .. .“ það fór hrollur um hana, „eða hvort það er rétt af mér að vera hrædd.“ „Gott og vel,“ sagði ofurstinn. „Ég skal koma. Auðvitað berð þú ekki kennsl á mig.“ Sarah kinkaði kröftuglega kolli og sagði: „Ó, þakka yður kærlega fyrir. Svona mál gæti ég aldrei talað um við pabba.“ Ofurstinn fylgdi henni til dyra og horfði á eftir henni, meðan hún gekk að bílnum. En á miðri leið staðnæmdist hún og leit á hann :í óvissu. „Það er eitt,“ hrópaði hún: „það asnalegasta og fráleitasta af öllu er það, að þeir geta alls ekki hafa gert þetta. Við vorum öll saman um kvöldið, og Harry fór ekki fyrr en kl. 5 um morguninn. — En ég fullvissa yður um, að ekkert gerðist," bætti hún við hálfeymdarlega, eins og hún byggist við að verða rengd. „Við dönsuðum bara og kysstumst pínulítið. En hann getur ekki hafa gert það — enda var orðið bjart. Og þó ...“ Þau stóðu um stund og horfðust í augu. Fjar- vistarsönnunin titraði eins og tíbrá í loftinu milli þeirra. Ofurstanum hitnaði um hjartaræt- urnar, þegar hann heyrði óttann og angistina í fullyrðingu stúlkunnar, að ekkert hefði gerzt. En það gæti gerzt einn góðan veðurdag. Að þessu léku þeir sér, Harryarnir, sem reikuðu um Rivieruna að leita sér að bráð. Þeir voru harðlyndir og samvizkulausir, en ungu stúlk- urnar veikar fyrir, heimskar og gráðugar. „Ég skil,“ sagði hann aðeins. Hann leit í átt- ina til dagblaðsins og spurði: „Er það satt, að blái Renoirinn hafi átt að fara á listasafnið?" „Já,“ svaraði Sarah. „Hann átti að fara í dag. Það er verið að opna sýningu þar núna. Svo átti að senda hann til Louvre. Af hverju spyrj- ið þér?“ Ofurstinn svaraði engu. Hann hugsaði með Framhald á bls. 40. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.