Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 20
EGGJASÚPA. 2 1. vatn, kanill, sítrónubörkur, 60 gr kartöflumjöl, 2—4 egg, 150 gr sykur, 1 dl sherry,.l dl rabarbarasaft eða saft úr 1—2 sítrónum. Vatnið soðið nokkra stund með kanel og' sítrónuberki og jafnað upp með kartöflumjöli, sem hefur verið hrært út með köldu vatni. Egg og sykur hrært þar til það er hvítt og freyðandi, síðan er heitri súpunni hellt yfir og hrært eða þeytt vel í á meðan. I súpuna er gott að setja sherry og rabarbarasaft, hvítvín eða sítrónusafa. Litlar tvíbökur bornar með. HVÍT SAGOSÚPA. 125 gr sagógrjón, 2 1. vatn, sítrónubörkur, kanilstöng, 75 gr rús- ínur, 2—4 eggjarauður eða heil egg, u. þ. b. 150 gr sykur, 1 dl sherry og 2 dl rabarbarasaft eða saft úr 1—2 sítrónum. Þegar vatnið sýður er sítrónubörkurinn, kanilstöngin, rúsínurnar og sagógrjónin sett út í og hrært vel í þar til suðan kemur upp. Látið sjóða þar til grjónin eru gegnsæ og hrært oft í á meðan. Egg og sykur þeytt mjög vel saman í súpuskál, eða þar til það er hvítt og freyðandi, þá er súpunni hellt yfir og hrært vel í á meðan. Bragð- bætt með sherry og saft. RAUÐ SAGÓSÚPA. 125 gr sykur, 2 1. vatn, kanilstöng, sítrónubörkur, sultutau, ca. 100 gr sykur, saft úr kirsiberjum, plómum, hindberjum, jarðar- berjum og rabarbara, allri blandað saman eða ein eða fleiri teg- undir. Hún þarf að vera vel rauð. Líka má sjóða eitthvað af heilum ávöxtum í súpunni, en annars er hún búin til á sama hátt og hvít sagósúpa. HRÍSGRJÓNASÚPA. 125 gr hrísgrjón, sultutau eða 250 gr epli, 125 gr sveskjur, 2—3 dl saft. Hrísgrjónasúpan er búin til á sama hátt og bygggrjónasúpan og soðin í u. b. b. klukkutíma. APPELSÍNUSÚPA. 50 gr smjör eða smjörlíki, 75 gr hveiti, 2 1. vatn, 2—3 egg, u. þ. b. 150 gr sykur, safi úr 5—6 appelsínum og einni sítrónu. Smjörið bakað upp með hveitinu og hrært út með sjóðandi vatninu. Rifinn appelsínubörk má setja saman við. Það þarf ekki nauðsyn- lega að baka súpuna upp, það má líka hræra hveitið með svolitlu af vatninu og bæta því í sjóðandi vatnið, helmingnum af smjörinu bætt í. Egg og sykur er hrært vel saman og súpunni hellt yfir, síðast er appelsínu- og sítrónusafinn settur í. SÍTRÓNUSÚPA. 50 gr smjör eða smjörlíki, 75 gr hveiti, 2 1. vatn, 2—3 egg, 150 gr sykur, 2—3 sítrónur. Búin til á sama hátt og appelsínusúpan. BYGGGRJÓNASÚPA. 125 gr fín bygggrjón, 2 1. vatn, sítrónubörkur, 250 gr epli, 125 gr sveskjur eða plómur, ca. 50 gr sykur, saft. Þegar vatnið sýður, eru grjónin og sítrónubörkurinn sett saman við og hrært í þar til suðan kemur upp, en þá er sett lok yfir pott- inn, svo að ekki safnist börkur ofan á og súpan svo soðin í klukku- tíma við lítinn hita. Saftin er sett í síðast, en í súpunni eru soðnar sveskjurnar o.g flysjuð eplin. Ef saftin er ekki nógu rauð, má setja svolítinn ávaxtalit. HVÍT HAFRASÚPA. 100 gr haframjöl, 2 1. vatn, sítrónubörkur, kanilstöng, ca. 100 gr sykur, 1 dl sherry eða 1 dl rabarbarasaft. Grjónunum stráð yfir sjóðandi vatnið og soðin í 20 mín. með kanil og sítrónuberki. Síðan er súpan síuð og hellt yfir eggin, sem hafa verið hrærð vel með sykrinum. Bragðbætt með sherry eða rabarbarasaft, líka má sjóða súpuna með rabarbaraleggjum, sem Framhald á bls. 51. BRAUÐSÚPA MEÐ ÞEYTTUM RJÓMA. 250 gr rúgbrauð, 2 1. vatn, 60 gr rúsínur, sítrónubörkur, ca. 100 gr sykur, rabarbarasaft eða sultutau, og ef mikið er haft við, sherry. Þurrt rúgbrauð sett í bleyti daginn áður og soðið í sama vatni. Hrært í gegnum gatasigti, líka má hakka það í hakkavélinni, en fæstum finnst borga sig að óhreinka hakkavél fyrir það. Súpan er sett aftur á plötuna og soðin með rúsínunum og sítrónuberkinum. Rabarbarasaft eða sultutau, sykur og ef vill sherry sett saman við eftir smekk. Þeyttur rjómi borinn með og með honum má bera soðin epli skorin í bita eða eitthvert ávaxtamauk, sem er sett út í súpuna um leið.og rjóminn. MJÖL- OG GRJÓNASÚPUR 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.