Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 9
Fljótt á litið virðast stræt- isvagnar ekki ákjósanleg- ur staður til þess að leita sér að konu, en sé maður laginn, þá niá einmitt stofna til kynna og koma ótrúlegustu hlutum til leið- ar í strætisvagni. legar stúlkur út í Nauthólsvík til þess að verða brúnar, en verða bláar úr kulda í staðinn. Þá er upplagt að bjóða þeim í kaffi. FORÐIZT ÞÆR A VINNUSTÖÐUNUM. Á vinnustað kynnast menn gjarnan stúlkum. Er það oft freist- andi að fara eitthvað á fjörurnar við þær. Það eitt skal mönn- um ráðlagt í því máli að gera það ekki, nema að þeir séu alveg vissir um að veruleg alvara sé á þak við það. Það er ekki til verri hlutur, en að vinna með stúlku, sem menn hafa einhvern tíma verið með og svo hætt því. Kvenfólk sem telur að sér hafi verið óvirðing sýnd af karlmanni, er algerlega samvizkulaust í hefnd- inni, ekki sízt ef því finnst að karlmaðurinn hafi misvirt það fyrir samstarfsfólki. Það er mjög góð regla að halda skemmt- unum og s.tarfi, sem mest aðskildum. Ef þið eruð það hátt settir að þið hafið einkaritara, er skynsamlegt að láta hana alveg vera og umgangast annað kvenfólk utan vinnutímans. Ef þið eruð hátt settir, fylgir því venjulega að þið þurfið mikið að vinna. Stúlka, sem er orðin ykkur náin, vinnur aldrei eins vel og leyfir sér meira, en sú sem aðeins er starfsstúlka. Sundlaugar eru að mestu óplægður akur. Flestir karlmenn fara þangað 1 þeim tilgangi einum að synda. Þarna er oft á sumrin fjöldi af fallegum stúlkum, sem ekki hafa annað betra við tímann að gera, en að sleikja sólskinið. Það er ekki talið neitt athugavert við það að setjast við hliðina á stúlku og byrja sjálfur að sleikja sólskinið. Það er þó æskilegt að hafa sjálfur farið á laun út í bakgarðinn í nokkurra klukkutíma sólbað, áður en farið er í slíkan leiðangur. Annars getur maður átt von á því að vera eins og nýþvegin bleyja, við hlið einhverrar stúlku, sem nálgast að vera eins og múlatti á litinn. Þessi litarmunur getur haft mjög óheppileg áhrif á andrúmsloftið. Þá er upplagt að setjast í heita kerið. Þar talast allir við ó- hikað og ekkert talið óviðeigandi að ávarpa nærstatt fólk. Það er rétt að geta þess, að vonlaust er að fara í Sundhöllina. Þar hafa þeir fengið þá fáránlegu hugmynd að aðskilja kynin, meðan á sólbaði stendur. Sundlaug Vesturbæjar er tvímælalaust bezta sundlaugin. ÞÆR SEM BLÁNA 1 NAUTHÓLSVÍK. Nauthólsvíkin er eini vísirinn af baðstað sem til er á íslandi. Þar sem sóldýrkun virð- ist vera að verða almenn trúarbrögð hjá ungum stúlkum og sú þykir fallegust (í augum kvenna að minnsta kosti), sem er brúnust, hópast þær suður eftir hvenær sem sér til sólar, að sumrinu. Tilgangurinn er að verða brúnar, en svo er veðráttu okkar háttað, að þær geta allt eins orðið bláar úr kulda, enda yfirleitt eins lítið klæddar og velsæmið leyfir. Ekki er ráðlegt fyrir menn að fara að sýna neinn hetjuskap, svo sem að synda í sjónum. Það getur endað með því að menn komi skjálfandi af kulda upp úr, og í versta tilfelli með drukknun. Það er miklu skemmti- legra að ganga um og horfa á stúlkurnar og jafnvel að tala við einhverjar þeirra. Þó er rétt að fara varlega að þeim. Stúlkur vilja ekki tala mikið í Nauthólsvíkinni, en þó er alltaf reynandi að bjóða þeim kaffi, þegar hann er kominn á útsunnan. Bókasöfn og önnur söfn eru hvorki mikið umtöluð né stunduð hér á landi. Mikill meirihluti þeirra, sem þangað koma, eru stúlkur og óvíða er eins auðvelt að gefa sig á tal við þær eins og einmitt þar. Umræðu- Framhald á bls. 3(i Einn góðan veðurdag kemur að því, að þú berð hina útvöldu yfir þröskuldinn. . V*- .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.