Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 25
„Burrows var í bókaherberginu,
að því er hann sjálfur segir. Eng-
inn getur hnekkt þeirri s'taðhæf-
ingu. Hinir voru að líkindum í her-
bergjum sínum, en hver getur sagt
það með vissu, hvort þeir voru þar
í raun og veru? Það virðast allir
hafa komið niður einir sér. Jafnvel
frú Chevenix-Gore og Bury mætt-
ust aðeins í forsalnum. Frú Cheven-
ix-Gore kom úr borðstofunni. Hvað-
an kom Bury? Er ekki hugsanlegt,
áð hann hafi ekki komið ofan af
lofti, heldur úr skrifstofunni? Við
höfum þennan blýant.“
„Já, blýanturinn er athyglisverð-
ur. Honum sást ekkert bregða, þeg-
ar ég dró hann upp, en það gæti
stafað af því, að hann vissi ekki,
hvar hann fannst, og vissi ekki af
því sjálfur, að hann hefði týnt hon-
um. Látum okkur sjá, hverjir voru
fleiri að spila, þegar hann notaði
blýantinn. Hugo Trent og ungfrú
Cardwell. Þau koma ekki til álita.
Ungfrú Lingard og brytinn geta
sannað fjarveru þeirra. Sú fjórða
var frú Chevenix-Gore.“
„Ekki getið þér grunað hana í
alvöru?"
„Hví ekki það, vinur minn? Ég
segi yður satt, að ég get grunað alla!
Segjum sem svo, að þrátt fyrir hið
augljósa dálæti hennar á manni sín-
um, sé það hinn tryggi Burry, sem
hún raunverulega elskar?“
„Hm,“ sagði Riddle. Að vissu
leyti hefur það árum saman verið
eins konar þríhjóla vagn.“
„Og einhver misklíð hefur verið
út af þessu félagi milli hr. Gervase
og Bury oíursta."
„Því verður ekki neitað, að hr.
Gervase kynni að hafa haft í hyggju
að gerast allharðskeyttur. Við vit-
um ekki, hvernig málin stóðu í raun
og veru. Að hann kvaddi yður hing-
að gæti staðið í sambandi við það.
Segjum, að hr. Gervase gruni, að
Bury hafi féflett hann af ásettu ráði,
en vilji ekki gera það að opinberu
máli, sökum þess að hann óttist, að
kona hans kunni að vera blönduð
í málið. Já, þetta er hugsanlegt. Og
það gæti verið nægileg ástæða fyrir
hvort þeirra fyrir sig. Og satt að
segja er það ofurlítið undarlegt, að
frú Chevenix-Gore skuli taka sér
dauða manns síns svona létt. Allt
„ ... það er líkast vitlausra-
spítala hér . . .
Fjölskyldan var öll
geggjuð ...“
sagði ungfrú Cardwell.
að draga sér fé skjólstæðinga sinna,
þegar þeir sjálfir hafa lent í krögg-
um.“
„Nú þykir mér þér ætla að fara
að seilast nokkuð langt, Poirot."
„Yður finnst þessi hugmynd vera
fullmikið í stíl við kvikmynd? En
lífið, Riddle majór, er oft furðu-
lega líkt kvikmynd."
„Fram að þessu hefur það ekki
verið þannig hér í Westshire,“ sagði
lögregluforinginn. „Haldið þér ekki,
að við ættum að ljúka við að yfir-
heyra fólkið, sem eftir er? Það er
að verða framorðið, og við höfum
enn ekki hitt ungfrú Chevenix-Gore,
en sennilega verður fróðlegra að
tala við hana heldur en alla hina.“
„Ég er á sama máli. En svo er
líka ungfrú Cardwell. Ef til vill ætt-
um við að taka hana á undan, af
því að það tekur víst ekki langan
tima, og enda svo á ungfrú Cheven-
ix-Gore.“
„Fyrirtaks hugmynd.“
NÍUNDI KAFLI.
Fj^rr um kvöldið hafði Poirot að-
6. HLCTI
SPEGILL
SAKAMÁLASAGA eftir agatha christie
þetta andatal gæti verið leikara-
skapur!“
„Svo er líka hitt vandamálið,"
sagði Poirot. Ungfrú Chevenix-
Gore og Burrows. Það væri þeim
mjög í hag, að hr. Gervase undir-
ritaði ekki nýju erfðaskrána. Nú
stendur málið þannig, að hún fær
allt með því skilyrði, að eiginmað-
ur hennar taki upp ættarnafnið ...“
„Já og frásögn Burrows um það,
hvernig lá á hr. Gervase í kvöld, var
dálítið grunsamleg. f ágætu skapi,
ánægður yfir einhverju! Það kem-
ur ekki heim við neitt annað, sem
okkur hefur verið sagt.“
„Svo er það erm hr. Forbes,
Ákaflega lýtalaus, strangheiðarleg-
ur, frá gömlu og rótgrónu fyrirtæki.
En lögfræðingar, jafnvel hinir mest
metnu, hafa orðið uppvísir að því,
eins litið lauslega á Súsönnu Card-
well. Nú virti hann hana nánar
fyrir sér. Gáfulegt andlit, fannst
honum, ekki beinlínis fríð sýnum,
en hafði við sig eitthvað aðlaðandi,
sem þær stúlkur mættu öfunda hana
af, sem ekkert hefðu annað en fríð-
leikann til að bera. Hárið var stór-
fallegt, og andlitssnyrtingin prýði-
leg, augun athugul.
Eftir fáeinar formlegar spurning-
ar, mælti Riddle majór:
„Ég veit ekki, ungfrú Cardwell,
hve náinn vinur fjölskyldunnar þér
eruð?“
„Ég er henni algerlega ókunnug.
Hugo kom því þannig fyrir, að mér
yrði boðið hingað.“
„Þér eruð þá vinkona Hugo
Trents?“
„Já, þannig stendur á mér hér.
Vinkona Hugos.“ Ungfrú Cardwell
brosti um leið og hún sönglaði fram
orðin.
„Þér hafið þekkt hann lengi?“
„Ónei, aðeins mánaðartíma.“
Hún þagnaði, en bætti svo við:
„Það stendur til að ég lofist hon-
um.“
„Og hann hefur ltomið með yður
hingað til þess að kynna yður fyrir
ættingjum sínum?“
„Ó, nei, nei, ekkert í þá átt. Við
höfum haldið því alveg leyndu. Ég
er aðeins komin hingað til þess að
kanna landið. Hugo sagði mér, að
það væri líkast vitlausraspítala hér,
svo að mér þótti réttara að koma
og sjá það sjálf. Hugo, blessaður
drengurinn, er ákaflega elskulegur,
en hann er svo skelfing einfaldur.
Útlitið var fremur svart, sjáið þér
til. Við Hugo eigum hvorugt neina
peninga, en það var uppáhalds hug-
mynd hr. Gervase gamla, sem Hugo
setti alla von sína á, að þau Hugo
og Rut tækju saman. Hugo er frem-
ur veikur fyrir, eins og þér vitið.
Það gæti farið svo, að hann sam-
þykkti þetta hjónaband með það
fyrir augum, að geta slitið því síðar.“
„Sú hugmjmd var yður ekki geð-
felld, ungfrú?“ spurði Poirot vin-
gjarnlega.
„Undir engum kringumstæðum.
Rut hefði getað fengið þá flugu að
neita honum um skilnað eða eitt-
hvað þess háttar. Ég aftók það. Hugo
færi ekki neina brúðargöngu til
Sankti Paulskirkju fyrr en ég gæti
verið þar sjálf, titrandi með lilju-
vöndinn.“
Framhald á bls. 46.
VIKAN 25