Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 15
BUTTERFIELD Jane Fonda er bezt af Fondatríóinu, segja þeir þarna fyrir vestan. Hún er meira heillandi en Henry pabbi, og hefur meiri hæfileika en Peter bróðir. Hún var eitthvað ekki með sjálfri sér, fyrst þegar hún fór að eiga við kvikmyndir. Það er víst algengt með stjörnubörn. En svo fór hún að leika í Butterfield 8. Þar kynntist hún Andreas Voutsinas, 29 ára gömlum kvikmyndaleikara, fæddum í Sudan. Voutsinas var kennari við hinn þekkta Strasberg leik- skóla, en gerðist nú ráðgjafi Jane, einkakennari, umboðsmaður og hver veit hvað. Hann hafði svo mikil áhrif á hana, að hún sagði einu sinni: ■— Hann er sá maður, sem ég á mest að þakka. Og nú hefur hún ákveðið að launa þessum góða manni fyrirhöfnina með því að giftast honum, þegar tími vinnst til frá önnum við leikstörfin. HERRN BAKKUS Það er alls ekki víst að þið hafið heyrt hann nefndan, þennan unga mann, sem er að mynnast við afkvæmi sitt hér á meðfylgjandi mynd. Eftirnafn hans hafið þið sjálfsagt heyrt, það er gamalt og gott nafn af guði, sem um aldir hefur verið tignaður mjög og verður sjálfsagt enn um hríð. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að afsala sér öllu og fylgja honum, Þessi ungi söngvari er þýzkur og heitir Gus, eftirnafnið er Bakkus. Framhald á bls. 40 Lítið innlegg í listmálun: Það er alltaf verið að fjarg- viðrast út af því, að móderne málarar vinni óvandlega og af handahófi. Hér höfum við mynd, sem sýnir dálítið annað. Þessi málari hefur nákvæm hlutföll í sínum myndum, og lætur ekkert fúsk frá sér fara. UNGA jlíihi DÓNALEGUR? ALLT FYRIR HREINLÆTIÐ Hvað er þarna að sjá? Svo sem ekkert, nema laglfega, unga konu í hvítum nærklæð- um, sýnist manni. En það er eins víst, að Jerry Lewis sjái eitthvað allt annað, því að honum er til alls trúandi. Þessi stúlka, sem hann er að gægjast á, heitir Joan 0‘Brien — þið hafið kannski þekkt hana strax? — og þau leika saman í nýrri Lewis- mynd, sem heitir Fé skiptir engu máli. Það er alvanalegt að sjá kvenkyns kvikmynda- leikara í fínum stellingum í baðkeri, en manni bregður dálítið við, að sjá allt í einu mynd af karlmanni í baðkerinu. Þessi ungi maður heitir George Chakiris, og eins og sjá má, liggur við að Goggi sé feimnislegur á svipinn. Hann er stadd- ur í Japan, og þetta er náttúrlega japanskt bað- ker, en í Tokyo er nú verið að taka kvikmyndina F'light from Ashiya, en í henni leikur hann eitt aðalhlutverkið. EKKERT HANDAHÓF

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.