Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 41
bannað okkur þetta.“ „Hann var alltaf sá, sem öllu réð,“ sagði Pardusdýrið. „Og sá eini af okkur, sem hafði nokkurt vit,“ bætti Fíllinn við. Tígrisdýrið lauk við að rannsaka neglur sínar og sagði með ólundar- legum ákafa: „Ég vildi, að Guð gæfi, að hann væri kominn hingað! Við erum í dáfallegri klípu.“ Það sýndi vel hugrekki þeirra, að enginn hrökk við, þegar barið var snöggt að dyrum. Þeir sátu eins og myndastyttur. „Kom inn,“ sagði Úlfurinn. Dyrnar opnuðust. Roquebrun of- ursti stóð í gættinni, rjóður í fram- an, digur og svíramikill. „Refur!“ Pardusdýrið tók andköf. „Við vorum einmitt að óska þess ...“ Roquebrun ofursti gekk inn í herbergið og lokaði dyrunum vand- lega á eftir sér. Hann horfði kulda- lega á þá. „Fábjánarnir ykkar,“ sagði hann, „hvar eru málverkin?" Dökk augu Úlfsins glóðu, og háðs- legur munnurinn leyfði sér að brosa. Gamli Refurinn var ennþá refur. Maður þurfti ekki að eyða tímanum í málalengingar, þegar hann átti í hlut. „í vöruskemmu Jeans innan um laukinn," sagði hann. „Daunill, en óskemmd.“ Fyrirlitningin skein úr öróttri á- sjónu ofurstans. „Og hvern djöful- inn ímyndið þið ykkur, að þið getið gert við þau? — Gefið mér eitthvað að drekka.“ Hann settist við borðið, og Úlfur- inn teygði sig aftur fyrir til að ná í koníaksflösku. Hann skenkti í glas, svo sátu þeir þöglir og horfðu á Refinn eins og krakkar með slæma samvizku, meðan hann drakk. Rcquebrun lagði frá sér tómt glasið og starði þögull á fjórmenn- ingana, sem tóku smátt og smátt að endurheimta bíræfni sína. Þeir voru þó fullorðnir menn og samherjar í þessu hættulega ævintýri, sem engan veginn varð séð fyrir end- ann á. Ofurstinn fann fljótt, að þeir gerðust. herskáir, og sagði stork- andi: „Jæja, kænskutólin mín, nú eruð þið búnir að koma þeim fyrir innan um laukinn — hvað ætlið þið svo að gera við þau? Auglýsa eftir suður-amerískum millj ónamæringi? Fara með þau í sýningarferð? Eða flytja þau til Parísar og auglýsa í forstofunni á Folies-Bergére: ÓSVIKIN LISTAVERK EFTIR RENOIR TIL SÖLU?“ Tígrisdýrið og nellikuræktand- inn, sem var gæflyndastur þeirra allra, varð fyrir svörum: „Þú getur sparað þér háðsglósurnar, Pierre, þú veizt vel, að við gerðum þetta ekki í gróðaskyni. Við ætluðum að gefa fátæklingum lausnargjaldið." Roquebrun ofursti, sem sat og virti þá fyrir sér all yfirlætislegur á svip, varð svo þrumulostinn, að hann rauk upp, og stóllinn valt um á gólfinu. „Gefa fátæklingum lausn- argjaldið!" endurtók hann. Nú þyrptust þeir að honum eins og börn, sem vilja leggja áherzlu á orð sín. „Hugsaðu þér að borga tvær milljónir franka einhverjum Ame- ríkana, sem er svo ríkur, að hann getur ekki einu sinni talið pening- ana sína!“ „Og í Frakklandi gengur fólk um sveltandi!" „fmyndaðu þér — einn maður á málverk, sem eru margra tuga milljóna virði!“ „Og í húsinu við hliðina á mínu liggur eiginmaður nágrannakonu minnar, frú Aubert, deyjandi, af því að þau hafa ekki efni á upp- skurði og spítaladvöl." „Stjórnin stelur frá okkur skött- unum og eyðir þeim svo í léreft með málningarklessum á.“ „Það vantar bæði skóla og spítala." „Ástandið er óþolandi. Þetta ætti að sýna fram á það.“ „Hvers konar tal er þetta eigin- lega?“ sagði Roquebrun ofursti. „Eruð þið allir orðnir kommúnist- ar?“ Og hann spýtti á gólfið. „Þvert á móti,“ svaraði Úlfurinn. „Við ætlum okkur einungis að vernda auðkýfingana gegn þeirra eigin fíflaskap. Það eru þeir, sem skapa kommúnismann með brjál- æðislegri eyðslusemi sinni.“ „Faðir minn þekkti Renoir," sagði Fíllinn. „Þeir voru nágrannar í Cagnes. Hann sagði, að málarinn hefði verið lítillátur maður, sem þjáðist af liðagigt og taldi sig ekki vera neinn guð eða eitthvað stór- kostlegt, þó að hann smyrði olíu- litum á léreft. Á yngri árum var hann hæstánægður að fá 400 eða 500 franka fyrir hvert málverk eða jafnvel skilja eftir smámynd á veitingahúsi til að borga með reikn- inginn. Hvað hefur komið fyrir þessar myndir hans síðan, fyrst þær eru orðnar milljónavirði? Hvaðan koma peningarnir? Hvert fara þeir? Iivern er verið að ræna? Hvern er verið að auðga?“ Ofurstinn var aftur búinn að ná valdi á sér. „Engan, asninn þinn,“ svaraði hann. „Enginn auðgast og enginn glatar neinu. Auðkýfingarn- ir hafa skipti hver við annan á þesssum hlutum eins og kraklcar, sem leika sér að glansmyndum. Ef tveir unglingar skiptast á frímerkj- um, hvern er þá verið að ræna, og á hvern hátt versnar hagur annarra við það?“ Úlfurinn skildi, hvað hann var að fara, og glotti illyrmislega, en hinir fylgdust ekki jafnvel með. Pardusdýrið hristi höfuðið og sagði: „Auðmennirnir finna alltaf ein- hverjar leiðir til að græða.“ Það hnussaði í ofurstanum. „Mér virðist þið hafa snúið þessu alveg við, sakleysingjarnir rnínir," mælti hann. „Það getur verið, að þið séuð að berjast réttlátri baráttu, en þið hafið villzt á fjandmanni. Það eru ekki milljónamæringarnir, sem stofna landi sínu í hættu, heldur ómenntaðir fátæklingar. Það eru þeir, sem sífellt eru að reyna að brjóta niður stoðir þjóðfélagsins og grafa sig undir rústunum í stað þess að leitast við að læra, hvernig auði verði safnað, og fara að dæmi hinna ríku. — Og að maður víki nú að því, hálfvitarnir ykkar,“ hélt ofurstinn áfram, „hverjir eru það, sem styðja góðgjörðastarfsemi, byggja háskóla, gefa til stofnana og spítala og gera sérfræðingum fært að leggja stund á rannsóknir, sem geta orðið til að losa mannkynið við alla sjúkdóma? Það eru engir aðrir en auðkýfingarnir. Heimurinn yrði óendanlega hryllilegur, ef milljónamæringarnir hættu að á- stunda góðgjörðastarfsemi. Nei, ykkur er óhætt að leyfa þeim að eiga sín leikföng." Þeir sátu og' depluðu augunum, orðlausir í bili. Síðan hreyfði Pardusdýrið sinn mikla skrokk, gerði stút á lítinn munninn og mælti: „Hvað um þátt ríkisstjórn- arinnar, sem eyðir milljónum af okkar fé í hluti, sem á dögum feðra ckkar kostuðu ekki nema nokkur hundruð franka?“ „Hafið þið aldrei heyrt setning- una: ,Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman‘?“ sagði ofurstinn. „Stolt þjóðarinnar lifir í verkum hennar miklu sona. Allir menn, konur og börn geta átt hlutdeild í þeim.“ Fíllinn, Jean Soleau, sagði: „Þú varst ekki svona andskoti móralsk- ur hérna áður fyrr, Pierre, þegar við unnum undir þinni stjórn. Það varst þú, sem undirbjóst bankarán- ið mikla í Aix, þegar við stálum sjóðum hersins, fimmtíu milljónum franka. Það varst þú, sem skipu- lagðir ránið á gullinu, sem var ver- ið að flytja til Marseilles. Það varst þú, sem fannst upp aðferðir til að ræna öllum matarbirgðum, víni og fatnaði úr húsum svikaranna á Rivierunni." Ofurstinn kinkaði kolli, er hann minntist horfinna tíma. „Já,“ sagði hann, „ég kenndi ykkur að meta gildi pappírsskotfæranna á þeim dögum. Við hittum Þjóðverjana og samstarfsmenn þeirra á þeirra við- kvæmasta blett — peningaveskið." Honum varð litið á kræklótta og lmýtta fingur sína, sem á vantaði neglurnar, og ósjálfrátt gretti hann sig. „Við borguðum líka,“ bætti hann við. Úlfurinn sagði þrjózkulega: „Ég sé engan mun á þessu tvennu, Pierre. í andspyrnuhreyfingunni börðumst við gegn svikurum. Þeir voru Frakkar eins og við, en þeir voru fjandmenn engu að síður. Nú á Frakkland jafnmikið af óvinum, sem ógna velgengni þjóðarinnar innan frá, og meðan styrjöldin geisaði. Hvers vegna megum við þá ekki nota sömu aðferðir og áð- ur fyrr?“ „Við ætluðum að gera þessi mál- verk raunverulega mikils virði, Pierre,“ sagði Tígrisdýrið. „Eins og er, viðurkennir þú meira að segja sjálfur, að verðgildi þeirra sé falskt. Við hugsuðum okkur að láta bláa Renoirinn og hinar myndirnar af hendi fyrir luasnargjald, sem næmi 10 milljónum franka, og gefa svo féð til einhverrar góðgjörðastofn- unar. Þannig myndi verðgildi mynd- anna verða t. d. hundrað spítala- rúm, nokkur þúsund tonn af kolum og hundruð þúsund punda af mat og mjólk handa sveltandi fólki. Þá væri hægt að standa fyrir framan bláa Renoirinn, virða hann fyrir sér með aðdáun og segja: ,Já, þetta er í raun og sannleika dýrmætt listaverk. Það hefur unnið vel fyrir sér‘. Vitanlega er gott, að andinn nærist, en brauðið verður að eiga forgangsrétt." Þessi hugmynd kom svo flatt upp á ofurstann, að hann hallaði sér sem snöggvast fram á borðið. „Maður lifandi!“ varð honum að orði. „Fínt var!“ hrópaði Fíllinn. „Við vissum, að þú myndir komast að sömu niðurstöðu og við.“ Ofurstinn hló og hristi höfuðið. „Fallegt, skáldlegt og siðlaust," sagði hann. Úlfurinn hnussaði. „Siðlaust!" „Siðlaust,“ endurtók ofurstinn. „Nei, þetta gengur ekki, skýjaráf- andi gaukarnir mínir. Við höfðum allir gaman af að leika Hróa hött árið 1941, þegar slíkt var nauðsyn- Heildverzlun HALLDÓRS JÓNSSONAR, Hafnarstræti 18. Sírnar 12586 og 23995. VIKAN 41 L

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.