Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 8
AÐEINS
FYRIR
KARLMENN
Enginn skyldi i'ara á bíó
til þess aS fara á fjörur
við áður ókunnar stúik-
ur. En úr því einu sinni
er búið að stofna til
kynna, þá eru bíó og
Ieikhús ágætir staðir til
að rækta vináttuna.
ERTU
AÐ
LEITA . ?
Þegar maður hefur
séð sömu dömuna
handleikna af mikl-
um kærleikum á
dansgólfinu af tíu
herrum, þá er hætt
við, að áhuginn fari
að dofna.
neins.
Enginn reynir lengur
að stofna til kynna á
rúntinum, það er úrelt
fyrirbæri. Og að reyna
að kynnast stúlku með
því að rekast á hana á
götu — það er ekki til
-
Yfirleitt gildir ein meginregla á skemmtistöðum, sem er
að dansa sem mcst. Þar er til dæmis athugandi að oft eru
ungar stúlkur úti með foreldrum sínum og þá þora fæstir
ungir menn að koma nálægt þeim. Hversu huggulegar sem
þær eru, sitja þær venjulega allt kvöldið. Þær langar að
sjálfsögðu til að dansa en sennilega er leitun á þeim for-
eldrum, sem nokkuð hafa á móti því. Þarna gefst mönn-
um kostur á að kynnast stúlkum, án þess að þurfa að
standa í nokkru kapphlaupi, þegar hljómsveitin þyrjar að
leika. Þess ber þó að gæta, að reyna þetta ekki, nema menn
kunni mjög góða mannasiði og hafi lítið drukkið.
Einn þáttur skemmtanalífsins hefur farið framhjá mörgum
manninum þó að mikið skemmti sér, sem eru gömlu dans-
arnir. Þar er fjöldinn allur af fallegum stúlkum og margar
þeirra fara þangað, þó að þær stundi engar aðrar skemmt-
anir. Margar þeirra er því hvergi að finna á almannafæri
nema þar.
HÓPFERÐIR OG ÚTILEGUR.
En nú komum við að öðrum stöðum en skemmtistöðum,
sem eru heppilegir til að kynnast stúlkum, og þar er vissu-
lega um auðugan garð að gresja. Eitt af því sem augljósast
er, eru hópferðir og útilegur. Það er alveg sama hver skipu-
leggur þessar ferðir, alltaf er kvenfólk í meirihluta. Fyrir
utan það að geta notið kvenlegrar fegurðar, fylgja þessu
ýmis aukagæði, svo sem að anda að sér hreinu fjallalofti
og njóta náttúrufegurðarinnar. Og hversu miklu meiri verð-
ur ekki náttúrufegurðin, þegar falleg stúlka er við höndina,
til að nióta hennar með manni.
Að vetri til eru skíðaskálar það gósenland, sem menn
dreymir um. Því er verr og miður að verðáttan á íslandi
getur sjaldan gert upp við sig hvort hún er hlý eða köld,
g VIKAN
þannig að tíminn sem þeir starfa er allt of stuttur. Stúlkur eru alltaf í meiri-
hluta í skíðaskálum, jafnvel þó að með séu taldir þeir menn, sem raunveru-
lega stunda skíðaíþrótt, en þeir hafa allt of mikið að gera til þess að geta
sinnt stúlkum. Það er nauðsynlegt til að geta haft gagn af skíðaskálunum,
að eiga skíðaföt, en algerlega ónauðsynlegt að vera með skíði. Bæði er það
óþarfur kostnaður og lífsháski og svo er það ákaflega erfitt að vera glæsilegur,
þegar maður rennur niður brekku með höfuðið á undan og fæturna ber við
himin.
Til að hafa eitthvað að tala um, er nauðsynlegt að kunna nöfn á einhverjum
skíðaáburði, sem örugglega fæst ekki á landinu. Tala síðan mikið um að það
sé ekki þess virði að vera á skíðum nema hafa hann. Þá er einnig mjög hentugt
að tala um skíðin, sem maður braut í fyrra, þegar maður stökk frarn af hengju
í Vatnajökli og hve lítil ánægja það sé að nota önnur en þessi brotnu for-
látaskíði. Ef svo fer að einhver stúlkan fær samúð með manni og býður að
lána sín skíði í eina eða tvær ferðir, er bezt að taka þau og sveigja lítillega
yfir annað hnéð og segja síðan með lítillætissvip, að þau myndu sennilega aldrei
þola þá áreynslu að maður notaði þau. Með öðrum orðum, stundið skíðaskála,
en forðizt skíði.
JAFNVEL INNI f BÚÐ.
Það er algengur misskilningur að verzlanir séu ekki til annars nýtar en að
kaupa nauðþurftir. Eins og kunnugt er, hafa flestar verzlanir stúlkur við af-
greiðslu. Þær er hægt að taka tali fyrirhafnarlaust og er þá algerlega undir
snilli mannsins komið, hvernig fer. Það er þó oft svo, að fleiri viðskiptavinir
eru í búðinni en afgreiðslufólk. Alltaf er meirihluti þeirra konur, nema um
sé að ræða járnvöru- eða veiðarfæraverzlun, en þangað á maður ekkert erindi
hvort sem er.
Viðskiptavinina er tiltölulega auðvelt að taka tali. Það er hægt að tala um
afgreiðsluna, eða einhvern hlut sem liggur á borðinu. Öruggast af öllu er þó
að spyrja stúlkur ráða, svo sem hvaða bindi muni fara vel, eða hvað sé heppileg
gjöf handa fimm ára strák. Það fær engin stúlka staðizt það að gefa karl-
manni ráð og þá eruð þið komin með sameiginlegt áhugamál.