Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 42
legt og bar gcjðan árangur. En nú
er 1961.“
,,Nú, hver er munurinn?" sagði
Fíllinn með ólund. „Hitt stríðið var
heitt, en þetta stríð er kalt. Við er-
um enn að berjast."
„Munurinn er sá,“ sagði ofurst-
inn, „að heimurinn í dag er svo
margfalt spilltari, verri og siðlaus-
ari en þá, að hvert nýtt form af
siðleysi týnist í kviksyndinu.
Lausnargjald er aðeins ný tegund
af fjárkúgun eða mútum. Trygg-
ingafélögin myndu ekki hika við
að gera við ykkur óheiðarlega
samninga til að minnka tap sitt,
lögreglan myn'di hylma yfir þessu,
ef hún fengi helminginn af ágóð-
anum og næði í þýfið, og almenn-
ingur myndi ekki spyrja neinna
spurninga, ef hann fengi aftur fjár-
sjóðinn sinn. Hverjum ætlið þið að
kenna? Þið færið aðeins tíýpra
myrkur inn í heiminn í stað þess
að gefa honum birtu.“
Niðurlag í næsta blaði.
sos.
Framhald af bls. 27.
„VI VONN“.
Svo var lagt af stað, eins og frá
var sagt í upphafi þessa máls.
Orkan var tekin af fjórða hreyfli,
þegar náð var hraða V-l, en í flugi
er hraðinn mældur í vöffum. Ekki
er ég svo fróður, að ég geti sagt
til um, hve mikill hraði eitt vaff
er, en gaman þætti töffunum á rúnt-
inum að geta farið á V-1 í skrjóð-
unum sínum. Þessi títtumtalaði
„ví vonn“, eins og flugmenn kalla
hann, er nákvæmlega þar í flug-
takinu, sem annað hvort verður að
lyfta vélinni eða stöðva hana. Flug-
maðurinn hefur aðeins eina sek-
úndu til þess að ákveða, hvort hann
fer í loftið eða hættir við flugtak.
Þegar hreyfill deyr á V-l, kemur
mikill slinkur á vélina í áttina að
dauða hreyfilinum, og mér er tjáð,
að engan hreyfil sé verra að missa
en þann fjórða. (Hreyflarnir eru
taldir frá vinstri, þannig að fjórði
hreyfill er yzt til hægri.)
Stráx eftir flugtak skipaði Skúli
Gunnari að fljúga í 15 gráðu hring.
Það er erfitt að halda vélinni kyrri
þannig, hún sveiflast til í loftinu
og allt í einu sagði Skúli:
— Nú byrjar hún að titra, maður
finnur það með rassinum. Ég fann
engan titring, jafnvel ekki þótt ég
þreifaði á buxnasetunni, og þar sem
mér þótti ekkert fjör á ferðum
þarna fram í, gekk ég aftur í far-
þegarúmið, þar sem ljósmyndarinn
sat á hækjum sér og starði dolfallinr
út um fremsta gluggann.
Það var fallegt að sjá út. Hvít
og mjúk skýin fyrir neðan okkur,
og birtan af augafullu tunglinu
merlaðist í síhverfum skrúfublöð-
unum. Á einstaka stað rofaði gegn
um ský og sá í snævi þakið Reykja-
nesið, og ljósin á kaupstöðunum við
flóann titruðu eins og stjörnur á
himni. En Gunnar var fljótur að
fara hringinn, og fyrr en varði var
tunglið komið aftur fyrir og svo
hinum megin við vélina. Ég fór fram
aftur, og nú voru þeir að æfa „Rate
1“, það er að fara í 360 gráðu hring
á sléttum tveimur mínútum. Gunnar
lagði vélina svo mikið á hliðina,
að Ijósin í Reykjavík urðu eins og
glitrandi súla lóðrétt upp frá sjón-
deildarhringnum. Hann náði 180
gráðum á einni mínútu sléttri, en
42 VIKAN
360 gráðu hringur náðist ekki ná-
kvæmlega fyrr en í annarri tilraun.
A NEFIÐ TIL JARÐAR.
Næst var það atriði, sem mest
var búið að sverta í okkar augum.
Það var' „stollið“. Þá er dregið úr
ferðinni, þar til nefið á vélinni fer
að vísa upp á við og skrokkurinn
fer að titra ofsalega, þá er vélinni
beint niður á við til þess að ná upp
hraðanum og síðan tekin rétt með
mjúkri sveigju eftir stutt fall. Skúli
dregur af öllum hreyflunum og
ferðin minnkar til muna. Svo fer
stélið að síga, vélin fer að vísu beint
áfram, en'veit samt upp á við. Gunn-
ar hefur aðra höndina á olíugjöf-
unum. (Vickers Viscount brennir
olíu, en ekki benzíni). — Nei, nei,
ekki strax, ekki strax, segir Skúli,
og leggur sína hönd ofan á Gunnars.
mannamáli. Á því var sýnt aðflug
og biðflug yfir Keflavíkurflugvelli,
og nú skyldi blindflugskunnátta
Gunnars rifjuð upp. — Þetta blind-
flugsorð er eitt vitlausasta orðið,
sem fundið hefur verið upp á ís-
lenzku, sagði Gunnar. -— Manni
veitir sko ekki af fullri sjón, til
þess að fljúga eftir mælunum. Það
væri þokkalegt, ef blindur ætti að
fara að fljúga!
DARRADANS 1 LOFTINU.
Það var ókyrrt loftið í kring um
Keflavíkurflugvöll, og ekki bætti
úr skák, að fjórði hreyfillinn var
stöðvaður, og guð má vita, hvort
Skúli hefur ekki gert eitthvað enn-
þá fleira af sér. Vélin tók að, hoppa
og hristast og láta öllum illum lát-
um — að því er leikmönnum fannst.
Flugskilyrði voru sem sagt slæm.
Enn rís nefið, og loks fer skjálfti
um þennan stóra flugvélarskrokk. í
sama bili steypist Gullfaxi fram yfir
sig og rennur —- næstum —■ beint
á nefið í stefnu skemmstu leið á
fósturjörðina. Þetta var ekki nærri
því eins agalegt og ég hafði gert
mér í hugarlund, en við Viku-
mennirnir hölluðum okkur báðir ó-
sjálfrátt aftur á bak. Fegurðin í
skýjunum fyrir neðan okkur var
ólýsanleg. En þetta stóð ekki nema
örstutta stund, Gunnar rétti vélina
af á ný með mjúkri sveigju og skýin
voru látin óskemmd.
Þetta var endurtekið. Að þessu
sinni bjóst ég við að verða alveg
rólegur. Ég var búinn að finna þetta
einu sinni, og allt var í himnalagi,
þarna uppi í himninum. En lofaðu
engan dag fyrir sólarlagsstund, segir
í einhverjum góðum sálmi ef ég man
rétt, og mér brá meira en lítið, þegar
hún stakkst á nefið í annað sinn.
Mér virtist hún fara meira en beint
niður, helzt að hún myndi steypast
yfir sig. Við stefndum beint á rof
í skýjunum og Reykjanesskaginn
sýndist þess albúinn að gleypa okk-
ur yfir fullt og allt. En fyrr en varði
var allt orðið með eðlilegum hætti,
og Gunnar leit glottandi við og
sagði: — Jæja, strákar, næst förum
við á hvolf!
Ekki stóð hann þó við þessi orð
sín, og þótti mér það að sumu leyti
miður, því frá því að ég var strák-
ur, hefur mér leikið hugur á að
vita, hvernig flugunum líður, þegar
þær spásséra neðan á loftunum.
Þess í stað var tekin stefna á Kefla-
víkurflugvöll. Nú var húddið sett
á Gunnar, og kort hengt í klemmu
í miðjum stjórnklefanum — kokk-
pittinum, eins og hann heitir á flug-
— Þetta eru fín skilyrði, sagði Skúli,
iðaði í sætinu og hafðist ekki að,
meðan Gunnar barðist við að halda
flugvélinni sem stöðugastri og á
réttri stefnu. Hann hafði nóg að
gera, leit af einum mælinum á ann-
an, sneri hjóli hér, sveif þar, takka
annars staðar og þar fram eftir göt-
unum. Eftir stundarkorn svaraði
hann og sagði: — Fyrir þig já, en
ekki fyrir mig.
Utan úr myrkrinu kom ljósaröð
á móti okkur. Það var flugbrautin
á Keflavíkurvelli. Að henni átti
Gunnar að gera aðflug eftir mælum,
en ekki að lenda. Vélin dinglaði í
loftinu eins og hún héngi í spotta
og sneri í flestar áttir nema að
brautinni, en þegar ekki var nema
örstutt eftir, vissi flugvélin rétt á
hana. Lending hefði, sem sagt, tek-
izt með ágætum.
— Púll öpp, púll öpp, hrópaði
Skúli, og Gunnar gaf þremur hreyfl-
um fulla orku og dró að sér stýrið.
Gullfaxi drundi við og hækkaði
flugið, um leið og hann beygði til
hægri út yfir flugvöllinn. Á leiðinni
niður var ég annað veifið svo und-
arlega léttur í sætinu, en nú voru
snögg umskipti. Ég þrýstist niður
í það og spennan á heyrnartækj-
unum, sem ég hafði á mér, ýtti fast
ofan í kollinn á mér. Svo ákváðu
þeir að gera aðra tilraun, og hoppið
og hristingurinn hélt áfram. Mér
fór að líða fremur illa í maganum.
Munnurinn á mér fylltist af vatni,
og^ áður en langt um leið, fannst
mér að nú þyrfti ég að skreppa fram
og gera það, sem hefði verið mikil
minnkun. Ég leit á ljósmyndarann.
Hann var brattur á baksvipinn og
virtist fær í flestan sjó. Ég skal ekki
æla fyrr en hann gerir það, hugsaði
ég, og ropaði hressilega. Það létti
á þrýstingnum.
6—7 MÍN. TIL REYKJAVÍKUR.
Seinna aðflugið tókst ekki síður
vel. Vélin hélt áfram að skaka og
gjugga, en nú lét ég mér fátt um
finnast og ropaði bara, þegar mag-
inn gerðist of stór. Loks var þessu
lokið, og stefnan tekin á Reykja-
vík. Að þessu sinni vorum við ekki
nema 6—7 mínútur frá Keflavík til
Reykjavíkur, og lendingin þar var
hreinasti barnaleikur, enda var
Gunnar nú orðinn húddlaus.
-— Mér leið ekki sem bezt í mag-
anum, þarna yfir Keflavík, játaði
ég fyrir ljósmyndaranum, þegar við
vorum setztir inn í bíl utan við
flughöfnina. Mér datt ekki annað í
hug, en ég hefði verið eini maður-
inn í vélinni, sem fann til nokk-
urra óþæginda.
— Ég segi nú sama, sagði Ijós-
myndarinn, og það var auðheyrt,
að honum var líka léttir að því,
að hafa ekki verið einn um þann
aumingjaskap, að standa ekki á
sama um smávegis hristing í flug-
vél.
Svo hlógum við báðir og ókum
af stað vestur í bæ á broti úr „Ví
vonn“.
FLOGIÐ Á FÖSTUM FÆTI.
Daginn eftir fór Sveinn Sæmunds-
son, blaðafulltrúi Flugfélags íslands,
með okkur út á flugvöll til að sýna
okkur „Linkið“. Ókunnugir botna
ekkert í þessu linki, skilja ekki orð-
ið og finna ekkert út úr því, sem
ekki er heldur von, en linkið er
heitið eftir þeim sem fann það upp,
en sá hét Link. Þetta er flug-
stjórnarklefi, sem stendur á einum
miðfæti, og leikur á honum í hringi,
stingur nefi niður og prjónar eftir
því sem við á. í þessum klefa er
fullkominn mælaútbúnaður og
stjórntæki, og í honum æfa flug-
menn sig í því, sem venjulega er
kallað blindflug, það er flug án
þess að sjá til jarðar út um glugga
flugvélarinnar.
Leið sú, sem flugmennirnir fara
í linkinu, er skráð á glerplötu á
borði þess, sem aðstoðar og þjálfar.
Algengast er, að flugmennimir fái
biðflugs, aðflugs eða brottfararkort
frá einhverjum flugvelli, sem þeir
síðan fljúga eftir. Tilsvarandi korti
er stungið undir glerplötuna, og er
þá auðvelt að sjá, hvort rétt er gert
eða rangt.
Júlíus B. Jóhannesson heitir sá,
sem kennir og þjálfar í linkinu.
Hann er lærður loftsiglihgafræðing-
ur og loftskeytamaður, en þegar
slík fræði sameinast í einum manni,
nefnist hann navró (nav)igator and
(r)adio (o)perator). Hann fór til
BEA í Bretlandi og lærði meðferð
links og linkæfingar, og hefur síðan
unnið sem leiðbeinandi hjá Fí.
Hann situr við borð sitt í öðrum
enda herbergisins, en í hinum snýst
og suðar linkið. Júlíus ákveður vind-
stöðuna og vindhraðann, gegnir sem
sagt hlutverki höfuðskepnanna, og
þar að auki svarar hann fyrir jörð
í radíóviðskiptum við flugmanninn
í linkinu.
Geir Garðarsson aðstoðarflug-
maður var lokaður inni í tækja-
kassanum, og flugleið hans skráð-
ist rauðu á glerborðið. Hann flaug
biðflug yfir flugvellinum í Man-
chester en það er einmitt einn lið-
ur í þjálfun flugmannanna, að æfa
þá í flugi að, við og frá völlum,
sem Flugfélagið notar fyrir vara-
flugvelli.