Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 17
$ONN FRÍgOCN FRÁ HTZVfAU Það rar haustið 1889,að Koolau nauta hirðir fékk holds- veiki og flriði með konu sína og son í eyðidal í stað þess að fara til holds- veikinýlendunnar. Þama varðist hann, lifði og dá eins og hetja. FLÓTTINN TIL _ LANDS HINNA DAUÐADÆMDU LOFTUR GUÐMUNDSSON ÞÝDDI m frétti Louis Stolz lögreglustjóri að hann hefði tekið holdsveikina, en Stolz þessi, sem var 33 ára að aldri, þýzkur að ætterni og mikill vexti, hafði orð á sér fyrir hörku og þrákelkni. Hann bar að garði dag nokkurn, er Koolau sat að morg- unverði. „Þú ert handtekinn“, mælti hann hranalega. „Ég fer með þig til Campbells læknis. Engin undan- brögð, lagsmaður“. Koolau hlýddi mótþróalaust. - Þeir riðu eftir ströndinni til lítill- ar, sólríkrar hafnarborgar, Waim- ea, þriggja mílna leið, þar sem því var yfirlýst, að undangenginni læknisskoðun, að Koolau væri holdsveikur. Hann spurði hikandi, hvort að kona sín mætti fylgja sér í útlegðina á Molokai, þar sem hún hafði beðið hann að fá að koma með honum. „Mér þykir fyrir því“, svaraði læknirinn. „Við leyfum eiginkon- um því aðeins að fylgja mönnum sínum í útlegðina ,að þeir séu svo hart leiknir af veikinni, að þeir geti ekki séð um sig sjálfir. Þér eruð fleygur og fær, og því verð ég að svara neitandi. Stolz var ekki að tvínóna við það. Hann sneri sér að Koolau og mælti hörkulega: „Ég verð að setja þig á bak við lás og slá“. Koolau svaraði biðjandi: „Þér verðið að gefa mér leyfi til að ná í föggur mínar og kveðja konuna mína“. „Allt í lagi“, svaraði lögreglu- stjórinn, þótt heyra mætti að hon- um væri það þvert um geð. í tvo sólarhringa háði Koolau harða baráttu við samvizku sína. Hann var mjög trúhneigður mað- ur. Hann hafði aldrei vísvitandi brotið guðs eða manna lög. En þeg- ar honum varð litið á eiginkonu sína, Piilani, fallegustu konuna í þorpinu, og Kaleimanu, hinn hrausta og sterklega son sinn, gat hann ekki með neinu móti fengið það af sér að yfirgefa þau. Og loks færði Piilani í tal það, sem þau höfðu bæði verið að hug- leika. „Við skulum flýja. Við get- um leitað athvarfs í Kalalaudaln- um. Hvítir menn koma þangað aldrei. Og dalurinn er ekki síður afskekktur en skaginn á Molokai. Engum mundi stafa hætta af okk- ur“. Nótt eina, veturinn 1892, hófst flóttinn yfir fjöllin. Þau voru sex saman - Koolau, eiginkona hans og sonur, móðir Piilanis, frænka þeirra og einn af vinum þeirra, en þau fóru með þeim til þess að koma aftur með hestana, þegar ekki yrði komizt lengur ríðandi. Sennilega mundi engum nema Koolau hafa til hugar komið að leggja á fjöllin að nóttu til, því að einstigin voru ekki fær nema ná- kunnugum og þó aðeins í fullri dagsbirtu. Undir sólarupprás sáu þau ofan í Kalalaudalinn, þúsund metra fyrir neðan sig - hina fögru, frjósömu og ósnortnu Paradís Kauaieyjar. Kalaiaudalurinn er skeifulaga, um fjórar mílur á lengd og tvær til þrjár mílur á breidd. Hann er Framhald á bls. 32. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.