Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 20
/ Smásaga eft.ir Evelyn Rhode. Það var ekki auðvelt að gefa kærastanum skýr- ingu á því, hvers vegna hún var að hreinsa vara- lit af slipsi ókunns manns. Kay reyndi það heldur ekki. KAY þaut niður stigann frá litlu íbúðinni sinni, hrasaði og féll beint í fangið á ungum manni, sem var á leið upp. Stutta stund hélt hún sér dauða- haldi í hann, meðan allt hringsner- ist fyrir augum liennar. — Það verð ég að segja, sagði ungi maðurinn, — að þetta er ólíkt skemmtilegra að kynnast svona en að nota svo gamaldags aðferð eins og hjónaband. Miklu skemmtilegra, endurtók hann og þrýsti henni að sér. Eldrauð í framan losaði Kay sig úr faðmi hans og rétti úr sér um leið og hún reyndi að sýna virðu- legt þakklœti. En það er ekki auð- velt að vera virðulegur, ef maður er bara tuttugu og þriggja ára og ekki nema einn fimmtíu og fimm a sokkaleistunum. Ef þar að auki er víst, að þegar Ijóst hárið, sem rétt áðan var greitt með mikilli fyrir- höfn, er nú orðið eins og fugls- hreiður eftir fallið, verður virðu- leikinn ennþá erfiðari viðfangs. — Það er ógjörningur, sagði þessi skarpskyggni ungi maður. — Það er ekki hægt að koma virðu- lega fram undir þessum kringum- stæðum. Þér getið alveg eins gefizt upp strax. Þetta hreif. Kay byrjaði að hlæja og þar með var allur virðuleiki þotinn út í veður og vind. Hún leit upp til lians og sá að hann brosti til hennar — vingjarnlegu brosi, sem líka gaf til kynna, að hárið væri samt sem áður ekki sem verst. Þetta var hár, ungur maður með ógreiddan svartan hárlubba og, að því er Kay fannst, falleg brún augu. Og hún vissi hver hann var. Það var hann, sem byrjaði. — Ég geri ráð fyrir, að við séum nú orð- in það kunnug, að við ættum að kynna okkur. Ég heiti Peter Bar- low, venjulega kalaður Pete, og það gleður mig ákaflega að kynnast aftur, þegar lienni varð bugsað 1 iI ])css, live sterkur hann var. — Mér datt allt i einu í hug,| sagði hann — að þegar þér . . . hittuð mig, leit út fyrir að þér vær- uð að i'lýta yður. Ég vona, að ég: liafi ekki tafið yður, þannig að þér í komið of seint, ef þér liafið ætlað að fara eitthvað. Skelkuð leit hún á armbandsúr- ið. — Almáttugur! Því gleymdi ég. Ég átti að hitta Eric í kaffibarn-1 um. Hann verður víst ekki bliður á manninn, honum fellur ekki að bíða. En nú er það sjálfsagt of seint, hann hlýtur að vera farinn. Það er mér líka mátulegt, þegar ég er svona klaufaleg. —Það var leiðinlegt, sagði Peter án þess að meina það. — Hver er Eric? Kay rétti fram liöndina með bringnum. — Þetta er Eric, sagði hún órökvislega. — Ég er trúlofuð honum. Peter Darlow fann, að það var engin hrifning í röddinni, svo liann hugsaði með sér, að það væri ekki útséð um sigurinn ennþá. En upphátt sagðj hann: — Ef ég hypja mig burt á stundinni, getur verið, að þér náið honum. Kay hrísti liöfuðið. — Nei, liann bíður ekki, hann er sjálfsagt far- inn. Og hann gleymir þessu heldur ekki, hugsaði hún bitur. Stundum efaðist hún um, að það hefði verið rétt af sér, að trúlofast Eric. Hann var piltur eins og allar ungar stúlk- ur óskuðu sér, liár og vel vaxinn eins og Ijóshærður guð. En það var annað og meira til en útlitið og oft fannst henni, að Eric værx of ráðríkur. Það var ágætt öðru hverju að vera varnarlaus kona, en það gat orðið leiðinlegt til lengdar, en þegar hún var með Eric, kom ekkert annað til greina. Henni fannst, að í rauninni hefði Eric rekið hana til að trúlofast sér, og liún kveið fyrir önug- lyndi hans í kvöld. Ilún VIÐ FYRSTA FALL reyndi að yður, sérstaklega á þennan hátt. Kay rétti fram höndina. — Ég heiti Kay Weston, sagði hún — og ég er ekki alltaf svona klaufaleg. Þakka yður fyrir, að þér björguð- uð mér frá slæmri byltu. Peter Barlow hneigði sig. — Ég er reiðubúinn til að aðstoða yður hvenær sem er, sagði hann glað- lega -—- hvenær sem er! Satt að segja hafði ég ánægju af þvi. Þér biiið á móti mér, er það ekki? spurði hann. — Ég flutti inn á miðvikudaginn. — Já, ég veit það, sagði Iíay án þess að hugsa sig um og fann að hún roðnaði. Bara að hann haldi nú ekki, að ég hafi haft áliuga á honum, hugsaði hún. En þá tók hún eftir dálitlu. Á bláu slipsi hans var rauður blettur. Hann leit þang- að, sem hún horfði, og liló. — Þetta gerir ekkert til, sagði hann kæruleysislega. — Ég ætla að bei'a þetta eins og heiðursmei'ki. — Þetta var leiðinlegt, sagði Kay. — Þér hljótið að ásaka mig fyrir þetta. — Það geri ég lika. Þetta er mikil eyðslusemi með svona góðan varalit. Hún lagði af stað upp stigann, en sneri sér svo við og kallaði: — Ef þér viljið koma upp með mér, get ég reynt að hreinsa slips- ið, þvi að ég á blettavatn uppi. Það er það minnsta sem ég get gert. Barlow kom ákafur á eftir henni, meðan hann umlaði eitthvað um, að það væri allt of mikil fyrir- höfn, en vonaði um leið, að hún tæki hann ekki á orðinu. Hún bauð honum inn í íbúðina, og hann horfði af áliuga i kringum sig. Það er auðséð, að þér hafið góð- an smekk. Það eru einkennilega fáir, sem Iiafa það. Fegurð og gáfur, tautaði hann lágt — það má segja að sumum sé mikið gefið. Kay þóttist ekki heyra þetta, en gat ekki annað en brosað þegar hún gekk til lians, þar sem hann var að skoða i bókaskápinn henn- ar. Hún rétti út höndina eftir slipsinu, en hikaði svo. — Það væri kannski betra, að þér tækuð það af yður. Þá væri engin hætta á, að ég setti bletti á jakkann. — Skal gert, sagði hann bros- andi og fór úr jaklcanum og lagði liann á næsta stólbak. Hún sá að axlir hans voru breiðar og hreyf- ingar hans fallegar. Hún roðnaði hætta að hugsa um þetta þeg- ar Peter rétti henni slipsið. Hún lagði dagblað á borðið og byrjaði að hreinsa það, meðan Peter sat á stólarmi og horfði á. — Þetla, sagði liann ánægður, — þetta fór ágætlega. Ég hefði sjálfur ekki getað komið því bet- ur fyrir, þótt ég hefði mátt ráða. Ef ég vissi hvaða trappa þetta var, sem þér hrösuðuð i, mundi ég fara með hana út og gefa henni einn góðan drykk. Eftir að hafa beðið í marga óendanlega daga eftir að fá tækifæri til þess að kynnast yður — Nákvæmlega fjóra, sagði Kay blíðlega og leit upp. — Svo þér teljið þá líka, er það? En svo sagði hann alvarlegur: —• En þér gleymið að telja alla dagana áður en ég kom liingað. Jæja, hvar var ég, já eftir að hafa beðið óendanlega, hefur for- sjónin farið i gervi þyngdarlög- málsins og viljað launa mér heið- arlegt liferni mitt liingað til. Og hér sit ég í bezta yfirlæti meðan sjálf gyðjan leysir úr búnings- vandamálum mínum. Er það ekki vel að orði komizt? Búningsvanda- mál! — Of mikið málskrúð, sagði Kay Framhald á bls. 49. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.