Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 47
Máni yfir Malaga. Framhald af bls. 17. verðurinn var henni færður i rúm- ið, síðan var morgninum eytt á ströndinni með Lólu og Carlos, há- degisverðurinn var borinn fram i stóru borðstofunni, á heitasta tíma dagsins hvíldu allir sig, oft fór hún i ökuferðir með systkinunum og eftir mat á kvöldin lilustuðu þau á músík, meðan Kane sat úti í horni og sagði fátt. Kane! Stella fann ákaft til ná- lægðar lians. Hún þekkti öll radd- brigði hans og livert svipbrigði i brúnu og grannleitu andliti hans Hún hafði dvalið viku í húsinu, þegar lnin mætti honum einn morgun í garðinum. Hann kom upp frá ströndinni, sólbrúnn og sterk- Iegur og hjarta hennar barðist um. Hann brosti og skarpir drættirn- ir i andliti hans mýktust. Andar- tak hvildu augu hans á henni og hún átti skyndilega erfitt um and- ardrátt. — Þér hafið farið snemma á fætur, sagði hún feimnislega. — Það hafið þér líka gert. En vatnið er svo freistandi og veðrið svo dásamlegt. Hún tók undir það og gekk áleiðis með honum. — Ég verð að tala við yður. Ég er albata og nú verð ég að fara aftur til London. — Verðið þér það — Stella? Þetta var i fyrsta sinn að hann ávarpaði hann með fornafni og það gladdi hana ákaflega. — Já, svaraði hún. — Mér þætti vænt um ef þér gætuð aðstoðað mig... — Ef þér endilega viljið það! svaraði hann og var nú aftur orð- inn kuldalegur. —- Ég fer til borg- arinnar eftir nokkra daga, og þá get ég gengið frá þessu. Svo bætti hann við: — Carlos verður fyrir vonbrigð- um. — Carlos? Hún starði undrandi á hann. •—• Já, þér liljótið að hafa orðið varar við, að hann er hálft i hvoru ástfanginn af yð'ur. — Nei, nei, mótmælti hún. Hann kemur aðeins þannig fram. Hann meinar ekkert með því. — Er það? Augu hans voru ein- kennilega blá og athugul, þegar liann horfði á hana, eins og hann vildi lesa innstu hugsanir hennar. — Ég hef þá misskilið það. En mér skildist á Lólu, að þér bæruð svip- aðar tilfinningar til hans. Áður en hún gat svarað, gekk liann burt, en hún vissi það nú, að þvi fyrr, sem hún færi í burtu, því betra. ÁðUr en hún fór niður að kvöld- verðarborðinu þetta kvöld, stóð hún góða stund fyrir framan speg- ilinn. Það var varla hægt að trúa því, að þetta væri sama stúlkan, sem kom til Spánar fyrir tveim vikum. Húð hennar var orðin gull- inbrún, línur varanna höfðu mýkzt og augun ljómuðu. Carlos hafði ver- ið að segja henni, að hún væri falleg, en hún hafði tekið það sem kjánalega gullhamra. En nú sá hún, að það var satt. Hún var eins og blóm, sem hafði sprungið út í sól- skininu. En hún vissi i hverju breytingin var fólgin. Hún var ást- fangin — ákaft og vonlaust ■— í manni, sem stóð á sama um hana, sem hefði geri það, sem hann gerði fyrir hana, fyrir hvern sem var í líkum kringumstæðum. Sólsetrið sló ópalbláum bjarma á sjóinn þegar Stella gekk niður tröppurnar út i garðinn, þar sem heimilisfólkið sat og drakk sherry fyrir matinn. — Komið og setjizt hér, Stella sagði Kane. —- Ég lief haft svo mik- ið að gera undanfarið, að það verð- ur að telja mig mjög ólcurteisan gestgjafa. En nú langar mig til að frétta frá London. Það eru tvö ár siðan ég var þar síðast. Hann dró fram stól handa henni og þegar hún settist snertu hendur hans beran handlegg hennar og sendu Ijúfan straum um hana alla. Hún fann að andrúmsloftið varð þving- að, Lóla og Carlos litu hvort á ann- að og Carlo kinkaði kolli á lítið áberandi hátt. Samtalið var stirt í byrjun, en þegar Stella var byrjuð að segja Eða var þetta tilbúningur til j)ess að losna við bana? — Hugsaðu um þetta, sagði Lóíá. — Segðu Kane á morgun, að þú sért að fara lieim til Englands! Hún hvarf ldjóðlaust og Stellu fannst þetta eins og draumur •— aðeins þung ilmvatnsangan full- vissaði liana um, að þetta hefði verið veruleiki. Stella háttaði sig hægt og slökkti Ijósið, en hún gat ekki sofnað. Úti var næstum bjart af tunglskininu, og eftir nokkra stund klæddi hún sig aftur og læddist út um bak- dyrnar og út í garðinn. •—- Stella! Hvað ertu að gera liér? heyrði luin Kane segja bak við sig og þegar hún sneri sér við kom hún beint í faðm hans. Hún leit upp og varir hans mættu hennar og hún gleymdi öllu öðru en ná- lægð hans. Hún slcalf þegar hann sleppti lienni, en svo fann liún hvernig liann tók fastar um axlir liennar frá, gleymdu þau öllum öðrum. Kane spurði margs og það kom i ljós, að þau höfðu sömu áhugamál. Eftir matinn fóru allir með kaffið út á garðflötina og Carlos hafði gítarinn meðferðis. Djúpir og heitir tónarnir ómuðu í kvöld- kyrrðinni og brátt tók Lóla undir. Eitt lagið fylgdi öðru og þau sátu eins og töfruð af hljómlistinni og tunglsljósinu. Stella fann allt i einu hönd Kane um sína, sem lá á armi stólsins. Hjarta hennar barðist um og henni fannst hún ekki geta náð andanum. En svo stóð Lóla upp og liann dró að sér höndina. Nokkru síðar fóru þau öll upp til herbergja sinna, og þegar Stella liafði setzt við snyrti- borðið, varð hún allt í einu gripin sterkri hræðslutilfinningu. Það hlaut að vera tunglsljósið, sem hafði þessi áhrif, hugsaði hún óþolinmóð og gekk út að gluggan- um. Sagt var að tunglskin hefði oft undarleg áhrif á fólk. Það kæmi af stað alls konar ímyndunum, en hönd Kane á hennar úti í garðin- um í kvöld, var þó raunveruleiki. Þá var barið að dyrum og hún sneri sér við. Dyrnar opnuðust hægt og laumulega og Lóla kom inn. Hún hvislaði: — Ég ráðlegg þér að fara héð- an, sagði hún. — Það getur orðið hættulegt fyrir þig að vera hér. — Hættulegt? endurtók Stella. Fallega, spánska andlitið varð allt í einu afmyndað af reiði. — Farðu aftur til Englands, hvæsti hún. — Og láttu Kane í friði. Hann tilheyrir mér! Hvaða rélt hefur þú til þess að koma hingað og eyðileggja allt? Stella þagði en reyndi að hugsa hratt. Kane — og Lóla? En hann hafði aldrei gefið það í skyn, að hann væri hrifinn af þessari spönsku stúlku. Var þetta satt? og heyrði rödd hans, hása og óstyrka: — Fyrirgefðu mér, sagði liann. — Ég álti ekki að gera þetta.. Ég hafði engan ... rétt til þess. — Við slculum kenna tunglsljós- inu um þetta, sagði hann hörku- lega. •— Farðu aftur inn og gleymdu því, að þetta liafi komið fyrir. Andartak starði hún á hann, en hljóp síðan grátandi inn aftur. Þegar hún vaknaði næsta morg- un, heyrði lnin enn rödd Kane hljóma í eyrum sér: Gleymdu þvi, að þetta hafi komið fyrir. Hún klæddi sig sorg- bitin og kveið því að hitta Kane aftur, en það var Carlos, sem tók á móti henni i garðinum. — Kane er farinn inn til borg- arinnar, sagði hann, — svo að ég get verið einn með þér. En þú ert svo föl, chiquita. Hvað hefur kom- ið fyrir? — Ég hef bara höfuðverk. Hún dró andann djúpt. —- Veiztu hve- nær hann kemur aftur? Ég verð að gera ráðstafanir viðvíkjandi heimferðinni. Var það ímyndun, að hann brosti ánægjulega? — Ekki fyrr en á morgun, eða daginn þar á eftir. Hann yppti öxlum á þann hátt, sem er sér- kennandi fyrir Suðurlandabúann. — En liggur þér nokkuð á? — Ég mundi fara strax, ef ég hefði peninga, en þeir eru geymd- ir hjá Kane. —- Það er auðvelt að bjarga þvi við, sagði hann. Ég skal lána þér peninga. Kane getur borgað mér ]oá seinna. Stella liugsaði sig um stutta stund, en hún vissi, að liún yrði að taka tilboðinu. Hún gat ekki liugs- að sér að liitta Kane aftur, eftir loað, sem liann hafði sagt i gær- lcvöld. Hann hlaut að vera bundinn Lolu, það gat cngin önnur skýring vcrið á þessu. — Þakka þér kærlega fyrir, sagði hún. — Hvenær .. . hvenær get ég lagt af stað? —• í kvöld, sagði Carlos hrað- mæltur. — Ég skal útvega þér far- miða. Við förum eftir matinn og ök- um til gistihúss í Algeciras. Snemma á morgun geturðu svo tekið leigu- bil og náð i flugvélina til Englands í Gibraltar. Stella sat inni i herberginu sínu og hafði iagt alll niður í töskurnar, ])Cgar Carlos kom og sótti liana. Þau læddust i gegnum húsið og út i bílinn. Þegar þau voru komin nokkuð á leið, fór að hellirigna og trén bognuðu i storminum. Regnið var eins og silfurmúr framundan, loegar bílluktirnar lýstu á það og Carlos jólc hraðann. — Stanzaðu! Stella varð að lirópa. — Carlos! Við förum i öfuga átt. Algeciras er . . . — Já, ég veit það, hrópaði hann til hennar. — En við förum til Granada í staðinn. Hún heyrði hann hlæja og varð allt i einu köld af ótta. Carlos sat boginn við stýrið og ók eins og lialdinn illum anda. Þau fjarlægð- ust ströndina og beygðu upp i landið. Hún sá óljóst, að þau óku i gegnuin borg og svo upp fjöll eða hæðir. Loks stanzáði bíllinn og Carlos dró hana út með sér. — Komdu nú, sagði Iiann hörku- lega og opnaði stórar eikardyr. — Hingað inn! Ljósið blindaði hana í byrjun og hún fann myglulykt gjósa á móti sér. Carlos fór út og kom aftur með töskuna henuar i hendinni. Hann kastaði henni fyrir framan hana áður en hann sneri sér við og læsti útidyrunum og stakk stórum og fornfálegum lyklinum í vasann. — Komdu nú, sagði hann — eld- liúsið er hér. Hann svaraði engu, þegar hún reyndi að spyrja hann, og' dró hana með sér eftir löng- um gangi fram í stórt eld- hús, þar sem lágt var undir loft. Hún sá að hann var fölur og aug- un gljáðu sem i hitasótt. —- Við erum komin heim, sagði hann hranalega. — Á heimilið mitt! Velkomin til Casa Larosa .. . eða j)ess, sem eftir er af joví! Rödd hans var svo bitur, að Lóla hrö.kk við. — Rústir! tautaði hann. — Með- an faðir minn lifði áttum við jarð- ir og hús — nú er aðeins j)etta eft- ir. Hann var fjárhættuspilari. Það eru gallar í ættinni og við Lóla höfum erft j)á. Það er bara mamma, sem er öðruvísi — hún er hrædd. Eina vonin fyrir okkur, er að Lóla giflist rikum manni — og svo komst þú og eyðilagðir allt saman. Ég sá ykkur sarnan i nótt, það get ég sagt þér. En eftir þetta geri ég ráð fyrir að Kane missi áhugann á þér. Að minnsta kosti þegar hann heyrir, að j)ú liefur verið hér í nótt ein með mér . . Hann gekk nær henni og hún hörfaði aftur á bak. — Það vogarðu þér ekki að segja! Þú . . . — Hvers vegna ekki? Systir mín hefur þegar komið því inn hjá lionum, að við séum . . . séum hrifin hvort af öðru. Þetta verðtir VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.