Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 8
hún vilji hafa hjónabandið stöðugt tilhugalíf og hringiðu. Þó er
líka hugsanlegt að allar skemmtanirnar hafi stafað af veiðiskjálfta
og þá róast hún svo rækilega að hún vill helzt ekki neitt fara út..
Sú veraldarvr.n?. er ákaflega skemmtileg stúlka. Hún er alitaf
fallega klædd og kann að bera föt. Hún hefur ferðazt um talsverðan
slatta hins siðmenntaða heirns og jafnvel út fvrir hann. Það er ör-
uggt að hún kann tveim til þrem tungumálum meira en maðurinn
sem hún er með. Hún dansar charieston, mambo, cha cha og twist
eins og sérfræðingur. Hún elskar osta, rauðvín og spaghetti. Hún
er yfirleitt glitrandi skemmtileg í samræðum, getur talað um flesta
hluti af nokkurri skynsemi. án þess að vita neitt um þá. Hún vcit
ctrúlegustu hluti, en yfirleitt eru það þeir hlutir, sem minnstu máli
skipta í lífinu. Hún sver og sárt við leggur að hún muni annaðhvort
aldrei gifta sig, eða að minnsta kosti ekki fyrr en hún er 35 ára
gömul, vegna þess að það sé svo gaman að lifa ein. Það einkennir
hana öðru fremur, að hún vill aldrei tala um neitt í alvöru, né
20 MISMUNANDI GERÐIR
Sú rómantíska. Getur orðið góð húsmóðir, en hættir til að fá of
mikinn áhuga fyrir jarðarförum og líkræðum.
taka neitt alvarlega. Það má heita gjörsamlega ómögulegt að koma
henni á óvart, nema þá að með því, að tala skynsamlega og alvar-
lega um eitthvað sem máli skiptir. Það er enginn vafi á að hún
skilur það. Að skemmta sér með henni er mjög dýrt. Hún drekkur
talsvert, en þolir mikið, húp biður alltaf um eitthvað af því dýr-
asta á matseðlinum, ekki af því að það er dýrast, heldur af þvi að
henni þykir það gott. Hún er oftast laus við snobb. Þessi stúlka
giftist að sjálfsögðu miklu fyrr en hún ætlaði sér, en venjulega
niður fyrir sig, hvað viðkemur menntun og karakter. Þegar hún er
gift er leitun á annarri eins húsmóður. í stuttu máli, heillandi
stúlka en erfið.
Sú snobbaða vill alls ekki tala við ykkur, nema hún haldi að þið
séuð henni meiri, rikari, eða hærra settir í þjóðfélaginu. Hún talar
í sífellu um frægt fóik sem hún hefur kynnzt, staði sem hún hefur
farið til, og ef hún er sérlega langt leidd, talar hún um staði sem
hún hefur ekki heimsótt, vegna þess að hún telur þá fyrir neðan
virðingu sína. Til að slá hana alveg út, þarf ekki annað en að þekkja
nöfn á tveim frönskum réttum og einni tegund af rauðvíni. Svo
er bazt að líta ekki á matseðilinn, en panta þetta. Þessu verður hún
hrifin af. Hún hefur mikla tilhneigingu til að senda aftur steikina,
af því hún sé ekki rétt steikt, til þess eins að vera merkileg, þó að
hún þekki ekki muninn á góðri steik og slæmri. Hún er yfirleitt
illkvittin við alla minnimáttar,
ókurteis við alla, sem ekki mega
svara fyrir sig, svo sem þjóna,
og yfirleitt gersneydd tillitssemi.
Hún hatar foreldra sína fyrir að
hafa ekki ættarnafn og er illa
við ailt sem er íslenzkt. Ekki
held ég að þurfi að vara ykkur
sérlega við þessum kvenmanni,
þar sem þið verðið að deyja úr
leiðindum eftir stutta stund með
henni.
Sú, sem er listasnobb, hefur
flest einkenni þeirrar snobbuðu,
þó beinist það inn á nokkuð aðr-
ar brautir. Það er rétt að leyfa
henni að tala, og segja henni svo
að maður hafi lesið bæði Camus
og Kafka. Ekki er þó rétt að
segja það nema að það sé satt.
Hún hefur aldrei vit á neinni
list, vegna þess að hún hafi
áhuga fyrir henni, aðeins af því
að hún heldur að það sé fínt.
Hún segir örugglega ef hún
hefur komið til Parísar, að hún
hafi ekki séð Louvre. Það er
ekki í tízku núna að mála
figurativt og þess vegna fyrir-
líur hún það.
Það er alltaf þreytandi að
heyra fólk tala um það sem það
hefur ekkert vit á og ekki sízt
þegar um er að ræða huggulega
stúlku, sem maður var að vona
að væri skemmtileg.
Sú listfenga er allt öðruvísi.
Hún er ýmist ógreidd og druslu-
leg til fara, eða sérkennileg og
snyrtileg. Hún er gjarnan við-
kvæm og skapheit og sér yfirleitt
alla hluti í öðru ljósi en annað
fólk. Það er mjög auðvelt að
misskilja hana, en nær ómögulegt að
skilja hana. Þess ber vel að gæta að rugla
henni ekki saman við listasnobb, því að
hún er alltaf að reyna að tjá sig í gegn
um list, þó að það gangi misjafnlega, enda
eru hæfileikar fólks misjafnir. Hún er
ekki að þykjast. Það borgar sig aldrei
að látast vita meira en maður gerir um
listir, þar sem hún á í hlut. Það er miklu
nær lagi að reyna að læra eitthvað af
henni, sem oftast er hægt. Hún verður
alltaf erfið eiginkona, vegna tilhneiginga
sinna, hvort sem hún hefur hæfileika
eða ekki, en aldrei verður hún leiðinleg.
Sú bókhneigða er sorglega sjaldgæf á
þessum síðustu og verstu tímum. Yfirleitt
Sú bókhneigða. Hún er róleg og óspillt
en fyrir alla muni talið ekki við hana
um bækur.
Sú skemmtanasjúka. Þegar hún giftist,
villi hún hafa hjónabandið stöðugt tilhuga-
<3 Iíf og hringiðu. Metur skemmtanir eftir
magni fremur en gæðum.
er hún róleg stúlka, sem ekki hefur á
neinn hátt látið hraða nútímans hafa
áhrif á sig. Það getur meira að segja
verið að hún sé í rólegheitum að láta
lífið fara fram hjá sér, með því að loka
sig um of frá því. Það er oft erfitt að
kynnast henni, en það er þess virði. Hún
veit allt mögulegt, en finnst hún ekki
vera sérlega menntuð, eins og öllum þeim
finnst, sem eru að byrja að verða það.
Þeim sem ekki eru það, finnst þeir gjarn_
an vita svo til allt sem er þess virði að
vita. Hún hefur oft fremur lítinn á-
huga fyrir útliti sínu. Gætið þess að tala
ekki við hana um bækur. Það er miklu
líklegra til að draga hana út úr sjálfri
sér að tala um eitthvað sem hún ekki
þekkir, en maður þekkir vel sjálfur. Af
umgengni við jafn ágæta hluti eins og
bækur hefur hún lært að taka við hug-
myndum.
Sú, sem stundar íþróttir er stælt og
vöðvamikil, en því miður er hún stundum
vöðvamikil, þar sem hún alls ekki ætti
að vera það, svo sem á fótleggjum. Það
er vissara, ef menn eru ekki í góðri
líkamlegri þjálfun, að gerast ekki ágeng-
ir við hana, til að tryggja það að liggja
ekki skyndilega undir sófa með handlegg-
inn úr liði. Hún er hörkudugleg og hefur
mikinn viljakraft. Það er meira að segja
hætta á að viljakrafturinn sé svo mikill,
að þú sért farinn að stunda fjallgöngur og
víðavangshlaup með henni, áður en þú
veizt hvað kom fyrir þig. Venjulega þýðir
g VIKAN