Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 34
SÁLKREPPUR OG SÁLGREINING
EFTIR DR. MATTHÍAS JÓNASSON
jarðlífsins. Einstaklingseðlið, upp-
haflega sjálfhverft og heimtufrekt,
skal sveigjast til hlýðni við siðaboð
samfélagsins, en þó í mildu ástríki,
sem ekki leiði til varanlegrar trufl-
unar á geðrænu jafnvægi. Þrá
ungbarnsins finnur fullnægingu við
brjóst móður sinnar. í faðmi hennar
vaknar því samúðarkennd, sem
glæðir því skilning á hinu marg-
brotna og kröfuharða siðgæði sam-
félagsins. Á þennan hátt fellur hegð-
un flestra manna áreynslulítið að
samfélagskröfunum; ósjaldan býr
barn samt við þær tilfinningaað-
stæður, að þrár þess og hvatir
spyrna af öllu afli gegn þeirri siða-
vitund, sem það játast undir og
finnur sig skuldbundið. Þá er hafin
togstreita í sálarlífi einstaklingsins,
sem getur magnazt svo, að varanleg
geðveila spretti af. Að vara við og
vernda fyrir slíkri hættu, það er
sjálfvalið hlutverk sálgreiningar-
innar.
ARFSVON HINS SNAUÐA.
Sælir eru þeir, sem þjáningu
bera, því að þeir munu huggaðir
verða“ (Matth. 5. k. 4. v.).
Andspænis þessu fyrirheiti um
eilífa sælu hefir jarðlífið aðeins
andartaksgildi, sæla þess og
þjáning virðast eins og sveipir
í árflaumi, sem birtast og hverfa
í sömu svipan. Frá jarðnesku
sjónarmiði er þjáningin þó ekki
svona svipleifturskennd. Jafnvel
þótt hún vari aðeins skamma
stund samkvæmt klukkunni, get-
ur einstaklingurinn lifað hana
sem endalausa kvöl. Og það á
ekki við líkamsþjáningu fyrst og
fremst. Hún kann að vera sár,
en er þó bærileg, meðan sálrænt
þrek endist. Það er hin sálræna
kvöl, sem breytir örskotsstund
í langdregna eilífð, tekur sér ból-
festu í geði einstaklingsins og
lamar viðnámsþrótt hans, svo að
hann örvæntir um persónulegt
gildi sitt og tilgang lífs síns.
Af þessum sökum er arfsvon
hins vansæla til huggunar í öðru
lífi ekki einhlít. Einnig tíman-
leg velferð mannsins krefst geð-
verndar og sálgæzlu. Einstakl-
ingurinn er oft svo vanmegna
og umkomulaus gagnvart geð-
rænum vandamálum sínum, að
hann þarfnast skilningsríkrar
hjálpar, svo að hann geti á eðli-
legan hátt verið þiggjandi og
veitandi í samfélaginu. Sú þörf
er honum sjálfum þó ekki alltaf
ljós. f því birtist reginmunur
geðrænna og líkamlegra þján-
inga. Ef ég vinzt í ökklalið, þá
er ég í engum vafa um hjálpar-
þörf mína; ég leita handlæknis
umsvifalaust. En geðrænn sárs-
auki minn er oft búinn dular-
gervi, sem öðrum veitist jafnvel
auðveldara að sjá í gegnum en
mér. Hann raskar geðrænu jafn-
vægi mínu, án þess ég sjálfur
verði þess var. Slík röskun jafn-
vægis veldur oft miklu böli, vek-
ur tortryggni og ótta, spillir ást
og vináttu, sáir andúð og hatri.
Hún ræður því, að menn reynast
34 VIKAN
oft verst þeim, sem þeir unnu mest.
Margt ólánsverk var unnið í góðri
meiningu.
Raunveruleg orsök sjúklegra geð-
brigða er ósjaldan svo vandlega
dulin, að jafnvel slyngustu geð-
fræðingar fá sig fullreynda við að
greina hana. En gríman getur líka
fallið skyndilega. Hinn þjáði reynir
kannske að lýsa vanda sínum með
skarplegri hugsun og skýrum orð-
um, en grípur aðeins á yfirborðs-
fyrirbærum og styrkir þannig óaf-
vitandi þann varnarmúr, sem geym-
ir leyndarmálið djúpt í dulvitund
hans. Svo lýtur hann allt í einu
höfði og grætur! Þetta ósjálfráða
tilfinningaviðbragð opnar glöggum
athuganda dýpri sýn inn í geðræna
röskun en margorð frásögn megnar.
Barni er grátur eiginleg tilfinninga-
tjáning; hjá því er hann ekki neinn
kjarkleysisvottur. En grátur full-
orðins manns þýðir uppgjöf hins
dulda í persónuleikanum, hann sýn-
ir vorn innra mann í allri nekt
sinni og umkomuleysi. Grátur er
alltaf uppgjöf, þótt ekki sé nema
um stundarbil. Því blygðast menn
sín fyrir að tárfella í návist ann-
arra. En við grát slaknar oft á stríðs-
þaninni tilfinningaspennu, svo að
duldin á greiðari leið fram í blikflöt
vitundarinnar.
VERALDLEG SÁLGÆZLA.
Fyrirheitið um huggun eftir dauð-
ann fyrir þá sálarkvöl, sem ein-
staklingurinn kann að verða að
þola, nægir nútímamanninum ekki
lengur. Hann skoðar geðræna van-
líðan miklu fremur sem sjúkdóm,
sem hann eigi heimtingu á að fá
læknaðan. Það er ekki sízt af þess-
um sökum, að kenning Freuds um
áhrif hins dulvitaða á hegðun og
geðheilsu manna hefir náð svo al-
mennri viðurkenningu, sem raun er
á. Hylli sína á hún fyrst og fremst
að þakka notagildi þeirrar geð-
lækningaaðferðar, sem af henni er
leidd. Túlkun hennar á eðli manns-
ins hefir sætt ákafri, jafnvel of-
stækisfullri gagnrýni, ekki sízt af
trúarlegum ástæðum, enda hefir
mörgum virzt sem dulvitundin væri
leikvangur djöfullegra hvata, sem
réðu mestu um hegðun manna, sam-
vizkunni aftur á móti væri fengið
hið tvíbenta hlutverk að þrúga nið-
ur og bæla eðlislægar hvatir og til-
finningar. Því ber heldur ekki að
leyna, að kenning Freuds er víða
tilgátukennd; í mörgum atriðum
fyllir frjótt ímyndunarafl hans upp
í eyður rökfærzlu og sannana.
Styrkur sálgreiningarinnar er fram-
ar öllu fólginn í geðvemdar- og
lækningagildi hennar. Hún leitast
við að fullnægja þörf nútímamanns-
ins fyrir veraldlega sálgæzlu.
Frá sjónarmiði nútímaþekkingar
leikur enginn vafi á því lengur, að
„hin dimma þrá“, þ. e. hemjulausar
hvatir og viðkvæmar tilfinningar,
er upprunalegt og skýrt eðlisauð-
kenni mannsins. Viðfangsefni þeirr-
ar sálgæzlu, sem hefir geðrænt
heilbrigði og veraldlegan farnað að
markmiði, er m. a. fólgið í því að
skilja þennan eðlisþátt og stöðu
hans gagnvart siðmenningu samfé-
lagsins. Með trúarlegum skriftum
sínum rækti kaþólska kirkjan mik-
ilvæga sálgæzlu, sem náði þó aldrei
að fullu geðverndartilgangi sínum
einmitt vegna þess, að kirkjan skoð-
aði hina duldu afkima vitundarinnar
sem vígi satans og hlaut með þeirri
afstöðu að auka á þá hvatabælingu,
sem raskaði geðrænu jafnvægi
skriftabarnsins.
Hin veraldlega sálgæzla aftur á
móti viðurkennir hvern þátt mann-
eðlisins og hlutdeild hans í hegðun
og atferli. Hlutverk hennar er að
losa um bælinguna, upphefja hana
og greiða úr geðflækjunni í vökulli
vitund. Við það missir duldin sitt
sundrandi magn, og sálarlífið kemst
aftur í jafnvægi.
Þetta má auðvitað ekki skilja svo,
sem hver tilhneiging mannsins ætti
þá jafnan rétt til framrásar í verki.
Sálgreiningarsinnar eru ekki neinir
nihilistar í siðgæði og trúmálum.
Fyrirheitið um huggun í öðru lífi
getur verið æðsta og sælasta von
þeirra, engu síður en annarra
manna. En hún upphefur ekki gildi
Lítil ástarsaga.
Framhald af bls. 21.
Það var ekki langt liðið á dans-
leikinn, þegar Grollmann stóðst ekki
mátið lengur. Hann byrjaði:
— Ungfrú Angelíka. Hve við
dönsum þennan vals létt og svíf-
andi, hamingjusöm og áhyggjulaus!
Gætum við ekki dansað þannig
gegn um lífið, ástkæra ungfrú
Angelíka?
Angelíka roðnaði. — Mér líkar
mjög vel við yður, sagði hún, — en
það getur ekki orðið. Ég treysti
mér ekki til að gefast manni, sem
ekki er músíkalskur.
— En ég er mjög músíkalskur,
greip hann fram í. — Vitið þér, í
hvaða tóntegund Haydn samdi
sinfóníur sínar?
— Það skiptir ekki máli, kæri
Grollmann.
— En vitið þér þá, hve margar
blekbyttur Scarlatti notaði, þegar
hann skrifaði sernbalósónötuna?
— Það kemur tónlistinni ekkert
við.
— Jæja, sagði Grollmann þá. —
En giftist mér þá í nafni þessa vals,
sem við nú dönsum saman. Takið
bara eftir þessum valsi! Svo léttum,
svo svífandi! Við eigum svo vel
saman, sjáið bara, hvernig hitt
fólkið hefur staðnæmzt og starir
bergnumið á okkur ...
Angelíka leit vonleysislega á
dansherra sinn. Svo sagði hún: —
Einmitt þess vegna vil ég ekki gift-
ast yður.
— Hvers vegna ekki, í drottins
nafni?
— Vegna þess, að þetta er ekki
vals, heldur tangó!
Þetta er nú kannski lygasaga, en
hún er skemmtileg samt. Kannski
hefði Grollmann greyið heldur átt
að fara þá leiðina að taka þátt í
fimleikum, því það er hið eina, sem
Angelíka leggur stund á auk tón-
listarinnar — og þó — leikfimi með