Vikan


Vikan - 31.01.1963, Side 31

Vikan - 31.01.1963, Side 31
Ég er Shiloh, hinn kjörni leiðtogi týndra sálna ísraelsmanna. falsspámanna, af aSferðum réttvís innar í Michiganríki. Sá lærdómur hefði átt að verða honum eftir- minnilegur. En Ben Purnell var fljótur að gleyma. Þegar hann yfirgaf réttar- salinn í Ann Arbor, komst ekki ann- að fyrir í huga hans en það, að nú væri leiðin til valda opin, hásætið stæði autt og biði eftir honum. 7. KAFLI. Það var snemma morguns á hinni kyrrlátu stundu rétt fyrir sólarupp- rás. Inni í íburðarmikilli stofu Guðs- hússins, þar sem allur húsbúnaður stakk mjög í stúf við fátæklegt um- hverfið utan við gluggana, sat æðsta ráð ísraelssafnaðarins í hljóðri bæn og tilbeiðslu. Allir höfðu hneigt höfuðin, allra augu voru lokuð — nema safnaðarmeðlimsins með rauð- gullna hárið. Hann leit snöggt og rannsakandi á hvert og eitt af al- varlegum andlitunum. Þannig fundur var haldinn dag- lega og tilgangur hans var að biðja fyrir píslarvottinum Michael Mills og fljótri heimkomu hans, til að biðja um réttlæti í stað alls þess ranglætis, sem hann hafði orðið að þola, og um eilífa útskúfun þeim til handa, sem áttu sök á því. En Benjamin Franklin Purnell hafði nánar gætur á félögum sínum og beið hinnar réttu stundar. Skyndilega stundi hann hátt og lét fallast niður í stólinn. Allra augu opnuðust, öllum höfðum var lyft. Handleggir Bens Purnell féllu mátt- lausir niður með hliðum hans og haka hans hvíldi við bringuna. Bjúp, næstum hljóðlaus, stuna kom eins og úr innstu fylgsnum hans, og þar næst önnur, sem hljómaði sem fjarlægt harmakvein á nætur- lagi. Hann kipptist til af krampa- kenndum flogum og allur líkami hans hríðskalf. Skelfingu lostnir flýttu allir við- staddir sér honum til hjálpar. En þeir hörfuðu varlega aftur á bak, þegar flog hans urðu enn heiftugri. Háar stunur og andköf leystu hvort annað og úr munnvikum hans rann froðan. Hljóðin, sem hann gaf frá sér urðu líkust skepnuhljóðum og héldu hinum í hæfilegri fjarlægð — eins og veiðihundum, sem horfa á bráðina komna í örugga höfn. En svo hljóðnaði hann skyndilega og hætti að skjálfa. Hann lyfti hægt upp höfðinu og rólegt og engilblítt bros var á vörum hans þar sem hann starði beint fram, en þó með lokuðum augum. Varir hans hreyfð- ust varla þegar hljómmikil rödd kvað við, rödd, sem virtist fylla út í hvert horn herbergisins og sýndist undarlega fjarlæg og óskyld þessari dauðlegu veru, sem þarna sat. „Beðið er eftir Shiloh, allir eiga að sameinast í honum.“ „Heilagur andi!“ hvíslaði einhver æstur. „Heilagur andi hefur stigið niður og fyllir hann nú!“ „Lambið stendur á fjallstindinum og hjá því hundrað fjörutíu og fjög- ur þúsund manns — þeir sem hafa frelsazt af jörðinni — ekkert ó- hreint er í huga þeirra frammi fyr- ir almættinu.“ „Lofaður sé Drottinn!" heyrðist hvíslað. „Tíminn nálgast. Rödd sjöunda engilsins mun brátt hljóma og þá opinberast leyndardómar Guðs í gegnum þjóna hans, spámennina." „Amen!“ hvísluðu allir í kór. Augu Bens Purnells opnuðust allt í einu. Hann starði undrandi á fólkið kring um sig. „Ég er sjöundi himneski sendi- boðinn!" lýsti hann yfir, og virt- ist jafn undrandi á því sjálfur og all- ir aðrir viðstaddir. Það varð löng og þung þögn. En þá rauf Eliza Court hana. „Þetta er guðlast!" hvæsti hún út í þögnina. „Prins Michael er sjö- undi sendiboðinn!“ „Michael Kayfor Mills er svikari, þjónn illra afla, handbendi djöfuls- ins, slanga, sem við höfum alið við brjóst okkar!“ Ben Purnell hrópaði af hræsnisfullri hneykslun og stóð upp. „Hann bar merki dýrsins á enni sér. Ég er hinn sanni sjöundi himneski sendiboði. Mér hefur op- inberazt köllun mín. Ég er Shiloh, hinn kjörni leiðtogi týndra sálna fsraelsmanna. Ég mun sameina Judah og ísrael. Ég mun ráða ríkj- um í Jezreel. Ég mun leiða söfn- uðinn og tryggja honum eilíft líf. Eldur og brennisteinn bíður þeirra, sem ekki trúa og efast um mig.“ „Guðlast!“ hvæsti Eliza. „Eldur og brennisteinn!“ sagði hann hótandi við hana. Ég er lífið og ljósið, byrjun alls og endir. Skyndilega varð rödd hans róleg og seiðandi. „Þúsund ára ríkið nálg- ast óðum. Eilíf hvíld. Eilífur frið- ur. Við munum lifa og stjórna í þús- und ár.“ Svo hrópaði hann aftur hástöfum. „En þeir, sem ekki eru skráðir í bók lífsins, þeim verður kastað í eldinn. Fylgið mér eða kjósið eilífa útskúfun í eldum Vítis!" Ben setti allt undir á þcssu aungabliki, og honum var innan- brjósts eins og fjárhættuspilara, sem horfir á rúllettuna snúast og veit af aleigu sinni undir henni komna. En hann var fæddur fífl- djarfur og hann naut þessa í ríkum mæli. Það voru liðin næstum þrjú ár síðan dómstóllinn í Ann Arbor hafði kveðið upp dóminn yfir Michael Mills. Meðan Ben Purnell horfði á varðmennina leiða prins Mike burt undir fagnaðarlátum áhorfenda, hafði hann haldið, að nú væri fram- tíðin björt og skuggalaus. Það yrði auðvitað nauðsynlegt fyrir ísraels- menn að sýnast auðmjúkir og guð- hræddir fyrir umheiminum í nokk- urn tíma á eftir. Ekkert hneyksli mátti koma fyrir, því að almenn ingsálitið var enn vakandi, dagblöð- in voru enn gráðug í fréttir af kvennabúrinu. Þótt ekki væri nema orðrómur, gat það orðið örlagaríkt fyrir söfnuðinn. Ef hins vegar reyndist fært að halda söfnuðinum saman, þar til almenningur missti áhugann, var Ben viss um, að það mundi ekki verða neinir þröskuldar á vegi hans til valda. En Ben varð brátt ljóst, að hann hafði ekki reiknað með Elizu Court. Eliza hafði gengið fram í því að safna peningum meðal fsraels- manna til að kosta málskostnað við áfrýjun dómsins og til að fara með málið alla leið í hæstarétt Michig- ansríkis, ef á þyrfti að halda. Ben skemmti sér yfir þessu brölti henn- ar. Hún hafði gengið fyrir háa og lága og heimtað að fá að dvelja í fangelsinu með hinum himneska sendiboða, en hafði auðvitað alls staðar fengið neitun. Ben fannst þetta líka hlægilegt. En þegar Eliza Court hafði allt í einu lýst því yfir, Framhald á bls. 49. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.