Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 36
Látið
Dubarry
CLEANING CREAM
hreinsa og fegra
húð yðar.
og
Dubarry
VANISHING CREAM
verndar litaraftið í
vetrarkuldum.
Þegar þér kaupið
snyrtivörur, biðjið um
Dubari^y
Heildverzlun
HALLDÓRS JÓNSSONAR,
Hafnarstræti 18.
Símar 12586 og 23995.
Bretinn virtur.
Framhald af bls. 11.
kasti þeim ofan í bátinn til okk-
ar. Við verðum að sæta lagi a'ð
komast inn. Hverjir bjóða sig
fram, til þess aS fara upp i tog-
arann.
Jón í Junkaragerði og Sigurður
Eiriksson buðust þegar til þess, a'ö
leggja sig í þessa hættu. Fleiri gátu
ekki farið, færri en sjö máttu ekki
vera í bátnum. Fjórir urðu að vera
undir árum, þrír að taka á móti
mönnunum.
Þeir renndu áttæringnum aftur
upp milli togarans og bergsins. Jón
og SigurSur stóðu i stafni, og þegar
bátinn bar upp að togaranum,
stukku þeir upp í hann. Þeir náðu
báðir öruggu taki og ógu sig upp
á hvalbakinn. Umsvifalaust sneru
þeir sér að þeim, sem næstir þeim
voru, og ætluðu að kasta þeim nið-
ur í bátinn. En það var ekki au'ð-
veit verk.
Bretarnir höfðu lengi hangið
þarna á hvalbaknum og þrumað af
sér öll ólög. Þeir voru hættir að
vita hvað fram fór í kring um þá,
allt þeirra líkams- og sálarþrek
beindist að því einu að halda sér.
Skelfingin, kuldinn og þreytan
höfðu útilokað alla aðra hugsun.
og þeir voru ekki á því að sleppa
sér, þótt Jón og Sigurður væru
komnir til hjálpar.
Það kom sér nú, að þeir félagar
voru þvi vanir, að leggja nokkuð á
sig. Ýmsir hefðu verið orðnir til
lítilia stórræða eftir fjögurra tíma
göngu í vonzkuveðri út á Hafna-
berg og síðan tveggja tima erfiSan
róður móti roki og regni, en Jón
var harðræðinu vanur. Hann lét
sig ekki muna um það, þegar hann
kom úr róðri, að ganga til Kefla-
víkur eftir beitusild 6 tíma leið
fram og til baka, og bera hana svo
á bakinu heim aftur, 40—50 kíló.
Og þá stóð venjulega heima, að það
var kominn tími til að leggja á sjó-
inn á ný. Erfiðið um nóttina var
ekki meira en þeir áttu að venjast
frá hinu daglega brauðstriti.
HVARF í LÖÐRIÐ.
Þeir tóku ómjúkum höndum á
Bretunum, slitu þá lausa og köst-
uðu þeim niður í bátinn, þar sem
framréttar hjálparhendur biðu
þeirra. Þeim tókst að ná þremur,
áður en báturinn varð að hörfa
vegna óiags. Þeir félagar bjuggu
sig undir ólagið, sem dundi yfir
þá með heljarafli, svo þeir áttu
fullt í fangi með að halda sér.
Þegar þeir sáu handa sinna skil á
ný, var þeirra fyrsta verk að telja
þá sem eftir voru, jú, þeir voru
sjö. Báturinn renndi nú upp að
togaranum aftur, og enn köstuðu
þeir Jón og Sigurður þremur Bret-
um ofan í bátinn, áður en hann
hörfaði fyrir ólagi. Enn renndi
báturinn upp með. Þeir félagar
losuðu sjöunda Bretann, en um leið
og þeir köstuðu honum ofan í átt-
æringinn, skall óvænt brot yfir
togarann. Það var ekki mikið, bor-
ið saman við hin fyrri, svo Jóni og
Sigurði tóksl að halda sér, þótt
brotið kæmi óvænt, en bátsverjar
misstu sjónar á manninum, sem
kastað var til þeirra. Vissu þeir
ekki fyrr til, en hann skall á
fremstu þóftuna á milli þeirra og
mölbraut hana. Þetta var þóftan,
sem mastrið var fest í, hún var úr
tveggja tommu þykkum viði.
Nú var sæmilega kyrrt um sinn,
svo þeim félögum tókst að koma
þeim þremur, sem eftir voru, ofan
i bátinn. Síðastur fór skipstjórinn,
og var hann erfiðastur viðureign-
ar, þvi hann var vel að manni og
örvæntingin yfir skips- og manna-
missinum jók honum afl. Siðan
stukku þeir félagar einnig ofan i
bátinn, og var nú hörfað ofan i
ólagi í siðasta sinn.
BROTNAÐI OG HVARF.
Nú var róið af stað heimleiðis,
en nokkrir bátasverja reyndu að
setja upp siglutréð, en það kostaði
nokkra fyrirhöfn, þar sem masturs-
þóftan var brotin. Áður eri það
tækist, og áður en báturinn var
kominn nema svo sem tvö til þrjú-
hundruð metra frá togaranum,
kvað við ógnþrunginn brestur og
togarinn Tribune brotnaði i tvennt
um hvalbakinn og hvarf i djúpið.
Nú var undan vindi að sækja og
ferðin gekk vel, eftir að segl hafði
verið undið upp. Enn var þó mikil
ágjöf, og var einn maður stöðugt
við austur. Þrátt fyrir það, að
jullan aftan i áttæringnuin væri
þung af sjó, var Hreggviður heim-
fús, og fór nú á hálfri klukkustund
þá leið, sem tók bátsverja tvær
klukkustundir að róa.
Það þarf varla að lýsa þeim
fögnuði, sem greip vini og aðstand-
endur bátsverja, þegar áttæringur-
inn Hreggviður kom siglandi utan
úr slagveðrinu og öldurótinu, þung-
hlaðinn með 12 skipbrotsmenn og
ókunna jullu í eftirdragi.
BJÖRGUNARLAUNIN.
Nokkrum mánuðum eftir þessa
björgun sýndu Bretarnir íslending-
unum þakklæti sitt í verki, með
þvi að senda þeim peningaverðlaun
fyrir björgunina. Þeir sendu 27
krónur islenzkar. Þrjár krónur i
hlut hvers björgunarmanns. Hver
Breti var því metinn á tvær krón-
ur tuttugu og fimm aura! Og Jón
Jónsson bætti við, er hann hafði
sagt þessa sögu: — Og ég fékk
ekkert meira fyrir þann, sem þóft-
una braut!
Jón Jónsson frá Junkaragerði,
sem sagði Vikunni þessa sögu, er
nú 75 ára að aldri og býr að Sól-
bakka í Höfnum. Hann er mjög
ern og gengur hvern dag að störf-
um á Keflavíkurflugvelli, og sagt
er, að elja hans og vinnusemi
stingi mjög i stúf við það, sem al-
mennt gerist á þeim stað!
Grettisvöðvar.
Framhald af bls. 15.
og þjálfa sig baki brotnu.
Jón Geir Árnason, rakari, kynnt-
ist þessu á sínum tíma úti í Hol-
landi og fékk áhuga fyrir íþrótt-
inni, aflaði sér tækja, og fór að
þjálfa. Kunningjar og aðrir, sem
heyrðu um þetta, fengu hann til að
segja sér til og nú koma þeir sam-
an nokkrum sinnum í viku hverri
og þjálfa sig eins og þeir geta.
f fþróttafélagi Reykjavíkur eru
margir áhugamenn í þessari grein,
og hafa komið saman til að þjálfa
sig, og fór ljósmyndari Vikunnar
þangað núna fyrir skömmu og tók
nokkrar myndir af þeim. í flokkn-
um eru aðallega tveir menn, sem
hafa kynnt sér lyftingar, þeir
Svavar Karlsson og Finn Jansen,
og hafa þeir tekið að sér að leiðbeina
öðrum í þessum efnum.
Mikil aðsókn er að þessum æf-
ingum og eru t. d. um 40 karlmenn
á spjaldskrá hjá flokknum og kom-
ast færri að en vilja.
Annars tala myndimar okkar
sjálfar sínu máli mikið betur en
langorðar lýsingar. Þær voru tekn-
ar á æfingu hjá Í.R., eins og áður
er sagt og hjá Jóni Geir Ámasyni
rakara, og sýna nokkra unga pilta
í ýmsum stellingum við lyftitækin,
og hvernig þeir hafa þjálfað vöðv-
ana til átaka.
G. K.
Síldarréttir.
Framhald af bls. 24.
SÍLD í HLAUPI.
6 síldir, dill, salt, 3—4 lárviðar-
lauf, 6—7 piparkorn, % 1. fisksoð,
12 blöð matarlím, 100 gr. rækjur,
1 rauður pipar eða tómatar.
Síldin er lögð á bretti með roðið
niður og dill og salti stráð ofan á
hana. Flökunum rúllað saman frá
sporði og upp úr og haldið saman
með trépinnum. Lagðar á rist í pott
og köldu vatninu hellt yfir þær.
Salti stráð yfir og lárviðarlauf og
piparkorn sett út í. Soðið við lítinn
hita og trépinni notaður til þess að
athuga hvort síldin er meyr, en það
þarf að gerast varlega, því síldin
vill detta í sundur. Tekið upp og
kælt. Matarlímið leyst upp í % 1. af
fisksoði og hellt í botn á flötu fati,
ca. 1 cm þykkt lag. Síldin er skorin
í sneiðar eins og rúlluterta, ef hníf-
urinn er vel beittur má ná upp undir
4 sneiðum úr hverri rúllu. Sneiðarn-
ar lagðar með sárið upp á híaupið
á fatinu og því sem eftir er af hlaup-
inu hellt yfir. Þegar það er stíft eru
rækjur og rauðir piparhringir lagðir
ofan á og dill stráð yfir.
GRATINERUÐ SÍLD.
8 stk. síld, 10 hráar kartöflur, 4
stórir laukar, 100 gr. rasp, salt, pipar,
50 gr. smjöriíki.
Kartöflurnar flysjaðar og skornar
í sneiðar og laukurinn í þunnar
sneiðar. f smurt eldfast fat eru fyrst
lagðar hráar kartöflusneiðarnar, svo
laukurinn og síðast síldarflökin.
Lagt áfram í sömu röð þar til fatið
er fullt. Á milli laganna er stráð
salti og pipar og síðast er raspið
sett og smjörlíkisbitar. Bakað í 175
gr. heitum ofni í klukkutíma, eða þar
til kartöflurnar eru meyrar.
AMAGERSÍLD.
6—8 stk. síld, salt, 2 stór og rauð
epli, 2 laukar, 50 gr. smjörlíki, ca.
2 dl. kryddedik, 1 knippi timian,
rúgbrauð.
Síldarflökin vafin upp frá sporð-
inum, salti stráð yfir og látið standa
í 10 mín. Kjarninn er tekinn úr epl-
unum og þau skorin í sneiðar með
hýðinu á. Laukurinn skorinn í þunn-
ar sneiðar. Eldfast fat smurt vel og
eplasneiðarnar lagðar á botninn, þar
ofan á lauksneiðar og svo síldar-
flökin, og síðan áfram í sömu röð.
Ediki hellt yfir og timían sett í
miðju og soðið með þéttu loki í 175
gr. heitum ofni í 30 mín. Timíanið
er tekið burt áður en rétturinn er
borinn fram. Ristað rúgbrauð er
borið með.
36 VIKAN