Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 49
fremst ætluð karlmönnum, er ég ekki í nokkrum vafa um að flest- ar stúlkur, sem tekið hafa upp blaðið, eru þegar komnar hingað í greininni. Ykkur stúlkum vil ég gefa þau ráð, að vera ekki alltof uppástöndugar við piltana. Ætlizt ekki til of mikils af þeim, hvað viðkemur skemmtunum og öðru slíku. Þeir hafa ekki nema tak- mörkuð peningaráð og það kostar 1000—1500 krónur að fara út með dömu eitt kvöld. Bjóðið þeim annað slagið heim að borða. Skammtið þeim vel á diskinn, því að allar líkur eru til að þeir þori ekki að borða eins mikið og þá langar til, vegna hæverzku. Reynið að sitja þegjandi í langa stund. Ef öðru ykk- ar eða báðum er farið að leiðast eftir fimm mínútur, er engin ástæða til að sjást oftar. Og fyrir alla muni gefið mönnum möguleika á að vera kurteisir, þegar þeir eru með ykk- ur, í stað þess að reikna með því sem fyrirfram gefnum hlut, að karl- mennirnir kunni ekki mannasiði, eins og allt of margar ykkar. ★ Ást við fyrsta fall. Framhald af bls. 20. ákveðin og mesti móðurinn rann af Peter. —- Það er sjálfsagt rétt, sagði hann auðmjúkur, — en þetta var nú kannski ekki svo afleitt svona mælt af munni fram — enda er ég enginn Coward eða Wilde, satt að segja. — Já, já, sagði Kay hughreyst- andi, — þetta var sjálfsagt ágætt af byrjanda. — Hvernig gengur með slipsið'? spurði Peter. — Sæmilega, sagði Kay. — Ann- ars er næstum ómögulegt að ná svona blettum úr. •—• Það er heldur engin þörf að vera að því, ég hafði hugsað mér að láta blettinn vera þarna tii minningar, svaraði Peter og Kay brosti. Hún var farin að venjast Peter Barlow og henni varð bilt við, þegar hún gerði sér ljóst, að henni leið aldrei svona vel með Eric. Hún var alltaf dálitið þving- uð, þegar hún var með Eric, alltaf með áhyggjur um að hún gerði eitthvað, sem Eric likaði ekki. Það var svo þægilegt að geta verið eðli- leg. Nú rétti hún honum hreinsað slipsið. ■—- Gjörðu svo vel, Peter, hérna kemur það. Það kom af sjálfu sér, að hún fór að þúa hann. — Þakka þér kærlega fyrir, Kay, en það var leiðinlegt hve lítinn tíma þetta tók. — Af hverju? spurði Kay sak- leysislega, þó að hún vissi livað hann átti við. —- Þá hef ég enga ástæðu til þess að sitja hérna lengur. -f- Það var leiðinlegt, sagði Kay, •— viltu þá ekki drekka með mér te. Ég hafði liugsað mér að fá mér tebolla, áður en ég fer út. Peter leit þegjandi á hana og augu þeirra mættust og þau horfðu lengi hvort á annað. Glettnin hvarf úr augum hennar meðan þau horfðu i lians. Hún vissi allt í einu, að eitthvað dásamlegt var að koma fyrir þau, eitthvað nýtt og spennandi og ólýsanlegt. Hann stóð upp og tók um hönd hennar, og hún brosti til hans brosi, sem fékk hann lil að ganga til liennar. En hún losaði sig og byrjaði að laga teið. Einmitt þegar liún setti boll- ana á borðið, heyrðist rödd frá dyrunum, liá og reiðileg: — Jæja! Peter leit upp og Kay sneri sér við og starði. í dyrunum stóð Eric, hneykslaður og reiður. Ekk- ert fór fram hjá augum hans, hann horfði á hvern litut fyrir sig i lier- berginu, tebollana, jakkann á stól- bakinu, Peter á skyrtunni, og loks á Kay. Kay fann hvernig lnin roðnaði við tortryggnina i augum Erics, og henni datt í hug, að hún hlyti að liafa sett met í að roðna í dag. — Það var þá þess vegna, öskr- aði Eric, — að þú komst ekki! Kay hafði sterka réttlætistilfinn- ingu, og henni fannst, að Eric ætti skilið að fá skýringu, þó að það yrði að segjast, að hann hefði get- að beðið um liana af meiri kurt- eisi. — Herra Barlow, sagði hún —- kom liingað upp til þess að fá varalitinn minn lireinsaðan . . . Ég meina, hann hélt utan um mig . . . Hún stanzaði, þegar hún sá hve vonlaust það var að skýra þetta. Allt í einu vissi hún, að hana lang- aði ekkert til þess að Eric skildi þetta. Hún gekk til lians og dró hringinn af fingri sér. — Mér finnst það leitt, Eric, sagði hún, — en ég held, að trúlof- un okkar hafi verið mistök. Við eigum ekki vel saman. Eric tók við hringnum, eldrauð- ur af reiði. Hann rauk fram lijá Kay og að Peter, sem hafði stað- ið upp. — Svin, kallaði hann og sló af alefti i átt til meðbiðils sins. Kay tók andköf, en Peter sagði rólega: — Þú ættir að skammast þin, og beygði sig niður. Um leið og hnefi Erics þaut fram lijá eyra hans, sló hann með handarjaðrin- um á handlegg Erics, þannig að hann féll máttlaus niður og andlit hans varð náfölt af sársauka. And- artak stóð Eric og starði með hat- ursfullu augnaráði á mótstöðu- mann sinn, siðan sneri liann snöggt við og þaut út úr herberg- inu. Peter leit á Kay. — Mér finnst leiðinlegt ef ég hef eyðilagt eitt- hvað fyrir þér, sagði hann kulda- lega. Kay hristi höfuðið. — Nei, það hefur þú ekki gert, sagði hún. — Eric finnur einhverja aðra, sem hann getur ráðið yfir, það er það eina, sem hann vill. Það er aðeins liégómagirni hans, sem við höf- um sært. Ég sé núna, að mér hefur aldrei þótt vænt um hann. — Jæja, sagði hann bara. En þegar hún leit á hann, sá hann það, sem hann var að biða eftir í aug- um hennar og hann geklc liratt til hennar. Þau kysstust lengi og innilega, en loks reif Kay sig lausa. — Teið verður kalt, sagði hún. — Setztu og hagaðu þér vel. Peter gerði eins og lionum var sagt. Þeim lá ekkert á. Þau áttu allt lifið framundan. Konungur kvennabúrsins. Framhald af bls. 31. að Michael Mills hefði útnefnt hana til þess að stjórna ísraelsmönnum meðan hann væri fjarverandi, og þegar hún krafðist þess að vera Rí;hi!im SHsW“.w m'iW'W'S lii sem byggist á notkun rafauga kölluð prinsessa framvegis, fannst honum gamanið vera farið að kárna. Ben hafði nú um nokkurt skeið verið að velta því fyrir sér, hvern- ig hann gæti losnað við þessa hindr- un úr vegi sínum. Hann þóttist enn vera trúr prinsinum, og þótt hann hefði megna óbeit á Elizu Court, hafði hann gert sitt bezta til að yfirvinna hana og hafði gengið svo langt að fara með lægni dálítið á fjörurnar við hana, hafði ymprað á því við hana, að þau þyrftu að styðja hvort annað og hugga, þar sem ljós augna þeirra væri um stund frá þeim tekið. En Eliza reyndist ónæm fyrir þokka hans og hélt fullri tryggð við Mike Mills. Þá hafði hann reynt þá leið, að baktala prinsessuna meðal ó- breyttra fsraelsmanna og breiða út óhróður um hana. Eliza hefði í rauninni átt sök á óförum prins Mike, hvíslaði hann að Mary og öðrum, sem tóku þessu fegins hendi. Eliza hefði verið í leynimakki við fasteignasalana, kaupmennina og aðra óvini prinsins og fengið þá til að koma prinsinum í fangelsi, svo að hún gæti sjálf setzt í hásætið. En þetta bar ekki tilætlaðan ár- angur. Ben Purnell var nú að komast á barm örvæntingarinnar og tilbúinn að grípa til einhvers örþrifaráðs. Prins Mike hafði nú afplánað hálfan dóm sinn og enn var Ben engu nær markinu en hann hafði verið fyrstu daga sína í söfnuðinum. Ef það tæk- ist ekki áður en prinsinn kæmi aft- ur, mátti telja fullvíst að ekki mundi gefast annað tækifæri. Það var í rauninni aðeins ein leið opin — og hún var sú, að lýsa sjálfan sig himn- eskan sendiboða. En Johanna Southcott hafði sagt fyrir, að sjö sendiboðar væru vænt- anlegir. Hann gat því varla kallað sig þann áttunda. Hann varð að taka áhættuna af að halda því fram, að prins Mike væri svikari. Hann hafði undirbúið vitrun sína vandlega og æft sig tímunum sam- an frammi fyrir spegli. Hann vissi vel, að þetta varð að vera fullkomn- lega sannfærandi, þar sem áhorfend- ur væru engir aðrir en tryggustu fylgismenn Mike Mills. Svo var það á bænasamkomunni 12. marz 1895, að hann ákvað að stundin væri komin og tók stökkið út í óvissuna. „Þið hafið tilbeðið útsendara djöf- ulsins,“ hrópaði hann. „Getur það verið, að hinn sanni himneski sendi- boði hafist við innan kaldra fang- elsismúranna án þess að það rigni eldi og brennisteini, án þess að hinn æðsti frelsi hann og hefni hans? Nei! Falsspámanninum verður kast- að á eldinn og allir, sem láta blekkj- ast af honum fá dýrsmerkið á enni sitt og verður ekki hlíft!“ „Ritningin segir okkur að Herrann tali lágri röddu,“ sagði Eliza Court við hina ráðsmennina. „En bróðir Benjamín öskrar eins og mannýgt naut!“ Hann sneri sér að henni með tryllingslegum svip og benti beint á hana svo fingurinn nam við and- litið. „Þarna er hún!“ öskraði hann. „Móðir alls úrhraks mannkynsins, drukkin af blóði dýrlinganna, hin mikla hóra allra tíma. Babylon er nafn hennar!“ VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.