Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 23
Brjálæði, hugsaði hann gripinn innilegum fögnuði; lá og beið eftir sam- bandinu og fann allt í einu að hann hafði hjartslátt. þótt ég yrði svo að fara á heims- enda!“ mælti hún hátt og hratt. Svo varð nokkur þögn. „Er samtalinu lokið?“ spurði símastúlkan. „Ég kem ...“ sagði Evelyn lágt. „Heyrðu, Evelyn ...“ hrópaði hann í fögnuði. „Ég bíð þín á stöð-- inni, en ef við skyldum nú samt fara á mis, þá ferðu til Bourgogne- gistihússins við Place de la Bour- gogne, skilurðu mig? Þú spyrð eftir mér sem konan mín, skilurðu? Heyrirðu til mín .. .“ Hann hélt áfram að tala, unz símastúlkan tilkynnti að það væri enginn í símanum í Berlín. Frank varp þungt öndinni, lagði báðar hendur á barm sér og hjarta hans barðist um af fögnuði og lífs- fjöri. Evelyn kemur, hugsaði hann. Maður fær allt, sem maður vill á annað borð fá ... Fimmtudagur. HÚN. Enn sem fyrr hófst dagurinn á ósigri hennar fyrir sjálfri sér. Hún hafði ákveðið — eins og hún ákvað á hverju kvöldi — að fara á fætur klukkan sjö, gera leikfimisæfingar fyrir opnum glugga, fá sér síðan kalt steypibað og koma loks hress og kát að morgunverðarborðinu til bónda síns. Að því búnu ætlaði hún að taka alla stjórn á heimilisverk- unum í sínar hendur. Og þegar hún hefði þannig undirbúið allt og skipu- lagt, ætlaði hún að skreppa út með börnin. Ósigur hennar var í því fólginn, að hún var sér þess meðvitandi um morguninn, þótt hún svæfi, að hún vildi ekki fyrir nokkurn mun vakna strax. Smám saman losaði hún þó svefninn, en fann til þyngsla í höfð- inu og hélt lokuðum augunum í lengstu lög. Þá heyrði hún undarlegt hljóð inni í baðherberginu; það var eiginmaðurinn, sem skolaði hálsinn lengi og vandlega eftir öllum listar- innar reglum, eins og jafnan þegar hann átti opinber réttarhöld fyrir höndum. Hann auðsýndi hálsi sín- um og raddböndum meiri umhyggju pn heimsfrægur tenórsöngvari, og þessi kverkaskolun kvölds og morgna var ákaflega flókin og merkileg athöfn, en ekki kannski beinlínis skemmtileg fyrir nær- stadda áheyrendur, og Evelyn lok- aði augunum og breiddi sængina upp Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.