Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 22
Framhaldssaga eftir VICKI BAUM Frank fann húðina á kolli sér herpast saman, svo mjög reiddist hann bragði hennar í svip. Marion hálfvegis ýtti honum inn á ganginn á undan sér. Það var myrkt í stig- anum og hún brá upp litlu vasa- ljósi og lýsti honum upp þrepin. „Þú mátt vita það, að ég verð steinsofnaður um leið og ég er lagzt- ur útaf,“ sagði hann, og það var ekki nein hótun, heldur hrein og bein alvara. Honum fannst sem hann reikaði um milli svefns og vöku. „Já, þú hefur gott af að sofna,“ svaraði Marion ástúðlega. Frank skenkti sér vatn í glas og drakk í einum teig. Þa’ð var eins og fólki í París væri ókunnugt um að kæla mætti vatn með ísmolum, rvo að það var alltaf moðvolgt og svalaði ekki þorstanum. „Sækja einhverjar áhyggjur á þig, drengur minn?“ spurði Marion. „Nei ... því þá það?“ „Það er ekki eins og þú verðir að trúa mér fyrir leyndarmálum þínum,“ sagði Marion af sinni venjulegu skynsemi. „Við minnumst ekki meira á þetta, og nú ferðu að sofa,“ hvíslaði hún. Frank varp þungt öndinni. „Þú ert góð,“ mælti hann lágt. „Hvernig stendur á því að þú ert svona góð?“ „Þið karlmennirnir skiljið ekki einföldustu hluti,“ hvíslaði Marion við eyra hans í rekkjunni. Frank var í rauninni þegar sofnaður, en hann vildi sýna henni alla hæversku. „Ekki það?“ muldraði hann. „Ekki hvað, til dæmis?“ „Til dæmis ekki það, að ég elska þig,“ mælti hún lágt og innilega, en þá var hann steinsofnaður. Marion lá nakin við hlið honum og gætti þess vandlega að hreyfa sig ekki. Og loks féll hún líka í svefn. „Svo getum við ekki verið sam- an í kvöld," sagði Marion, þegar þau voru setzt að morgunverði. „Hvers vegna ekki?“ spurði Frank. Honum fannst alltaf farið með sig eins og heimiliskött, þegar honum var borið súkkulaði og sætar kökur. „Það er hans dagur í dag,“ svar- aði Marion blátt áfram. Hún leit einstaklega vel út; það andaði frá henni hreinleika og heilbrigði. Frank gætti sín ekki, saup á brenn- heitu súkkulaðinu og brenndi sig á tungunni. Dagurinn hans — gamla mannsins, sem sendi henni alltaf 22 VIKAN ávísun mánaðarlega og heimsótti hana svo einu sinni í viku. Frank kvaddi hana sem fyrst, og heldur kuldalega, gripinn skyndilegum við- bjóði, og honum fannst sem af sér féllu fjötrar, þegar hann var kom- inn aftur heim í gistihús sitt, farinn að raka sig og athuga póstinn. Samt sem áður fylgdi hann ráðum Marion varðandi viðskiptin, og gafst það vel. „Mímósur?" spurði afgreiðslustúlkan í blómabúðinni, sem þekkti hann frá því daginn áð- ur, þegar hann kom enn að kaupa blóm — að þessu sinni handa ást- mey hins væntanlega viðskiptavin- ar, samkvæmt ráði Marion. „Nei — ekki mímósur," flýtti hann sér að svara. Það var ekki fyrr en hann hafði sleppt orðinu, að hann minntist Evelyn. Hann brosti við hugsun sína. „Skrítið .. .“ sagði hann við sjálfan sig. „Ég held að ég sé allt í einu orðinn ástfang- inn ...“ Nokkru seinna átti hann fund við verzlunarmennina aftur. Hann ein- beitti hugsun sinni eins og honum var frekast unnt. Það orð lá á hon- um, að hann væri afburða snjall sölumaður, en hann hafði aldrei fyrr komizt í kast við slíka þráa- hausa. Loks hafði hann það þó af að fá þá til að ganga að samningum, og skyldi undirritun fara fram dag- inn eftir. Þá sleit hann fundi í skyndi, svo að þeim gæfist ekki tími til að iðrast orða sinna. Það var kalt í veðri þennan dag, en Frank var engu að síður svo sveitt- ur, að skyrtan loddi við hann. Sig- urinn hafði ekki verið honum á- takalaus. Klukkan var orðin fjögur. Úti var úðarigning — og sólskin. Fólk nam staðar á Signubökkum og starði allt í eina og sömu átt. Það var regn- bogi yfir borginni. „Akið til St. Louis,“ sagði hann við bílstjórann. Það var stytt upp, þegar hann kom þangað. Hann gekk hægum skrefum niður að bátalæg- inu. Þar stóðu nokkrir fiskimenn, öldungis eins og þeir höfðu staðið þar, þegar hann kom fyrst til Par- ísar, að afloknu stúdentsprófi sínu. Hann minntist ósjálfrátt móður sinnar, sem á sínum tíma hafði sent hann til Parísar, því að hún vildi að hann lærði að tala frönsku eins og hún var töluð í Frakklandi, og franskar konur kenndu honum alla kurteisi. Hann stóð þarna og horfði út yfir Signu; nokkrir smábátar fóru framhjá og á himni uppi yfir sigldu sviflétt ský hraðbyri, en laufið á trjánum var smátt, þétt og titrandi •— allt lagðist á eitt að vekja angur- ljúf hughrif. Yndislegt ástarævin- týr hans og ungrar listakonu á stúdentsárum hans, rifjaðist upp fyrir honum. Hún hafði málað hræðilegar myndir, og hún gat set- ið tímunum saman og hlegið að honum. Og allt í einu fannst honum sem hann væri orðinn gamall og dæmdur úr leik — hann hafði ekki hugmynd um hvað hann átti að taka sér fyrir hendur fram að kvöldmat. Eins og allir framkvæmdamenn irndi hann því verst, ef hann þurfti að vera einn nokkra stund og hafði ekkert fyrir stafni. Hann gekk upp frá Signu, sem gerði hann angur- væran í skapi, stöðvaði leigubíl og ók heim á gistihúsið. Hann talaði nokkur orð við mad- ame, sem rak gistihúsið; hún þekkti lífið, en minnti annars á gamlan páfagauk. Og hann talaði nokkur orð við skrifstofumanninn, hélt upp í herbergið sitt, fékk sér kalt steypi- bað, sígarettu, kaffi og konjakk og reyndi á allan hátt að losna við þessa annarlegu óeirð og lífsleiða. Svo lagðist hann út af og hvíldi sig, en allt kom fyrir ekki. Þessi vanlíðan jókst stöðugt í stað þess að úr henni drægi. f raun réttri hafði þessi óeirð fyrst vaknað með honum í Berlín, kvöldið í klúbbnum, áður en hann lagði af stað til Parísar, og þessa tvo daga síðan hafði hún grafið æ meir um sig hið innra með honum. Frank varaðist þó að skilgreina þetta sem ást. Hann hafði lent í of mörgum ástarævintýrum um dag- ana, til þess að hann tæki yfirleitt nokkurt mark á því, sem fólk kall- aði ást. Hann lokaði augunum og reyndi að sofna, en tókst það ekki. Þess í stað gekk hann draumunum á vald. Hann óskaði sér allskyns un- aðsemda, sem lægt gætu þessa ó- eirð og veitt honum fullnægingu, og Evelyn var nátengd öllum þeim óskum og unaðsemdum. Hann svaf ekki, lá með opin augun, reykti og horfði út í háar gluggadyrnar út á svalirnar, virti fyrir sér dúfurnar, sem sátu á þakrennunni, og heyrði öskrið í bílunum niðri á götunni. Hann lokaði augunum og hvarf með Evelyn inn í yndislegt hús við Rue Sévre, þar sem hann hafði átt heima fyrstu ár sín í París. Loks festi hann víst blund. Þeg ar hann gerði sér aftur grein fyrir umhverfinu, var sólin horfin og hann var heitur á gagnaugunum. Nokkur andartök lá hann þannig án þess að hugsa um nokkuð sér- stakt. Síðan seildist hann eftir vasa- bókinni, sem hann hafði lagt á borð- ið hjá lyklunum sínum og peninga- veskinu; leitaði að símanúmeri, sem hann hafði skrifað í hana sér til minnis, seildist eftir símanum og án þess að rísa upp, pantaði hann hraðsamtal við Evelyn. Brjálæði, hugsaði hann gripinn innilegum fögnuði; lá og beið eftir sambandinu og fann allt í einu að hann hafði hjartslátt. Hann brosti, undrandi og hrifinn í senn. Það reyndist ekki eins auðvelt að ná símasambandi við Berlín, og það hafði verið að ná sambandi við Pearl í Lundúnum. Símastúlkan í París og símastúlkan í Berlín töl- uðu hver í kapp við aðra, svo heyrði hann óskiljanlega vinnukonurödd, og loks var Evelyn komin í símann. „Ert það þú, Frank?“ „Evelyn?“ „Já ...“ „Ertu ein?“ „Nei ... bíddu við ... jú ...“ „Heyrðu, elskan mín, þú verður að koma hingað til mín. Þú verður. Ég er einmana og hugsa um þig öll- um stundum. Ég þoli þetta bókstaf- lega ekki lengur ...“ Þögn. „Fékkstu blómin frá mér?“ „Já, þakka þér fyrir.“ „Elskarðu mig, Evelyn?“ Þögn. „Já, Frank ...“ „Þá verður þú að koma tafarlaust. Við gátum aldrei verið ein saman í Berlín. Hér yrði það dásamlegt. Kemurðu?" „Það er ekki nokkur leið ...“ „Ekkert auðveldara. Þú leggur af stað með lestinni frá Charlotten- burg klukkan 10:45, og þá ertu kominn hingað í fyrramálið klukk- an hálfátta. Ég bíð þín á járnbraut- arstöðinni, og við eigum saman ynd- islegan dag, en morguninn eftir heldurðu heimleiðis með flugvél, ég skal sjá um það. Komdu, þú verður að finna einhver ráð til þess — finn- urðu það ekki líka sjálf?“ Ef hún segir nei, hugsaði hann, þá verða það mér þungbær von- brigði ... Þögn. Svo heyrðist rödd hennar aftur í símanum. „Þegar þú kallar á mig, kem ég,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.