Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 45
ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR.
HÍBÝLAPRÝÐI - HALLARMÚLA
Sími 3 8177.
ALLT í LAUSRl VIKT.
Svo opnuðust clyrnar og maður
í borgaralegum klæðum gekk inn-
fyrir. Hann var meS stóra tösku i
hendinni og lagSi frá sér á gólfið.
„Djöfulinn,“ hugsaði Pétur,
„hvaða kúnstir eru nú þetta?“
MaSurinn rétti Pétri höndina og
brosti. „Góðan daginn, herra
Thomsen. Þér eruð laus.“
Pétur starði á manninn og kom
ekki upp nokkru orði.
„Ég er hérna með fötin yðar og
annað, sem tilheyrir yður,“ sagði
rnaðurinn, „og þér skuluð klæða
yður í þau i rólegheitum og koma
síðan með mér. Ég vona aS þér
finnið í töskunni allt, sem hefur
verið tekið frá yður.“
Pétur svimaði og augnablik var
eins og hvítir veggirnir hringsner-
ust fyrir augunum á honum. En
hann áttaði sig fljótlega, og til aS
Jeyna geshræringunni, þá brá
hann fyrir sig gamla bragðinu: Að
vera nógu kjaftfor.
„Ég fæ þá að hnýta mitt eigið
hálsbindi í dag?“
Maðurinn brosti og fullvisaSi
hann um að hann mundi i fram-
tíðinni geta sjálfur valið sinn háls-
búnað — þeirra vegna.
Pétur greip til töskunnar og
tólc fram fötin. Vist voru þau þar,
en ósamansaumuð. Þeim hafði
verið sprett vandlega i sundur,
saum fyrir saum, en þeir höfðu
ekki haft liugsun á þvi að tylla
beim saman aftur. „Hvernig ætl-
ist þér til að ég klæði mig í þetta?“
spurði hann.
Það kom áliyggjusvipur á mann-
inn. Hann var strax kominn í vörn.
Pétur hafði sýnilega yfirhöndina.
Jú, sagði hann, það var greinilegt
að eins og á stóð gat liann ekki
klæðzt þessu. Þvi miður hefðu
þarna orðið mistök. llann vildi
kannske vera svo góður að hinkra
við smástund í viðbót, þá mundi
þessu verða bjargað við? Jú. Um
annað var ekki að velja, þótt Pétur
vildi gjarnan komast sem fyrst út
undir bert loft. Svo kvaddi maður-
inn með virktum og fór, en Pétur
fór að athuga töskuna. Þar var allt
með skilum, en furðulega sundur-
laust. Hann hafði t. d. átt í fórum
sínum lieilt lcarton af sígarettum.
Það var þarna allt saman, 200 siga-
rettur, — en í lausri vikt. Og svona
var allt sundurtætt.
Nú, en hvað um það. Það gerði
minnst til.
MEÐ POMP OG PRAKT.
Eftir líklega tvo klukkutíma
kom annar maður til hans i'klef-
ann, fullhlaðinn pinldum. Hann
baðst afsökunar á þvi að þeir
hefðu ekki vitað gjörla hvaða
númer Pétur þyrfti af fötum, svo
hann hefði til vonar og vara tekið
með sér þrjú mismunandi númer.
Þar voru nærföt, skyrtur, föt, skór
og allt annað, sem einn karlmað-
ur getur hlaðið utan á sig.
Pétur valdi sér klæðnað, sem
passaði og fór siðan með mannin-
um út í bifreið, sem beið þeirra.
Hann var síðan stríðalinn gestur
ríkisstjórnarinnar brezku í heila
viku, og liafði þennan herramann
til fylgdar. Þeir bjuggu i einka-
villu i úthverfi Lundúna og skoð-
uðu allt það, sem hjartað girntist,
;allt frá barnaskólum upp í nætur-
klúbba. Svona gekk þetta áfram
alla leiðina heim. Iiann var fluttur
alla leið til Akureyrar með orustu-
skipinu Ansco, studdur úr léttibáti
upp á bryggju og kvaddur með
virktum.
— OG SÍÐAN BEINT STRIK.
Þrem kvöldum eftir heimkom-
una hitti Pétur tilvonandi eigin-
konu sína, Kristbjörgu Guðmunds-
dóttur frá Önundarfirði. Þau hafa
síðan starfað og staðið saman við
að bgggja upp það álit og virðingu,
sem Pétur Thomsen mjtur nú, sem
einn bezti Ijósmyndari landsins.
Hann tók fljótlega til við Ijós-
mgndatökur eftir .heimkomuna,
enda hafði hann öðlazt mikla
kunnátlu og regnslu i því á sínum
ævintýraferli. Að vísn hafði hann
ekki gengizt undir iðnskólapróf i
þeirri grein hér heima, og stóð á
þvi um lima að hann fengi viður-
kenningu, sem opinber mgndu-
sniiður. Þvi kippti Pétur i lag með
þvi að sækja skólann og taka það-
an próf eftir einn vetur.
VIKAN 45
hvað nýtt, hugsaði Pétur ineð sér
og settist á gólfið.
Þarna var liann látinn dúsa og
hugsa sitt ráð í nokkurn tíma. Síð-
an var hann spurður hvort hann
liefði eitthvað meira að segja, en
hann lét lítið yfir þvi. Sagði að þeir
mundu líklega sjá fyrir því sjálfir
að hann segði ekki margt né mik-
ið héðan af.
Kjaftfor til hinztu stundar. Enda
hefur Pétur aldrei verið beinlínis
þegjandalegur.
Hann var spurður hvort hann
vildi tala við prest.
Nei, hann hélt ekki. Prestur
mundi hvort sem er ekki geta
bjargað honum frá gálganum, og i
rauninni væri það hans lielzta
áhugamál i svipinn, þótt óliklegt
væri.
Honum var sagt að þvo sér.
Hann sagðist hafa þvegið sér
forsvaranlega þá fyrr um daginn.
Og ef þeim þætti þa<5 ekki nægjan-
legt, þá gætu þeir bara þvegið
hann sjálfir daginn eftir. Hann
mætti einu gilda hvort liann væri
skítugur á tánum þegar hann væri
hengdur upp.
Og svona gekk þetta fr.am og til
baka.
Honum var leyí't að hafa úrið
sitt á sér, svona til þess að hann
gæti fyigzt með tímanum. Honum
yrði kannske hughægara að heyra
tifið í klukkunni!
Og svo leið auðvitað að því að
hún fór að nálgast 04.45 morgun-
inn eftir. Venjulegan afgreiðslu-
tíma. Pétur var farinn að svitna, og
honum var illt í hálsinum. Átti
erfitt með að kingja. Var óglatt.
Kannske von til þess.
Svo varð klukkan kortér fyrir
fimm, og Pétur heyrði liringla í
lyklum fyrir utan klefadyrnar.
Jæja, þá var komið að því. Von-
andi að það tæki ekki langan tíma.
Ætli að hann fengi eina sígarettu
áður?
Borðstofuhúsgögn frá Híbýlaprýði
★ Ferköntuð, kringlótt, sporöskjulöguð borð.
Borðstofustólar 5 gerðir.
Borðstofuskápar 5 gerðir.