Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 50
SðLUVERÐLAUN
SKÍtlA- OS
SIEDATERD
verður farin á vegum
Vikunnar um miðjan
marz, upp að Skíðaskála
í Hveradölum. Rétt til
þátttöku fá öll sölubörn,
sem selja 25 blöð í 5 skipti
eða alls 125 blöð í 4 skipti.
Ljósmyndari blaðsins
verður með í ferðinni og
myndir birtast síðar í Vik-
unni. Keppni um þessi
söluverðlaun byrjar með
næsta blaði.
„Eins og mannýgt naut!“ endur-
tók hún og mætti augum hans án
þess að hika.
„Forðið ykkur frá pyndingum
hennar," aðvaraði Ben hina. „Takið
ekki þátt í afbrotum hennar og smit-
izt ekki af drepsóttinni, sem mun
fylgja henni. Dauði, sorg og sví-
virðing verða hlutskipti hennar —
hún mun brenna í eilífum eldi.“
„Óþverri!" svaraði prinsessan.
„Óþverraorðbragð og guðlast!"
„Máttugur er sá Guð, sem dæmir
hana,“ kallaði Ben, „en konungarn-
ir, sem hafa lifað með henni í saur-
lífi munu kvarta og kveina þegar
þeir sjá hana brenna í eilífum
eldi!“
„Þetta er eiturslangan, sem prins
Michael hefur fóstrað! sagði Eliza
og benti á Ben. „Þannig launar hann
gjafmildi og gæzku, sem honum
hefur verið auðsýnd."
Svona hélt það áfram allan morg-
uninn. Aðrir safnaðarmeðlimir litu
öðru hverju inn, og þeir, sem upp-
haflega höfðu verið viðstaddir komu
og fóru, en deilan stóð næstum ein-
göngu milli Bens Pumells og Elizu
Court.
Það var langt liðið á daginn, þeg-
ar safnaðarráðið loks ákvað að
fresta samkomunni og íhuga málið
vandlega þar til þeir hittust aftur
næsta morgun.
Þá hófst mikil áróðursherferð frá
báðum hliðum, bæði meðal æðstu
manna safnaðarins og meðal ó-
breyttra liðsmanna. Ben Purnell
stóð þar heldur verr að vígi, þar
sem á honum hvíldi skylda að sanna
staðhæfingu sína, en hann hafði
annað vopn í bakhöndinni.
„Falsspámaðurinn hefur lifað hátt
af erfiði ykkar,“ benti hann hinum
á. „Þið hafið sáð en ekki uppskorið.
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja
þá. Nei, skemmt tré ber illan ávöxt.
Hverjir hafa ávextirnir af stjórn
Mills orðið? Ykkar hlutur hefur
orðið barátta. Heimilum ykkar hef-
ur verið sundrað, og þið hafið verið
hýdd og grýtt á strætum úti.“
Hann lofaði eilífri sælu í þúsund
ára ríkinu, sem væri óðum að nálg-
ast, en kryddaði mál sitt hótunum
um eld og brennistein og eilífa glöt-
un. Hann minnti marga ísraelsmenn
á helztu atriðin í játningum þeirra,
játningunum, sem hann hafði fundið
við leit sína að skriftamáli Bernice
Bickle. Honum virtist þetta hafa
áhrif og að óbreyttir safnaðarmeð-
limir væru komnir á sitt band. En
hann hélt áfram áróðrinum og tal-
aði yfir öllum, sem fengust til að
stanza og hlusta á hann. Það var
ekki fyrr en allir voru gengnir til
náða, að hann kom aftur heim og
gekk til herbergis síns, örmagna af
þreytu.
En morguninn eftir, þegar nýr
fundur var haldinn, var Ben
Purnell meinaður aðgangur að
Guðshúsinu. Öll mótmæli hans voru
tilgangslaus og hann gat ekkert ann-
að gert en ganga fram og aftur fyrir
utan og beðið. Þegar honum loks
var hleypt inn, byrjaði hann for-
málalaust aftur á sundurlausum
biblíutilvitnunum og tilkynnti, að
hann hefði fengið þá opinberun, að
aliir þeir, sem hefðu þjónað og væru
enn trúir Mike Mills, væru óverð-
ugir þess að vera í æðstaráðinu, og
hann mundi útnefna nýja menn í
það, strax og Guð hefði birt honum
nöfn nýrra manna.
Nokkrir síðskeggjaðir ráðsmenn
stóðu á fætur og flýttu sér til hans
og fullvissuðu hann um hollustu
sína. En meiri hlutinn sat kyrr hjá
Elizu Court.
„Við höfum dæmt svik yðar og
guðlast," sagði hún, ánægð með
sjálfa sig. „Ráðið hefur ákveðið, að
þú skulir rekinn úr Guðshúsinu og
allir, sem tala við þig missa allan
rétt til Guðsríkis."
Ben Purnell hrópaði þess hærra
og sagðist hafa bannfært þau, og
að þau hefðu hér ekkert vald leng-
ur. Enginn svaraði honum nema
þeir fáu menn, sem stóðu með hon-
um. Hinir gengu hægt út úr her-
berginu, einn og einn í einu, og
störðu í átt til hans, en það var eins
og þeir horfðu í gegnum hann, þeir
létu sem þeir vissu ekki að hann
væri þarna.
Ben var samt ekki búinn að gefa
allt upp á bátinn. Hann hélt áfram
að tala við óbreytt safnaðarfólkið,
en prinsessan og hennar menn höfðu
látið fréttir af atburðunum í Guðs-
húsinu berast. Guðlegt vald prinsins
hafði líka svo lengi verið viður-
kennt, að fólkið var vant því að
hlýða skilyrðislaust. Aðeins fáir
voru fáanlegir til að tala við Ben
fyrsta daginn og hætta þar með
sálarheill sinni, og næsta dag hafði
þeim enn fækkað.
Framhald í næsta blaði.
Örvita þrenning.
Framhald af bls. 23.
fyrir höfuð. Innan skamms var hún
sofnuð, og vaknaði ekki aftur fyrr
en klukkan langt gengin í tólf, en
þá stóð Veronika, vinnustúlkan, við
rekkju hennar og tilkynnti henni,
ströng og byrst, að nú yrði hún að
fá að taka til í svefnherberginu.
Sem sagt — allt starf á heimilinu
var þegar í fullum gangi, án þess
Evelyn hefði þar nálægt komið.
Barnfóstran var farin út með börn-
in, og Evelyn varð að beita sjálfa
sig hörðu og yfirgefa mjúka og hlýja
rekkju sína. Hún gekk berfætt og
á náttfötunum inn í baðherbergið
og bjó sig undir að eyða þar næstu
klukkustundunum.
Þegar fólk á við einhver leiðindi
að stríða, er allt jafn leiðinlegt;
rigningin tekur undir við dap-
urleikann og gerir hann enn dapr-
ari, sólskinið undirstrikar hann
sem alger andstæða og gerir hann
sárari. Evelyn lá í baðkerinu, og
þetta var einn af þeim leiðinda-
morgnum, þegar allt gengur manni
í mót — vatnið var ekki nema rétt
ylvolgt og Evelyn var í döpru skapi.
Nú hlaut Frank að vera kominn
til Parísar. Henni þótti lakast að
hafa ekki hugmynd um í hvaða föt-
um hann mundi vera, eða hvernig
bindi hann notaði; hefði hún vitað
það, mundi það hafa auðveldað
henni að mana mynd hans fram í
hugsun sinni. Hún reyndi það af
öllum mætti; reyndi að sjá hann
ljóslifandi og allt í einu horfði hún
á hann lokuðum augum, og hann
var í sömu gráu fötunum og með
sama ljósa bindið og þegar hann
kyssti hana fyrsta sinni.
En hún gat ekki haldið myndinni
fastri nema rétt í svip. Svo var hann
horfinn henni, og hún settist upp
í baðkerinu og bar sápu á hnén. Hún
reyndi að vera hjá honum í anda
í París; sjálf hafði hún komið þang-
að einu sinni — á brúðkaupsferða-
lagi. Hún mundi ekki annað úr dvöl
sinni þar en óskaplegan hita, lista-
söfn og höfuðverk, alltof fína og
stimamjúka þjóna og yfirfulla túr-
istabíla. f fáum orðum sagt var það
örðugt að gera sér Frank í hugar-
lund í slíku umhverfi.
Evelyn reis hægt á fætur í bað-
kerinu, þerraði sig hægt og með
varúð og reyndi af veikum mætti
að vera til. Ásigkomulag hennar
var ekki manneskju sæmandi, það
hlaut hún sjálf að viðurkenna —
hún hafði ekki þrek eða kjark til
neins annars en híma í einhverjum
afkima og endurlifa atriði fyrir
atriði og orð fyrir orð, allt sem
henni og Frank hafði farið á milli,
og þó fyrst og fremst hvað hann
hafði sagt og hvað hann hafði gert.
Þetta var henni allt svo náið og ná-
50 VIKAN