Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 30
KONUNGUR
FRAMHALDSSAGAN 5. HLUTI
EFTIR ANTHONY STERLINC
„Ég játa það fyrir augliti Guðs,“
byrjaði saksóknarinn að lesa, „að
ég hef syndgað í hugsun, orði og
verki. Fyrir sex eða sjö árum gerði
ég ýmislegt ljótt með strák, sem
hét Elias Jones og Frank bróður
mínum, af því að þeir hótuðu mér
að láta ljóta karlinn taka mig. Ég
stal peningum úr buddu móður
minnar og fimm centum úr vasa
pabba. Þegar mamma skammaði
mig, gretti ég mig og kallaði hana
illum nöfnum þegar hún heyrði ekki
til. Ég klippti á mér toppinn og
neitaði svo að hafa gert það. Ég
stríddi frænku minni og talaði svo
illa um hana við aðra. Ég kallaði
einu sinni Mrs. Redfern bykkju og
Lottie kallaði ég subbu. Ég sagði,
að mér líkaði ekki við systur Elizu
af því að hún er svo hörkuleg. Ég
sagði, að ég vjldi ekki vera ísraels-
maður af því að þeir væru svo
kjánalegir með hárið svona lafandi
niður á axlir. Um það bil viku áður
en ég kom hingað, var ég spurð
hvaða söfnuði foreldrar mínir til-
heyrðu, og af því að það var talað
svo illa um fsraelsmenn. svaraði ég
Methodistasöfnuðinum. Ég man ekki
eftir fleiru og ég iðrast og bið þess
að Guð fyrirgefi mér. Bernice
Bickle.“
Áheyrendur sátu um stund hljóð-
ir af hneykslun, en svo brauzt fram
hár óánægjukliður og allra augu
hvíldu reiðilega á Michael Mills og
vinkonu hans og málafærslumanni.
Oscar Springer beið hæfilega lengi
til þess að láta þetta festast vel í
hugum áheyrenda og hélt svo
áfram með þrumandi röddu.
„Þetta, heiðruðu kviðdómendur,
eru syndir Bernice litlu Bickle!
Þetta er játningin, sem Atkinson
30 VIKAN
var að tala um og ætlaði að sanna
með, að Bernice hafi ekki verið
hrein mey, þegar hún lenti í klón-
um á ákærða. Hún hefur verið sex
eða sjö ára gömul! Það er þetta, sem
verjandinn kallar „samband við aðra
karlmenn" um leið og hann herpir
saman varirnar af vandlætingu!“
Hann þagnaði og benti á síðskeggj-
aðan prinsinn. „Og það til að verja
þennan mann í ólifnaði hans. Til
þess að hlífa slíkum manni við því,
að taka út hegningu fyrir glæpi
sína!“
Hann hristi höfuðið. „Heiðruðu
kviðdómendur, hugleiðið allt, sem
Bernice litla hefur sagt okkur
hérna af honum. Ekkert gat fengið
hann til að hætta við áform sín.
Hún bað, hún grét, hún mótmælti
... og ekkert í hinum glæsilegu
ræðum verjandans hér áðan, eða
þeim, sem hann mun væntanlega
halda, þegar ég hef lokið máli mínu,
getur gefið okkur jafn skýra mynd
og hið einfalda svar hennar sjálfr-
ar - ég sagði honum að gera það
ekki, ég sagði honum að hætta! Hún
gat ekkert annað gert. Hún var
varnarlaus, hún var lambið í klóm
úlfsins, hún var á valdi þessa sví-
virðilega nautnaseggs í ólifnaðar-
bæli hans.
Ef einhver hér í kviðdómnum á
dóttur, sem hann hefur séð vaxa
upp — fyrst í vöggunni, svo þegar
hún tók fyrstu sporin, þegar hún
kom hlaupandi á móti honum á
kvöldin, þegar hann kom heim ...
ef einhver maður í þessum kvið-
dómi elskar litlu dóttur sína eins
og ég elska litlu stúlkuna mína ...
þá hlýtur hann að hugsa eins um
þetta mál og ég geri. Dóttir mín
er mér dýrmætari en lífið í brjósti
mér, og ef einhver fremdi slíkan
glæp á henni ... þá miskunni hon-
um Guð, því að ég gæti það ekki.
Heiðruðu kviðdómendur, gerið
skyldu ykkar og hikið ekki. Sendið
Bernice Bickle heim sem hreina og
heiðvirða stúlku, en ekki sem
vændiskonu. Látið ekki þetta barn
ganga út úr réttarsalnum sem
brennimerkta manneskju. Hún bið-
ur um réttlæti ... ekkert annað ...
og farið síðan heim til fjölskyldna
ykkar. Ég þakka ykkur.“
Áheyrendur klöppuðu og hrópuðu
meðan Kinne dómari bað ákaft um
hljóð með hamrinum.
Eins og saksóknarinn hafði gert
ráð fyrir, hélt Atkinson hrífandi
ræðu á eftir. Hann lýsti því aftur,
hvernig stórkostlegu samsæri hefði
verið komið í kring gegn hinum
ákærða, hvernig vitnunum hefði
verið mútað, að lögreglan hefði tek-
ið þátt í samsærinu og lögregluþjón-
arnir haft ósæmilegt samband við
stúlkurnar meðan þær voru í vörzl-
um lögreglunnar. Hann vitnaði í
yfirheyrslurnar yfir lögregluþjón-
unum tveimur og vitnisburð Flavius
Brooke um borgarafundina og fjár-
söfnunina. Hann endaði með lit-
skrúðugum kafla, þar sem hann
líkti prins Michael við Krist og
Bernice við Barrataas.
„Fólkið kallar — Krossfestið
hann og gefið okkur Barrabas!
Dagblöðin og þetta forvitna fólk,
sem fyllir þenan sal, og allir, sem
standa hér fyrir utan •—• allir
heimta, að nafn þessa ómerkilega
litla þjófs, sem hefur verið mútað
til að bera ósannindi, verði hreins-
að, til þess að hægt sé að negla
mann upp á krossinn, sem ekkert
hefur á samvizkunni annað en það,
að lifa samkvæmt trú sinni!“
En það hafði engin áhrif. Eftir að
efinn um meydóm Bernice Bickle
hafði verið yfirunninn, eftir að
barnalega sakleysisleg játning henn-
ar hafði verið lesin voru allir á einu
máli. Það klappaði enginn fyrir
ræðunni, þegar hann loks settist
niður.
Dómarinn ávarpaði mú kviðdóm-
inn. Hann minnti á það, að það
væri mikilvægt atriði, hvort Bernice
hefði verið óspjölluð eða ekki, því
að það væri aðalsök ákærða að ræna
hana meydómnum.
„Það er sjaldan," sagði hann, „að
réttvísin fær jafn viðkvæmt og ó-
hugnanlegt mál til meðferðar, ef
áskanir saksóknara eru réttar. Hafi
slíkur glæpur verið framinn, verð-
ur að fást um það ótvíræðar og taf-
arlaus úrskurður ykkar.“
Kviðdómendur tóku orð hans
fyllilega til greina, því að ekki liðu
nema fimm mínútur þar til þeir
komu aftur inn og höfðu kveðið
upp dóminn — ákærði var fundinn
sekur.
Nú klöppuðu áheyrendur ákaft og
hrópuðu hátt af gleði. Dómarinn
gerði ekkert til að stöðva fagnaðar-
lætin, en beið þar til þau fjöruðu
út. Þá las hann upp dóminn yíir
prins Michael K. Mills — fimm ára
þrælkunarvinna í Jackson ríkis-
fangelsinu.
„Takið mig líka!“ veinaði Eliza
Court, þegar prinsinn var leiddur
í burtu. „Takið mig með honum!
Látið mig bera kross hans! Látið
mig bera með honum sorgina!“
Dómsþjónarnir drógu hana frá
honum, klórandi og sparkandi.
Benjamin Franklin Purnell hafði
orðið vitni að því, hver örlög bíða