Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 37
VIKU klúbburinn Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstióri: Jón Pálsson. BARNAHEIMILI I DANMOR Börn, sem árum saman dvelja á barnaheimilum, fara margs á mis, sem þau börn ein njóta, sem alltaf eru hjá góðum foreldrum. Mynd- irnar hérna að ofan og neðan, eru frá barnaheimili í Danmörku, og þar er nóg að starfa, — líf og fjör allan daginn. Telpunum þykir gam- an að mála og þær eru ekki lengi við hvert málverkið, — bara að stinga tungubroddinum út í annað munnvikið, halla höfðinu ofurlítið og svo gengur það, eins og í sögu. Drengimir eru ofurlítið hávaða- samari en telpurnar, — svoleiðis á það að vera, segja þeir. Þeir voru reyndar furðu rólegir, meðan þeir hengdu upp málverkin sín, — en þegar þeir fóru að negla, heyrðist ekki mannsins mál. Og aumingja trjábolurinn, sem þeir standa við, fær nú aldeilis að kenna á því. Þeir negla á endann á honum og alls staðar. í hliðarnar, stóra nagla og litla nagla. Örvhentir og rétthentir drengir hamast, eins og þeir eigi lífði að leysa, — svo nú er varla pláss, fyrir fleiri nagla. En þeir hafa engar áhyggjur af slíkum smámun- um: ,,Á morgun fáum við annan trjábol og fleiri nagla!“ # Glerinu er þrýst í fölsin, með breiðri fjöl, svo átakið verði sem jafnast. Horn á búri, séð innan frá. Strikuðu, ljósu fletirnir, sem örvarnar benda á, eru loftbólur, algengust orsök að búr lekur. SMÁFISKARÆKT III. Búrið glerjað. ísetningu glers ber að vanda mjög vel. Venju- lega er 5—6 mm gler notað í meðalstórt búr. Plast-gler ætti aldrei að nota. Það rispast, þeg- ar frá líður og verður matt, svo illa sést í gegnum það. Glermál er fyrst tekið af botni, þá af hlið- um og síðast af göflum, en í þessari röð, er gler lagt í fölsin. Ekki má gleyma því, þegar hæð á gafl- og hliðarglerjum er mæld, að draga frá þykkt á botngleri. Þegar breidd á gaflglerjum er mæld, þarf að draga frá tvær glerþykktir og ríflega það (kítti undir bæði hliðargler —• eftir ísetningu — má áætla 2—4 mm). Hafið það hugfast, að smávægileg skekkja í grind, getur valdið því, að gler verði of þröngt í. Aldrei má nota annað kítti en það sem sér- staklega er framleitt í fiskabúr (akvarie-kítti). í venjulegu kítti geta verið efni, sem skaðleg eru fiskunum. Sparið ekki kítti. Það er borið á með kíttis- spaða og þess gætt, að það sé alls staðar jafn- þykkt á, svo ekki myndist loftbólur þegar gler- inu er brýst í fölsin. Að síðustu er allt umframkítti, — að utan og innanverðu — hreinsað af með spaðanum. Að því loknu er búrið þvegið vel, en þó var- lega — svo að engin fita úr kíttinu verði eftir á glerjunum. í næstu grein ræðum við um meðhöndlun á sandi, sem nota á í fiskabúr — og um gróður í það. KLÚBBARNIR II. Fyrstu viðfangsefni á stofnfundi Það fyrsta, sem rætt er á stofnfundi — og allir verða að vera sammála um —' er venjulega þetta þrennt. 1. mál: Hvert eigi að verða aðaláhugamál klúbbsins og tilgangur, hvort sinna eigi frímerkjum, skák, íþróttum eða hvort um saumaklúbb er að ræða, eða almennan tómstundaklúbb, en í þeim eru mörg stefnumál og oft valin þannig, að klúbburinn geti starfað, bæði sumar og vetur. — 2. mál: Að velja klúbbnum nafn. Þau eiga helzt að vera stutt, en skemmtileg og þjál í framburði. Oft eru örnefni í nágrenni, ákjósanleg klúbbnöfn. Rifjið þau upp. — 3. mál, sem rétt er að ræða um næst, er klúbbgjald. Engin félög eða klúbbar, geta starfað til lengdar, án þess að eiga eitthvað í sjóði, til sameigin- legra nota. Það er þroskandi fyrir ykkui’, á þessum aldri, að læra að fara með peninga og bera ábyrgð á fjár- munum, þó þeir séu ekki miklir. Klúbbur getur vitan- lega ekki eytt meiru fé, en til er í sjóði. Ef fé er tekið að láni, vegna klúbbsins, þarf að endurgreiða það, en allt slíkt er skráð í bók hjá gjaldkera. Allir klúbbar þurfa að hafa sín lög, — og lögum ber að fylgja. Ef engin lög hafa verið samin fyrir stofn- fundinn, þarf að kjósa 2 eða 3 til að semja þau og leggja fyrir framhaldsstofnfund, eftir vikutíma eða svo. í næsta Vikuklúbbi birtum við lög og reglur fyrir unglingaklúbba, sem þið getið haft til hliðsjónar, þegar þið semiið ykkar lög. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.