Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 28
VAR AÐ LÆRA VEÐURFRÆÐI. Ástæðan fyrir því að Pétur var að sníglast þarna langt niðri á hafsbotni, öllum til ama nema fiskunum, sem biðu eftir því að éta hann, var sú að hann var í læri hjá Þjóðverjum í kafbátsmennsku og veðurfræði. Skrýtið það, að fara niður á hafsbotn í Norðursjónum til að læra veðurfræði. En svona var það nú samt. Það var ákveðið, hvað sem Pétur sagði, að hann færi hingað héim, hefði með sér senditæki og aðrar nauðsynlegar tilfæringar, frakka með háum kraga og hatt með breiðu, slútandi barði að framan. Hingað átti hann svo að fara á einum af kafbátum stjórnarinnar, og setjast á iand einhvers staðar þar sem enginn sæi til. Síðan átti hann að læðast upp á Vatnajökul á daginn til að gá til veðurs, en á nóttinni gat hann hæglega KAFBATA- HAZAR OG FALLHLÍFAR- STOKK Pétur reri til lands á gúmmíbátnum, og beið þess á hverju augnabliki að fá fallbýssuskot í hnakkann. Hann vissi að eina breytingin yrði sú, að hann mundi skyndilega standa fyrir framan St. Pétur, sem mundi hringla framan í hann lyklunum. platað út gistingu hjá éinhverjum grunlausum sveitabónda. Vafalaust gat hann svo skot- ið sér villibráð til matar. Hann um það, ef hann bara framkvæmdi sitt hlutverk, eins og Þriðja Ríkið ætlaðist til. Til þess að komast skammlaust hingað til íslands í kafbát, þurfti hann vitanlega að fá sína þjálfun innanborðs í slíkum farartækjum, og þá dugði ekkert minna en níu mán- aða kúrsus. Og Pétur varð að gjöra svo vel að kingja því — og brosa. Þess vegna var hann staddur þarna á hafsbotni, og enginn maður um borð bjóst nokk- urn tíma við því að sjá aftur dagsljósið. Þetta var nýr kafbátur, og af nýrri gerð, sem Þjó- verjar voru famir að framleiða. Me'iningin var að nota þessi farartæki til langferða með- fram ströndum Bandarikjanna, sem þeir og gerðu síðar. En þetta var reynsluför og þess vegna var heilmikið af dýrmætum vísindamönnum um borð, sem áttu að kanna getu báts- ins og gera tillögur um breytingar ef með þyrfti. Pétur var skráður sem lóðs ... Jú svei mér þá. Hann var skráður sem lóðs, þótt hann hefði sennilega aldrei fafið um þessar slóðir og allra sízt neðansjávar. Enda var það vísl alveg sama, því hann vissi hvort sem var ekkerl hvert þeir fóru, né hvar þeir voru staddir. Það var bara kafbátsforinginn, sem renndi einhvern grun í að hann væri þama í sérstökum þjálfunarerindagjörðum. Hann 28 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.