Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 10
eir, sem áttu frívakt, lágu í koj-
um sínum. Úti íyrir var vitlaust
veður, stórsjór og suðaustan slag-
veður. Togarinn lét illa á öldu-
földunum, en það hafði ekki áhrif á vana
og veðraða sjómennina um borð. Þeir voru
fjarri sínu heimalandi, Bretlandi, höfðu
verið á hinum fengsælu Islandsmiðum, þar
til veðr'ið útilokaði veiðar, þá var leitað
vars upp undir land. Þeir, sem voru á vakt
reyndu eftir megni að standa í skjóli, og
regnið rann í stríðum straumum af olíu-
fötum þeirra, og rokið réif í þau svo þeir
áttu erfitt með að hreyfa sig..............
Allt í einu lcom hnykkur á skipið, og ógn-
þrungið brak heyrðist um leið. Sjómennirnir
hentust fram úr kojunum, og þeir, sem voru á
vakt, en höfðu ekki skorðað sig af, duttu við
hnykkinn. í sama bili gekk ólag yfir skipið,
það hallaðist við og rétti sig ekki aftur. Eng-
inn þurfti að segja neitt. Togarinn Tribune
var strandaður í náttsorta og vitlausu veðri við
klettótta íslandsströnd. í gegn um sælöðrið,
sem gekk nú án afláts yfir skipið, grilltu skips-
menn annað veifið í gnæfandi klettavegginn,
eins og þil milli lífs og dauða.
GAUL ÚR NÓTTINNI.
Heima i Höfnum voru allir í fasta svefni.
Hvergi sást ljós í glugga, og liúsin voru dimm
og drungaleg í slagveðrinu. Allt i einu glað-
vaknaði bóndinn i Junkaragerði: Hvaða hljóö
var þetta? Hann blustaði, en ekkert heyrðist
nema veðragnýrinn. En liann var öruggur um
það, að það var eitthvað annað, sem hafði
vakið hann. Hann leit á klukkuna. Hún var
tvö um nótt. Dagatalið sýndi, að það var 22.
febrúar, 1914. Bóndinn i Junkaragerði fór fram
úr og leit út um gluggann. Regnið gráfyssaði
á rúðunum, annað var ekki að sjá, aðeins kol-
svart útmánaðamyrkrið fyrir utan. Nú lieyrð-
ist hljóðið aftur. Það var ekki um að villast.
Þetta var skipsflauta. Bóndinn á Junkaragerði
fór að pota sér í buxurnar.
Hann var ferðbúinn og i þann veginn að
leggja af stað, þegar umgangur heyrðist úti
fyrir. Þar voru komnir inenn frá Kalmans-
tjörn, Traðhúsum og Sólheimum. Vælið i skips-
fíautunni hafði einnig heyrzt þangað. Varð nú
að ráði, að senda hóp manna suður með strönd-
inni, þvi það lá í augum uppi, að einhvers
staðar þar var skip i nauðum statt.
UNDIR ÞVERHNÍPTU DERGI.
Fámennur liópur lagði af stað til leitar og
gekk skáhallt móti veðrinu. Smám saman vönd-
ust augu þeirra myrkrinu, en veðrið lægði ekki.
Þegar þeir komu út á Hafnabergið, grilltu þeir
togarann Tribune, þar sem hann lá strandað-
ur mjög nærri berginu, sem þarna er 18—-20
faðma hátt og þverhnipt.
Þeir sáu strax, að ekki myndi unnt að
bjarga neinum frá landi. Þeir sáu mönnum
bregða fyrir i brú togarans og á hvalbaknum,
svo enn höfðu einhýérjir staðizt átök höfuð-
skepnanna. Leitarmenn kyntu bál á berginu,
svo togaramönnum yrði Ijóst, að til þeirra
liafði sézt, og björgunaidilraunar væri að vænta.
Heima í Höfnum kom engum dúr á auga,
þótt leitarflokkurinn væri farinn. Það kom cng-
um á óvart, þegar leitarmenn konui aftur
og sögðu tíðindin. Það var ekki um ann-
að að ræða, en freista þess að bjarga Bretunum
af sjó, þótt það væri ekki árennilegt, að leggja
af stað út undir Hafnaberg á litlum, opnuru
báti i þessu veðri. En eitthvað varð að gera,
og sjómennirnir í Höfnunum vissu hvað það
þýddi, að vera staddur i sjávarháska, og enginn
taldi eftir sér að reyna að bjarga nauðstöddum
mönnum frá hinni votu gröf, þótt það hefði
mikla áhættu í för með sér.
IIUGSAÐ TIL FARAR.
Tveir áttæringar stóðu uppi i vörinni við
Kalmanstjarnarvík. Annar liét Ev,a, hann átti
Ólafur Iíetilsson á Kalmanstjörn, formaður var
Magnús Magnússon i Traðhúsum. Hinn bátur-
inn hét Hreggviður, hann átti Jón Jónsson í
Junkaragerði og var sjálfur formaður.
Hreggviður var léttari bátur og liprari, og
varð hann fyrir valinu, því menn þóttust vita,