Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 24
SÍLDARRÉTTIR Síld er einhyer hollasta og ódýrasta fæðutegund, sem völ er á. Þó er hún tiltölulega lítið notuð hér á landi. Það þarf að kenna börnunum að borða síld, en byrjið á því að gefa þeim hana kalda. Heit síld er væmin, ef fólk hefur ekki van- izt henni. Lyktin af síld, þegar verið er að matreiða hana fælir líka marga frá að smakka á henni, en sé síldin matreidd í ofni, má losna að mestu við lvktina. Síldin er hreinsuð þannig, að hún er fyrst skoluð úr renn- andi köldu vatni, svo að allt laust hreistur hrynji af. Síðan er hún skafin frá sporði upp að haus. Höfuðið skorið af og dregið varlega frá skrokknum, svo að innýflin fylgi með. Uggarnir klipptir af aftan frá og maginn skorinn upp og það sem eftir er af innýflum tekið út og svartar himnur og blóð fjarlægt mjög varlega, því að fiskurinn er mjög meyr. Brún- irnar klipptar eða skornar jafnt. Berjið léttilega á hrygginn til að losa hann frá og þumalfingri stungið inn undir hann og rennt aftur að sporði, svo að rifbeinin fylgi með. Við sporðinn er hryggurinn fastur, svo kippa verður sporðinum af. Þá er síldin skoluð aftur, lögð í sigti og salti stráð á hana og látin liggja í 10 mínútur. Hægt er að kaupa síldina þann dag, sem nægur tími er til þess að hreinsa hana og geyma hana síðan á köldum stað í marga daga, án þess að hún skemmist við það. Ef nota á samanrúllaða síld, þýðir ekki að binda utan um hana, því að þráðurinn sker hana í sundur. Gott er að nota trépinna við að halda henni saman. Ediks- sósa með síld er bezt ef hún er soðin litla stund og síðan látin kólna. STEIKT SILD MEÐ LAUKSÓSU. 6—8 stk. síld, Vi tsk. salt, 2 matsk. hveiti, 25 gr smjörlíki. Edikssósa úr: 1. edik, 1 lítill laukur, 6 matsk. sykur. Hreinsuð síldarflökin lögð saman og velt upp úr hveiti og saiti. í 5 mín. á hvorri hlið. Þrýstið síldunum saman með flötum hníf, svo að þær opnist ekki. Látið þær kólna og leggið í edikssósuna. Edikið hefur þá verið soðið með lauknum og sykrinum og laukurinn síðan tekinn upp úr og ekki notaður. Hellt köldu yfir síldarnar og látið standa í nokkra klukku- tíma. Borið fram með kartöflum og lauksósu. 24 VIKAN LAUKSÓSAN. 40 gr. laukur, 20 gr. smjörlíki, 20 gr. hveiti, 3 dl. mjólk, salt. Laukurinn rifinn á rifjárninu, smjörlíkið brætt, en ekki brún- að (má setja örlítið vatn í það) og laukurinn soðinn í því svo- litla stund. Hveitið sett í og jafnað upp með sjóðandi mjólk- inni. Salt eftir smekk. Sósan á að vera frekar þykk og hæfi- legt að hún sjóði í 5—6 mín. SÍLD I OFNI. 8—10 stk. síld, 2 matsk. sítrónusafi, 1 tsk. franskt sinnep, % tsk. worchestersósa, pipar, 3 litlir, rifnir laukar, 2 dl. rjómi, 2 matsk. hökkuð persilja, 1 matsk. paprika, rúgbrauð. Síldarnar lagðar hlið við hlið (eins og flöskur í kassa) í eldfast fat. Allt nema persiljan og paprikan er þeytt saman og hellt yfir síldina, sem er steikt í ofni við 200 gr. hita í 30 mín. Síðan er persiljunni og paprikunni stráð yfir. Það má bera síldina fram sjóðheita eða ískalda, en ristað rúgbrauð er mjög gott með hvoru tveggja. SAMANRÚLLUÐ SÍLD. 6—8 stk. síld, 2 matsk. rasp, 2 matsk. smjör, 1 matsk. hökkuð persilja 1% matsk. sítrónusafi, pipar. Roðið látið snúa niður og síldin smurð með mauki úr sítrónu- safanum, raspinu, smjörinu og persiljunni. Rúllað upp og fest með trépinna, svo að rúllurnar opnist ekki. Lagðar í eldfast fat og steiktar í ofni við 175 gr. hita í 30 mín. Trépinnarnir teknir úr og síldin borin fram sjóðandi heit með grænmeti, t. d. spínati. SÍLD í MÁLMPAPPÍR. 8 stórar síldir, 2 stórir laukar, salt og sítrónusafi. Síldin er hreinsuð og laukurinn hakkaður gróft og stráð yfir síldina. Salti stráð yfir. Málmpappírinn er klipptur í 15x15 cm stykki er vafið þétt um hverja síld. Pakkarnir lagðir á plötu og settir í ofninn og soðnir í 8 mín. Síldin borin fram í málm- pappírnum og sítrónusneiðar lagðar ofan á. Framhald á JjIs. 30

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.