Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 44
Gef
mér líka!
Svona, svona ungfrú góð. Ekki svona
mikið í einu! Sjáðu bara hvernig
mamma fer að: Lítið í einu en oftar.
En þú hefur rétt fyrir þér — maður
byrjar aldrei of snemma á réttri húð-
snyrtingu. Mamma þín hefir líka frá
sesku haft þessa reglu: Nivea daglega.
Gott er að til er NIV E A !
Nivea inniheldur Euce-
rit — efni skylt húðfit-
unni — frá því stafa
hin góðu áhrif þess.
„Það er mér alveg sama uin, hr.
kafbátsforingi, ef þér hara lileyp-
ið ekki af þeim.“
„Því get ég því miður ekki lof-
að,‘ sagði hinn, „en þvi get ég
lofað, að ef það yrði, þá munuð
þér ekki hafa hugmynd um það.“
„Það er mjög hugulsamt af yður,
og ég er yður ákaflega þakklátur.
En liver er ástæðan fyrir þessum
óvænta heiðri?“
„Öryggi Þriðja Ríkisins, hr.
Thomsen. Við vitum því miður
ekki hvað kann að leynast á þess-
um hrjóstugu og fjandsamlegu
ströndum lands yðar. Kannske
liggja þar fjendur vorir í leyni-
og bíða eftir að hremma yður í
klær sínar. Þeir munu kvelja yður
og pina til sagna, þar til þér verð-
ið orðinn viljalaus vesalingur og
segið þeim allt það, er þér vitið
um okkar hagi. Það má ekki ske.
Ef við verðum varir við nokkur
merki þess að móttökunefnd biði
yðar, munum við senda yður
skemmtu leið til útibús Þriðja
Rikisins, hérna beint fyrir ofan.
Móttökunefndin verður send til
sinna eigin aðalstöðva, — hérna
beint fyrir neðan. Hafið þér skil-
ið þetta, hr. Thomsen?“
„Já, fullkomlega. Það er sem-
sagt öruggt, að ég sé yður ekki
framar.“
„Hvað eigið þér við?“
„Jú, annað hvort verð ég hér
eftir, — eða fer upp.“
Borðalagði maðurinn liorfði
augnablik á lóðsinn eins og Iiann
ætlaði að segja eitthvað meira, en
hætti við, skellti saman hælum,
setti nefið upp í loftið og teygði
hægri höndina skáhalt uppávið
til Suð-suð-vest: „Heil IIitler!“
44 VIKAN
sagði hann i hálfum liljóðum og
horfði fast á manninn, sem hann
var að kveðja.
Hinn setti sig í réttstöðu,
skellti saman hælunum, gretti sig
ógurlega í framan og blimskakk-
aði augunum ofanvið svört liorn-
spangargleraugun: „Sæll sjálfur;“
urraði í honum, og á næsta augna-
bliki hafði hann skutlað sér út-
fyrir borðstokkinn og lét sig renna
á rassinum niður kúptar hliðar
gúmmíbátsins, sem beið hans a
sjónum.
Síðan tók hann til að róa hægt
og hljóðlega til lands.
PÉTUR EÐA ST. PÉTUR.
Hann vissi að það var satt, sem
borðalagði maðurinn hafði sagt,
að hann mundi aldrei sjálfur
verða var við það hvort þeir skytu
á hann. Eina breytingin yrði sú —
vonaði hann — að hann mundi
skyndilega standa andspænis nafna
sínum St. Pétri, sem inundi hringla
framan í hann lyklunum.
„Hvað ert þú að villazt, nafni
minn?“ mundi hann segja. „Þú
veizt að þú átt ekki að koma hing-
að.“
„O-víst, Pési minn. Skipun frá
sjálfum foringjanum. Og fáðu
mér lyklana lagsi minn, áður en
þeir afgreiða þig með loftvarna-
byssunum. Ég á að taka við af
þér. Þú átt að fara niður aftur í
staðinn fyrir mig. 0-flýttérnúl“
Sumir segja að svona hafi þetta
raunverulega skeð, og það hafi
verið St. Pétur sem hoppaði létti-
lega upp á íslandsströnd úr gúmmí-
bátnum. Víst er að síðan hefur
Pétur ekki gert flugu inein — svo
vitað sé. Að visu fer hann á gæsa-
skytterí hvenær sem færi gefst, en
það er einungis i þágu lands og
þjóðar. 'Brennivínstár hefur Pét-
ur lika löngum getað þegið í hófi,
en hver er kominn til með að segja
að St. Pétur sé stúkumaður?
Hvað sem því líður, þá komst
Pétur á land.
Það fyrsta, sem hann gerði var
að skera gúmmíbátinn i tætlur og
lienda honum í sjóinn. Siðan tók
hann senditækin og annað sitt haf-
urtask, labbaði með það nokkurn
spöl, og gróf það í jörðu niður.
Síðan tók liann strikið beint heim
á næsta bæ, vakti mannskapinn
upp og heimtaði að fá þegar í stað
að síma til sýslumannsins, Júlíusar
Havsteens.
„Ha...? Ilvugn ,ansgodann egt
a seija stágug?“ sagði Júlíus.
„Hvagan kemugðu eiginlega?“
„Ég kem beint frá Noregi.“
„Ja, hvegt í heidasta. Biddu kjug.
Vegtu kjug þagna, stágur, þangag
til þú vegðug sóttug!“ sagði liann,
og afgreiddi málið þar með;.
KURTEISISBOÐ.
Og þannig komst Pétur alla leið
til Reykjavíkur, án þess að borga
fyrir það krónu sjálfur.
Þcgar jiangað kom - fékk liann
ókeypis húsnæði hjá bandaríska
hernum í mánaðartíma, og var
spurður nokkurra luirteisisspurn-
inga, sem hann svaraði eftir beztu
getu og samvizku. Að þessum tíma
liðnum var honum tjáð að hann
væri laus allra mála og þar að auki
beðinn að gera U.S. þá ánægju að
snæða kvöldverð á Hótel Borg þá
um kvöldið ásamt nokkrum fyrir-
mönnum jiaðan. Þekktist Pétur
boðið og fór að þvo sér i framan.
En það er alltaf svo í spennandi
sögum, að þegar bezt gengur fyrir
söguhetjunni, þá opnast skyndi-
lega hlemmur á gólfinu, og hann
sturtast niður í dýpstu myrkur.
Nokkrum mínútum eftir að lion-
um var tilkynnt um þetta rausnar-
lega átboð U.S., kom sendimaður
frá Bretum og gerði lionum enn
glæsilegra boð. Mundi hann
kannske vilja gera þeim þá ánægju
að skreppa snöggvast til London
og skoða þá frægu borg?
„Nei, takk. Þakka samt kærlega
gott boð,“ sagði Pétur. En það átti
ekki svo að verða. Velviljaður og
vitur maður sagði honum að það
væri eins gott fyrir hann að taka
þessu boði með þökkum, jivi ann-
ars mundi hann bara fluttur út í
spennitreyju með 30 kílóa lóð um
ökklann. Við nánari athugun sá
Pétur að þetta var alveg rétt, —
og þakkaði fyrir gott boð.
Hann fór því af stað héðan kl.
sex um kvöldið inn í Hvalfjörð,
og klukkan 10 var hann lagður af
stað með brezkum tundurspilli
áleiðis til Scapa Flow. og þangað
kom liann eftir 36 klukkutíma sjó-
ferð.
Það var ekki annað að sjá en
að brezka stjórnin ætlaði að standa
við orð sín, og meðhöndla hann
eins og fáséðan heiðursgest. Þeg-
ar til London kom, var honum vis-
að til stofu í þokkalegu gistihúsl,
og fengnir nægir vasapeningar til
að gösla með whiskíglös niðri á
barnum ef hann langaði til, sem
stundum kom fyrir.
/ IIANDJÁRNUM.
Og hann var eininilt niðursokk-
inn í þessa vandasöinu iðju, þeg-
ar sex alvopnaðir herlögreglumenn
snöruðust inn úr bakdyrunum
einn góðan veðurdag, umkringdu
Pétur með miklum vaskleik og til-
kynntu lionum að liann væri liér
með tekinn höndum.
Honum sýndist það ekkert vafa-
mál, en spurði kureislega hvort
hann mætti ekki tæma glasið sitt
áður en alvaran tæki við. En það
var af og frá. Honum var þegar í
stað troðið inn i lokaðan herlög-
reglubíl, — og svona til vonar og
vara smelltu þeir á hann handjárn-
um og stóðu svo sex í kring um
liann alla leiðina.
Hann liafði ekki hugmynd um
livert farið var, en ferðinni lauk
samt að lokum í þeirri svörtustu
dýflissu, sem hann hafði — og hef-
ur enn — séð.
Nú hófust miklar yfirheyrslur
Hann var dag eftir dag leiddur fyr-
ir rannsóknardómara og spurður
spjörunum úr. Við skulum ekki
tefja við það að skýra nákvæm-
lega frá því. Nóg er að vita að
báðir voru stífir, báðir rifu kjaft
og skömmuðust. Hvorugur vildi
láta undan. Og að lokum kom þar
að Pétur var leiddur út i húsagarð
áarla morguns, klukkan nákvæm-
lega eitt kvartér fyrir fimm, svo
öll nákvæmni sé viðliöfð. Hann
hafði komizt að því að á þessum
tíma dagsins var það regla að
inenn voru hegndir upp í gálga —
ef meiningin var ,að liengja þá á
annað borð.
IIÓTAÐ. HENGINGU.
Jú —- þetta stóð heima.
Þegar hann kom út í garðinn,
i fylgd með tveim soldátum með
alvæpni, blasti við lionuin reisu-
legur gálgi. „Jæja,“ hugsaði Pétur,
„skitt með það. Ég er livort sem er
orðinn leiður á þessu reksi.“
En hann var ekki næstur í röð-
inni.
Stuttu síöar var mannvesaliny-
ur leiddur út í garðinn og að gálg-
anum. Pétri var tjáð með þeirri
kurteisi, sem brezkum hermönn-
um er i blóð borin, að þetta væri
aðeins sýnishorn af þvi, sem hann
sjálfur ætti í vændum, ef hann
makkaði elcki rétt. Svona væri það
þegar menn væru hengdir, og
svona hálsband fengi hann sjálfur
daginn eftir, ef . . .
„Nú, það var ekki meira með
það. Þetta var allt í lagi. Mannræf-
illinn var hengdur. Búið spil.“
Síðan var Pétur settur i annan
klefa, þar sem ekkert var inni —
ekki einu sinni stólgarmur til að
sitja á. Veggir og loft voru hvít-
kalkaðir og aðeins glufa uppi við
loft. Þetta hlaut að vera dauða-
klefinn. Jæja, alltaf sér maður eitt-