Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 11
Á myndinni neSst á síðunni er áttæringur í Kalmanstjarnarvör. Við hann stendur Jón Sigurðsson trá Junkaragerði, sonur Sigurðar Jónssonar, scm nefndur er í frásögninni. Þeia, aem enn hafði tekizt' að halda aér við akipið,leið' llt annað en vel. Pjðrir tím-N ar voru ntf liðnir, frá því að togarinn atrandaði, og 8jðrinn' gekk aífellt yfir hann. HvergíS var þurr þráður á 8jámönnunum\ pg kuldinn var farinn að aegja til aín. Bálið á berginu varN slokknað, kannske var það aldreiN annað en ímyndun ein? Magnús Magnússon. Jón Jónsson. að þurfa mundi snögg viSbrögð, ef lieppnast ætti að bjarga mönnum úr togaranum, og því bezt að hafa bátinn sein allra liprastan. Það varð einnig að ráði, að Magnús i Traðhúsum yrði formaður i þessari för, þótt Jón i Junlc- aragerði væri einnig með. DÁLIÐ HORFIÐ. Þeim, sem enn hafði tekizt að halda sér uin borð i togaranum, leið allt annað en vel. Fjórir timar voru liðnir, frá þvi að togarinn strand- aði, og sjórinn gekk sífellt yfir skipið. Hvergi var þurr þráður á sjómönnunum, og kuldinn var farinn að segja til sín. Bálið á berginu var slokknað aftur, kannski var það aldrei annað en imyndun ein? Þeir vissu ekki, að á Hafnabæjunum voru níu menn að ferðbúast til þess að reyna að bjarga þeim, þeir sömu, og áður kveiktu bálið á berginu, þótt þeir ættu síður en svo skemmti- ferð fyrir höndum. Haugasjór var úti fyrir, slagveðrið svo mikið, að varla sá út úr aug- um, fara varð gegnum Eyrarröstina og síðan fram með einum óhugnanlegasta strandhluta, sem til er, Berginu, þar sem sjórinn liefur Iiolað klettana að innan, svona til að sjá líkj- ast þeir mest súlnagöngum. Þessir gangar liggja langt inn i bergið, og þarna er aldrei dauður sjór, ekki einu sinni í logni, hvað þá i veðri eins og þessu. En öllum þessum niu mönnum var svipað innanbrjósts: Næst verð- ur það ef til vill ég, sem er staddur í sjávar- háska og þarfnast hjálpar ókunnugra. Þessir menn eiga sjálfsagt, eins og ég, konur og börn i sínu heimalandi, jafnvel foreldra, og hver er ég, að ég treysti mér til að eiga yfir höfði mér bölvun þeirra, sem ég þori ekki að reyna að bjarga? Eins og áður segir, tóku þeir Jón i Junkara- gerði og Magnús í Traðhúsum báðir þátt í þessari för. Auk þeirra var Gissur í Sólheim- um, bróðir Magnúsar, Sigurður Jónsson og Sig- urður Eiríksson, báðir frá Junkaragerði, Vil- hjálmur Oddsson og Guðjón Einarsson, báðir frá Kalmanstjörn, og loks tveir vermenn, Helgi Jónsson af Rangárvöllum og Hjálmar Árnason frá Bakkafirði. Flestir þessara manna eru nú látnir. JULLA FUNDIN. Þeir sjóklæddust i flýti og ýttu þögulir á flot. Þeir, sem eftir voru í landi stóðu á fjöru- kambinum og fylgdust alvarlegir með þvi, sem fram fór. Svo settust sægarparnir undir árar og reru knálega af stað. Áttæringurinn Hregg- viður hvarf sjónum þeirra, sem í landi biðu, þegar á fyrsta eða öðru broti. Þegar bátsverjar komu út í Eyrarröstina, fundu þeir jullu, sem rak þar fyrir straumi og vindi. Jullan var áralaus, en á botni hennar lágu tveir klæðlitlir Bretar. bátsverjar tóku þá yfir i bátinn til sín og klæddu þá í föt af sjálf- um sér. Um aðra aðferð var ekki að ræða, til þess að koma yl í þá. 10 HÉNGU Á HVALBAKNUM. Þeir voru tvo klukkutima að koinast til tog- arans. Þegar veður er sæmilegt, er hálfrar kluklcustundar róður milli þessara staða. Að- koman var kuldaleg. Togarinn lá með stefnið upp að berginu og sneri skáhallt upp með því og hallaðist mikið. Fjarlægðin milli togarans og bergsins var um það bil ein bátslengd, ca. 20 metrar. Frammi á hvalbaknum sáu bátsverjar 10 menn, sem héngu þar i böndum og hand- riðum. Ólögin gengu yfir togarann með nokkuð jöfnum millibilum, og bátsverjar bjuggust við því að mennirnir slitnuðu frá þá og þegar. Þeir biðu eftir lagi, og renndu þá áttæringn- um upp í rennuna milli bergsins og togarans. Þeir kölluðu til mannanna um borð, en þeir virtust ekki heyra. Nú var ekki þorandi að vera lengur þarna i rcnnunni, og bátsverjar sneru frá, án þess að skipverjar hefðu reynt að komast niður í bátinn. Þeir hörfuðu út fyrir, og mátti ekki seinna vera, þvi i sama bili skall ægilegt ólag yfir togarann, og hann riðaði ógnandi. Þegar aft- ur rofaði, töldu bátsverjar mennina á hval- baknum. Nei, það hafði enginn slitnað frá, enn héldu 10 menn sér dauðahaldi á livalbaknum. FARIÐ UM BORÐ. — Þeir eru orðnir stjarfir, sagði formaður- inn á Hreggviði. — Það er ekki um annað að ræða en að einliverjir okkar fari um borð og Framhald á bls. 3(5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.