Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 13
í&ttqwA
wH*y' <■ ^
unum. Þetta voru engir smá-
salar lasta og illsku. Nei, þetta
voru heildsalarnir í heimi
þeim. Einhvern veginn voru
það dökku gleraugun, sem
ofurstinn átti erfiðast með að
fella sig við'. Jafnvel í þessari
dimmu gátu mennirnir ekki
þoiað svo mikið sem lítið
kertal.jós. Honum var hugsað
til sólarlausra skolpræsa, þar
sem rottur tifuðu. Þetta voru
ógeðslegir auðmenn og áhang-
endur þeirra, sem græddu fé
sitt á vcikleikum mannanna.
Hér voru samankomnar hræ-
ætur heimsins, sem lctust vera
fólk. Ofurstanum fannst hann
þurfa að fara i bað.
Yfirþjónninn hélt matseðl-
inum hátt á loft til að sýna,
að þýðingarmikið fólk væri að
koma, og þræddi slóð sína
milli horðanna á undan gesta-
hópi. Roquebrun sá, að þarna
fór Sarah Howard og vinir
iiennar.
Ein stúlkán var sú dökk-
hærða, sem hann hafði séð i
bikinibaðfötum á barnum, og
önnur var hersýnilega af söinu
manngerð. Sú þriðja hlaut að
vera enska stúlkan, sem bjó
hjá Söruh. Maðurinn við hlið
liennar var Kip Trenchley;
ofurstinn þekkti hann af
myndum, sem birzt höfðu í
!)re .ku blöðiunum, og nú
nundi hann, livers vegna
nafnið rifjaði upp ógeðfeldar
minningar. Sérgrein Trencli-
leys var víst að verzla með
heimskar hefðarmeyjar. Hann
tæhli þær með sér til megin-
landsins, flækti þær i net sitt
og seldi þær síðan aftur til
feðranna, sem vildu fegnir
borga vel til að forðast
hneyksli.
ítalinn, Paolo Andrea greifi,
| var auðþekktur. Ef nokkrar
leifar af tiginmennsku voru
enn i andlitsdráttum hans,
voru þær útþurrkaðar af
spillingu og löstum. Roque-
brun þóttist geta gizkað á
þátt hans í þessum viðbjóðs-
lega kvartetti.
En maðurinn, sem fékk
veiðiliár ofurstans til að rísa
og fyllti hann sem snöggvast
af vanmáttugri hræðslu um
Söruh, var sá, sem gekk undir
nafninu Harry. Hann var
klæddur fjólubláum smoking
og augu hans hulin bak við
hin ómissandi dökku gler-
augu, sjálfsagt ekki að ástæðu-
lausu, hugsaði ofurstinn: bak
við dökk glerin myndu leyn-
Framhald á bls. 40.
VIKAN 13