Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 12
An nar
hluti og
niðurlag
Þeir höfðu málverkin á valdi sínu, en enginn sá hvað gera skyldi við þau fyrr
en Refurinn kom. Lausn hans var útsmogin og snjöll. - Smásaga: Paul Callico.
Þýð.: Steinunn S. Briem.
Þeir sátu liljóðir og óhamingju-
samir.
„Jæja,“ sagði ofurstinn, „fyrst þið
eruð búnir að játa á ykkur mestu
heimskupör aldarinnar og getið' ekki
borið fram neinar ástæður, sem
standast gagnrýni heilbrigðrar skyn-
semi, hvaða afsakanir hafið þið þá
fyrir því að eyðileggja líf ykkar
sem heiðvirðir horgarar og gerast
glæpamenn?“
Enn einu sinni litu fjórmenning-
arnir hver á annan með sektarsvip,
og að síðustu varð Antoine Petitpi-
erre, Tígrisdýrið þunglynda, fyrir
svörum: „Pierre, okkur fannst við
allt í einu vera orðnir gamlir: tann-
laust Tigrisdýr, Pardusdýr með
sljóvgaðar klær, Fíll, sem farinn er
að gleyma, og Úlfur, sem misst hefur
lystina. Við sátum hér eitt kvöld og
skeggræddum um gömlu dagana;
þegar Þjóðverjarnir skulfu fyrir
okkur. Við þráðum eitt ævintýri í
viðbót til að kóróna okkar gamla
feril.“
Ofurstinn reigði höfuðið aftur á
bak og rak upp skellihlátur. Svo
sagði hann: „Mikið var, að þið gát-
uð sagt orð af viti! Ef þið hefðuð
bara snúið ykkur til mín, þegar
þessi tilfinnig tók að ásækja ykkur,
værum við ekki komnir í þessa
klipu núna. Þá hefði málið verið
tekið skynsamlegri tökum.“
Úlfurinn leit einkennilega á
ofurstann. „Þú sagðir við, gamli
vinur? Meinarðu það í raun og
veru?“
„Spurðu ekki eins og flón,“ svar-
aði ofurstinn hryssingslega. „Hvers
vegna heldurðu, að ég sé hingað
kominn, og það með Scoubide höf-
uðsmann á hælunum á mér? Þú,
kæra Pardusdýr, hefur vafalaust
skilið eftir fingraför um alla raf-
magnsstöðina i Villa Fleury, þegar
þú tókst varúðarbjölluna úr sam-
bandi.“ Og nú náði áhugi atvinnu-
mannsins yfirhöndinni. „Segðu mér
12 VIKAN
annars, hvernig fórstu að því? Ef
eitthvað er fiktað við þjófabjöll-
urnar, gefa þær strax merki á lög-
reglustöðinni.“
„ó, það?“ svaraði Pardusdýrið
með aðdáanlegu sakleysi. „Mér
fannst vissara að taka þær úr sam-
bandi á sjálfri lögreglustöðinni.“
Aftur hristist ofurstinn af hlátri.
„Þetta var samboðið bezta and-
spyrnuhreyfingarflokki, sem nokk-
ur maður liefur fengið að stjórna.
Bravo, vinur minn Pardusdýr!“
„Hvað vilt þú þá leggja til mál-
anna?“ spurði Fíllinn.
„Dálitla siðferðiskennd,“ svaraði
ofurstinn. „Hún gæti lýst eins og
kyndill í myrkri. Við verðum að
skila aftur inálverkunum.“
„Já, en hvernig eigum við að fara
að því?“ spurði hinn raunsæi Úlfur.
„Þannig að ljósið geti tendrazt,"
svaraði ofurstinn, og nú gerðu þeir
sér loks grein fyrir, að hann eygði
einhverja úrlausn.
Roquebrun ofursti keyrði Simca
Station bílinn sinn eftir bugðóttum
veginum upp í hæðirnar fyrir ofan
Cannes, þar til hann kom að boga-
mynduðu hliði og sá lítið, yfirlætis-
laust skilti, er á var letrað: FÉ-
LAGSKLÚBBURINN — AÐEINS
FYRIR MEÐLIMI.
Um það bil hundrað metra fyrir
innan hliðið stóð dimmt hús og bila-
stæði rétt hjá. Lýsingin var afleit.
Ofurstinn lagði bíl sínum innan um
margvíslegar gerðir af vögnum:
Rolls Royce, Bentley, Cadillac,
Mercedes og ýmsa hraðskreiða,
ítalska sportbíla. Klukkan var níu
að kvöldi. Hann heyrði óm af píanó-
leik frá húsinu. Engan mann sá
hann.
Hann fór að leita að inngangin-
um og fann járnstiga utan á hús-
inu. Hann gekk upp tröppurnar og
komst upp á svalir, sem mörg her-
bergi lágu að. Þar stóð ung stúlka
í náttkjól og horfði niður í dimm-
an garðinn. Jafnvel í myrkrinu
duldist lionum ekki fegurð hennar.
„Ó, ég bið afsöikunar,“ sagði hann.
Augun, sem virtu hann fyrir sér,
voru hin röku, skilningsgóðu, þung-
lyndislegu augu gleðidísarinnar.
Hún sagði: „Inngangurinn er hérna
fyrir neðan — bak við tréð þarna.“
Síðan hvarf hún aftur inn í her-
bergið, sem hún hafði komið út úr.
Rorruebrun ofursti heyrði karl-
mannshósta, brak í rúmi og niður-
bældan hlátur. Hann fór að velta
fyrir sér á leiðinni niður stigann,
hvers eðlis þetta félag væri, sem
klúbburinn dró nafn sitt af.
Hann fann innganginn undir
tjaldhimni. Einkennisbúinn dyra-
vörður virti hann fyrir sér með
nokkurri óvissu og spurði: „Eruð
þér meðlimur?“
„Nei,“ svaraði ofurstinn, „en . . ,“
og milli fingra hans mátti sjá gulan
100 franka seðil.
„Auðvitað,“ mælti dyravörðurinn,
„er hægt að kippa þvi í lag.“
Ofurstinn rétti honum nafnspjald
sitt og seðilinn. Maðurinn tók við
því livoru tveggja og hvarf inn um
dyrnar.
Þetta voru örlög Frakklands nú-
tímans, hugsaði ofurstinn. Orðin
Frelsi, Jafnrétti, Bræðralag, sem
voru grafin á alla mynt, mættu
hverfa og í þeirra stað koma slag-
orðið: „Þvi er hægt að kippa í lag.“
Dyravörðurinn kom aftur með
spjald, sem á var letrað með gyllt-
um upphleyptum stöfum. „Herr-
ann er velkominn,“ mælti hann og
gekk á undan ofurstanum eftir löng-
um, dimmum gangi og gegnum bar-
inn, sem einnig var dimmur. Píanó-
leikarinn spilaði léttilega væmin og
tilfinningasöm lög. Dökkhærð stúlka
í bikinibaðfötum hallaði sér að dyra-
stafnum með kokkteilglas i hendi.
Leyndardómsfullt bros lék um var-
ir hennar. Nokkrir menn sátu við
barinn, en enginn þeirra veitti henni
athygli. Ofurstinn hugsaði með sér,
að það væri kannske ekkert synd-
samlegt að klæðast bikinibaðfötum
klukkan níu um kvöld, en einhvern
veginn hryllti hann við því. Hann
var feginn að hafa komið.
Hinum megin við barinn var ver-
önd, þar sem framreiddar voru
veitingar. Yfirþjónn í hvítum jakka
veifaði matseðlinum og vísaði
ofurstanuin á borð. Þar liafði hann
gott útsýni yfir ljósadýrðina í Cann-
es. Engin lýsing var á veröndinni
nema smálampar á borðunum.
Roquebrun gat þó greint, að um
það bil helmingur sætanna var þeg-
ar skipaður.
Hann pantaði þurran Martini.
Pianóleikurinn lét þægilega i eyr-
um og róandi. Stúlkan í bikinibað-
fötunum stóð um stund og horfði
yfir veröndina með rökum augum,
síðan gekk liún hurt niður garðs-
lóðina með miklu lendavaggi. Fyrir
neðan skvampaði mjúklega í gos-
brunni, og til vinstri sá ofurstinn
stjörnurnar speglast í sundlaug. Um-
hverfið var himneskt. En það minnti
Roquebrun á gömlu dagana, þegar
liann beið í launsátri, umkringdur
Þjóðverjum í svartamyrkri.
Klukkan tíu var aðeins eftir eitt
borð laust á veröndinni. Ofurst-
inn var farinn að venjast myrkr-
inu og gat greint andlit fólksins
í kring. Honum fannst hann skyndi-
lega kominn inn í annan lieim. Hér
var samsöfnuð eins konar alþjóðleg
froða — sú froða, sem myndi stiga
upp á yfirborðið, ef allir illvirkjar
lieimsins væru soðnir saman i stór-
um potti. Karlmennirnir sátu með
dökk gleraugu- á sléttum, vaxkennd-
um andlitum; þeir voru óaðfinnan-
lega klæddir, mjúkmálir, smeðju-
legir, yfirlælislegir, hrokafullir:
Bandarikjamenn, Bretar, Spánverj-
ar, ítalir, Frakkar. Laglegar stúlk-
ur skreyttu borð jieirra og var ekki
gefinn meiri gaumur en húsgögn-