Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 48
HINIR VIÐURKENNDU DUNLOP Gúmmíbjörgonarbátar afgreiddir beint frá verk- smiðjunum í Englandi, eða af lager í Reykjavík. Fyrirliggjandi nú: 4 og 6 manna í Fiber- glashylkjum samþykkt af Skipaskoðun ríkisins. Á leiðinni: 10 og 12 manna í Fiberglas- hylkjum. /*"»;• 4 & - ■ í : ^ DUNLOP - Gúmmíbjörgunarbátarn- ir eru viðurkenndir af Skipaskoðun ríkisins. Leitið upplýsinga, skrifið eða hringið. Einkaumboð á íslandi: YELAR OG SKIP H.F. Hafnarhvoli. - Sími 18140. sönnun þess. Hann huggar sig sjálf- sagt við Lólu, þótt hingað til hafi hann komið fram við hana eins og yngri systur, og . . . Carlos var kominn til hennar og' tók um herðar Jienni. —• Heyrðu nú, laglega . . . — Láttu mig vera! Hún fann nú í fyrsta sinn til þess með ótta, að þau voru alein hér i þessu auða húsi. Hún veinaði og reyndi að rífa sig af honum, en hann hélt henni fastri. En þá heyrði hún aðra rödd — rödd, sem hún hafði hald- ið að liún ætti aldrei framar eftir að heyra. —- Það er vissara fyrir þig að gera eins og hún segir, Carlos! Kane kom inn í herbergið og augu hans voru hvöss og hörkuleg. Carlos snerist á hæli og bölvaði. En Kane tók utan um Stellu og leiddi liana út án þess að líta við. Úti var liætt að rigna. Hann sagði ekkert fyrr en þau voru setzt í bílinn, og liann hafði gefið henni sígarettu. — Þetta tókst, sagði hann. — Ég heyrði þetta allt. —- Hvernig vissirðu hvar við vorum? spurði liún og reyndi að sýnast róleg. Hann lézt ekki heyra til hennar og ók i átt að borginni Granada. -—- Ég þarf að segja þér dálítið, Stelia, sagði hann loks. — Síðan þurfum við aldrei að minnast á það framar. Inez frænkka hefur sjálf- sagt sagt þér frá hjónabandi mínu. En það sem enginn veit annar en ég, er að það var ekki af sorg, að ég var eyðilagður maður. Konan min var slæm manneskja. Hún 48 VIKAN var mér ekki einu sinni trú á brúð- kaupsferðinni. Þess vegna hét ég því, að ég skyldi ahlrci framar treysta neinni konu. Bíllinn brunaði um göturn- ar og Stella sat þögul og horfði út um gluggann. —- Þegar Inez frænka kom með Lólu og Carlos, Iiélt hann áfram — sá ég strax hvað Lóla ætlaði sér. Ég vissi um spilaástriðu Carlosar, vinur minn, sem þekkti hann, hafði sagt mér frá því. Og svo komst þú . . . þegar ég kyssti þig, var eins og ég byrjaði að lifa aftur á ný. En ég var enn óákveðinn. Ég hafði borið svipaðar tilfinningar til Yvonne — einu sinni. Ég vissi ekki, hvort ég mundi geta þolað það, að verða aftur fyrir vonbrigð- um. Þess vegna sagði ég, að ég hefði ekki rétt til þess að kyssa þig. Þú átt meira skilið en það. Þú áttir rétt á að fá mann, sem var öruggur um ást sína til þín. Mann, sem aklrei mundi sleppa þér. — Og ... þannig maður ert þú ekki? Röddin var svo lág, að liann heyrði varla hvað hún sagði. — Ég vissi ekki að ég særði þig, sagði liann rámur. — Og þegar þú hljópst frá mér, kom ég ekki á eft- ir þér. Svo í morgun treysti ég mér ekki til að liitta þig. Ég varð að vera einn og hugsa málið. Hví- líkur bjáni lief ég ekki verið, Stella! En þegar ég kom heim í kvöld, var ég öruggur. Ég vissi, að í þetta skipti var þetta öðruvísi. Að þetta var sú ást, sem mig hafði alltaf dreymt um. Ég gat varla beð- ið eftir að segja þér það, að biðja þig um fyrirgefningu. Úti við sjóndeildarhringinn var farið að birta af degi. Ég sá að bíllinn hans Carlos var ekki í bílskúrnum, en hugsaði ekkert nánar út í það og fór inn. Óveðrið stóð sem hæst og ég heyrði að Tnez frænka var að gráta inni í herberginu sínu. Ég gekk inn og þar var Lóia hjá henni. Inez frænka kallaði, að þetta væri hefnd- in. Hún hefði átt að hindra Carlos í að ræna þér. — Vissi hún það? spurði Stella und randi. — Ilún vissi það! Ég neyddi hana til að segja mér allt og láta mig hafa lykil að húsinu. Bíllinn ininn er hraðgengari en bill Qarlos og ég komst inn i húsið og . . . Það var næstum orðið bjart og þau óku nú úti á þjóðveginum. Kane ók út á vegarbrúnina og sneri sér að hcnni. Það voru djúpir drættir í andliti hans og augun voru þreytuleg. En þegar hann leit á hana, rétti Stella út höndina og strauk honum um vangann Og svo tók hann liana í faðrn sér, eins og hún hafði þráð svo lengi. Hann kyssti hana og hún þrýsti sér að honum. —■ Ég elska þig, Stella, sagði hann og kyssti hár liennar. — Og ég vil kvænast þér — mjög fljótt. — Ég elska þig líka. Hún var frjáls að segja það — stolt og glöð. Hann brosti og svipur hans var ekki lengur þreytulegur, hann var eins og ungur piltur á ný, glaður og fullur sjálfstrausts. — Við ökum heim, sagði hann. — Við höfum tíma til að synda i sjónum fyrir morgunverð. — En . . . Larosafjölskyldan? — Hugsaðu ekki um hana. Þau fara í dag. Síðdegis förum við svo hæði og tölum við ræðismanninn — um hjónavígslu. En fyrst förum við heim! Heim! hugsaði Stella þegar hann beygði sig fram og setti bilinn í gang. Sólin var komin upp og sló gullnum bjarma á fíkjutrén og litlu hvitu luisin. Eftir óveðrið var eins og veröldin hefði fæðzt á ný — hrein og fersk. Veröld hennar og Kane! G G Aðeins fyrir karlmenn. Framhald af bls. 9. Stúlkan, sem á bíl, eða er alltaf á bíl, er eitt af þjóðfélagsvandamál- um nútímans. Þegar maðurinn á ekki bíl er þetta mjög alvarlegt. Það er gegn öllum náttúrulögmálum að konan sé í bílstjórasætinu, hvort sem er í eiginlegum eða óeiginlegum skilningi. Maður sem situr við hlið- ina á konu sem ekur bíl, er í voða- legri aðstöðu og raunar alltaf í varnarstöðu. Á meðan konan er við stýrið hefur hún bæði allt frum- kvæði og öll völd. Það er því eins gott að reyna að forðast bílinn eins mikið og hægt er og nota hann sem minnst. Undir engum kringumstæð- um má maðurinn biðja stúlkuna að aka eitthvað með sig. Ameríku- menn hafa betri siði í sambandi við þetta. Ef að maður og stúlka fara eitthvað saman á bíl stúlkunn- ar, er það nær undantekningarlaust maðurinn sem ekur. Það þykir sjálfsagður hlutur, enda eru bílar ekki eins dýrir þar og hér. Hér myndu flestar stúlkur fyrr trúa manni fyrir lífshainingju sinni en bílnum sínum. Sú, sem er flugfreyja er erfiður kvenmaður. Versti gallinn við hana er sá, að hún er yfirleitt aldrei heima, þegar maður vill hafa hana það. Hins vegar er það nærri gefið að hún hringir og vill fara að skemmta sér á mánudegi, þegar maður er að reyna að jafna sig eft- ir erfiða helgi. Hún hefur annan stóran galla, sem er sá, að hún get- ur aldrei hætt að tala um flug. Þó keyrir fyrst um þverbak, ef hún hittir aðra flugfreyju eða flugmann. Þá getur maður verið viss um að verða að hlusta á alla hlæja ógur- lega að einhverju fyndnu, sem gerðist í Kaupmannahöfn eða Lux- emburg, án þess að nokkrum hug- kvæmist að segja manni hvað er svona skemmtilegt. Flugmálin eru æði merkilegur þáttur í þjóðlífinu, en varla svo að þau eigi það skilið að vera eina umræðuefnið, hjá fólki sem hefur gáfur og þekkingu til að tala um eitthvað annað. Flestar flugfreyjur skemmta sér talsvert og gera það venjulega svo hressilega að ekki er fyrir neinn að taka þátt í því, sem þarf að vinna næstu tvo daga á eftir. Það versta er þó að allur þessi þvælingur virðist eyði- leggja mikið af þeirra fínni kven- legu tilfinningum. Síúlkan, sem er falleg og veit það, er athyglisvert fyrirbæri, hún klæðir sig og greiðir með það eitt fyrir augum að sem mest megi bera á dýrð líkama hennar. Svo mikið fer í þetta af hugsun og tíma að nokkur hætta er á að lítið verði eftir til þroskunar heilabúsins, þó að ekki sé þetta algild regla. Karl- menn hafa tilhneigingu til að dýrka þessar stúlkur í fjarlægð og þora aldrei að koma nálægt þeim. Þetta er mikill misskilningur, því að þessar stúlkur eru oft frekar ein- mana, vegna þess að kynsystur þeirra vilja ekkert hafa með svo fallega stúlku að gera. Hún er of mikil samkeppni. Það sakar aldrei að reyna. Sú ófríða er mjög hættuleg, ef menn ætla ekki að gifta sig, því að hún stefnir miklu meiru af sín- um andlega krafti að öðru en líkamanum. Hún getur því verið dásamlega skemmtilegur félags- skapur. Þar kemur einnig til að menn slappa meira af með stúlkum sem ekki eru mjög fallegar og um- gangast þær eins og félaga. Það er ekki óalgengt að einn góðan veður- dag vakni þeir við það, að þeir geta ekki án þessa félagsskapar verið. Nú erum við loks komnir að stúlkunni sem þið allir eruð að leita að, vitandi eða óafvitandi. Það er stúlkan sem þið giftizt. Það er til ein einföld regla til að finna hana. Allir eruð þið vissir um að þið sé- uð sérlega vel heppnað fyrirbæri hjá skaparanum og skal því ekki mótmælt. Afkvæmi ykkar ættu því að verða eitthvað athyglisvert. Ef þið finnið stúlku, sem þið að yfir- veguðu ráði teljið verðuga þess heiðurs að vera móðir barnanna ykkar og líkleg er til að leysa það vel af hendi, þá er sú eina sanna fundin. Ykkur finnst þetta einföld lausn. Ef þið hugsið málið munuð þið sjá að ekki margar, ef nokkrar, af þeim stúlkum sem þið þekkið, eru þessa heiðurs og ábyrgðar verðar. Þar sem grein þessi er fyrst og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.