Vikan


Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 21
AI-LT FYRIR UNGA FÓLKIÐ UNGFRÚ KATANGA Marie Louise Mwanwe - hvernig sem á nú að bera það fram - vann fegurðar- samkeppnina í Katanga á síðasta ári og var þar af leiðandi kjörin miss Katanga. Ekki er okkur kunnugt um, hvort Tshom-. J be hefur átt einhvern þátt í kjöri hennar.j SÁLFRÆÐI Sálræn vandamál eru ung'u fólki fylgispök, og þess vegna þekkir allt ungt fólk sálfræðinga; annað hvort af afspurn eða eigin raun. Það getur hins vegar vafizt fyrir mörgum að svara því, hvað sálfræði og sálfræð- ingur eiginlega sé. Hugvitssamur náungi lét sig þó ekki muna um það, en skilgreindi hugtakið sálfræð- ingur svo: „Sálfræðingur,“ sagði hann, „er maður, sem hefur engar áhyggjur, — það er að segja svo lengi sem aðrir hafa þær.“ — Það er hreint ekki svo lítil sál- fræði í þessu! í NÝJUM FÖTUM Þekkið þið þessa konu? Þið meg- ið geta tvisvar. Já, það er rétt. Þetta er Gina Lollobrigida. Hún hcfur slcppt glamour-stílnum í nýj- ustu kvikmyndinni sinni, en þar leikur hún húsmóður í sikileyskri krá. LÍTIL ÁSTARSAGA Við vitum lítið um þessa ungu stúlku hér á myndinni, annað en að hún er afskaplega músíkölsk. Hún spilar á flautu, hörpu og sembaló. Yfir rúminu hennar hangir mynd af Ecethoven, og á kommóðunni stendur brjóst- mynd af Bach. Hún les ekkert annað en ævi- sögur stórmeistaranna, og safnar rithöndum nú- lifandi tónskálda. Hún heitir Angelika Höppner. Um hana er þessi saga til: Landi hennar, að nafni Grollman, varð ástfanginn af henni og vildi eignast hana fyrir konu. En hann vissi um þessa tónlistarástríðu hennar, en var ger- samlega laglaus sjálfur og hafði ekki snefil af tóneyra. En ástin rak hann til þess að læra það sem hann ekki kunni, svo hann tók að nema það sem numið varð um tónskáld, hljómsveitar- og söngstjóra, hljóðfæraleikara og svo fram- vegis. Hann lærði að dansa, fékk sér píanótíma og réði sér söngkennara. Hann lærði nokkrar fræðibækur um tónlist utan að, og að þessu loknu réðist hann í það stórvirki að bjóða Angelíku á ball. Framhald á bls. 34. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.