Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 8
er ég fór til Reykjavíkur og byrjaði að starfa sem blaðamaður lijá Vísi —- en þar hef ég verið ávallt síðan — að ég fór að hugsa i alvöru um að koma inér upp góðu bókasafni". — Var nokkur sérstök ástæða fyrir því? „Það var nú víst alltaf dálítið ofarlega í mér að eiga góðar bækur en svo var það vinur minn liérna í hænum, sem i rauninni kom mér af stað. Hann átti nefnilega ágætis bóka vini, og jafnframt nokkuð af góðum bókum. En það var ekki fyrr en 1939, ALÆTA bara krækt i þá, og síðan hefur hann farið með peningana sína út um hvippinn og hvappinn til að leita sér að bókum, sem eru svo sjaldgæfar og verðmætar að þær eru fyllilega peninganna virði að hans áliti. Til þess hefur liann í rauninni leitað viða um lönd en en ekki látið sér nægja að grúska í stöflunum hjá fornbókasölum liér lieiina, enda má telja vafalaust að Þorsteinn hefur unnið mikið og gott starf, bæði fyrir sjálfan sig og íslenzku þjóðina, með þvi að ná hingað til lands i bókasafn sitt, ótölulegum fjölda gamalla og nýrra bóka, sem allar eru að einhverju leyti um ísland og ritaðar annað- hvort á islenzku eða öðrum málum, eftir íslendinga eða aðra. Og einmitt að þessu leyti á Þorsteinn líklega kostulegasta og verðmesta safn bóka, sem um getur, og þessvegna fannst mér tilvalið að fræðast af honum dá- lítið bæði um hann sjálfan og ekki sízt safnið hans. ☆ „í rauninni“. segir Þorsteinn „fór ég ekki að safna bókum -— sem lireinræktaður safnari, fyrr en 1942, eða fyrir tuttugu árum siðan. Að vísu átti ég alltaf tölu- vert af allskonar bókum, og geymdi þær vel og vandlega, en þar var ekki um beina söfnunarfýsn að ræða. Faðir minn sálugi, Jósep Elíesar- son, en hann bjó að Signýarstöðum i Ilálsasveit, átti töluvert af bókum og ég sótti strax mikið í að lesa þær, enda amaðist enginn við þvi. Fyrst, svona framan af, voru það að vísu aðallega allskonar reyfarar og ævintýri, en síðan fór smekkurinn að þroskast og þegar ég var orðinn 16—17 ára, þá var ég búinn að komast yfir töluvert af góðum verkum og lesa, — eins og t. d. Ibsen Hamsun, Maupassant og margt fleira. Þegar ég var 21 árs, þá fór ég til Þýzkalands og Sviss og eignaðist þar marga góða g - VXKAN 10. tbL safn sjálfur, og fannst frekar lítið lil bókaeignar minnar koma, svo að hann tók upp á þeim fjára að striða mér með þessu. Ég tók þessu með nokkru jafnað- argeði svona í fyrstunni, átti heldur enga peninga eu hann hélt áfram, og svo kom auðvitað að þvi að ég þoldi stríðnina ekki lengur, og fór að safna bókum fyrir alvöru.“ — Svo að stríðni hefur þó liaft góðar afleiðingar að þessu sinni? „Fyrir mig, já. En liann segir — þessi kunningi minn —• að þetta sé sú langdýrasta stríðni, sem liann liafi nokkurn tíma framkvæmt, vegna þess að eftir að ég fór að safna fyrir alvöru, þá hefi ég auð- vitað stundum getað náð mér í góðar bækur, sem liann hefði annars hreppt að öllum líkindum. — Og ertu ekki fyrir löngu kom- inn langt fram úr honum i söfn- uninni? „Ég vona það.“ — Mannstu nokkuð um það hveruig þú byrjaðir að safna . . . livaða bækur það voru, sem þú náðir fyrst i? „Já, ég man það. Fram að því hafði ég keypt bækur einungis til að lesa þær, en nú hófst annað tímabil, þegar ég fór að kaupa þær sem safngripi. Og það fyrsta voru sex fyrstu bindin af íslenzkuin fornritum, sem ég lceypti hjá Hall- dóri frá Hrauntúni, sem þá liafði fornbókasölu á Klapparstígnum. Það var úr bókasafni Kristmanns Guðinundssonar, sem liann var þá nýbúinn að selja. Ég man þetta svo vel vegna þess að það kostaði mig 250 krónur, En það var heilt mánaðarkaup mitt í þá daga.“ —- Það hefur vafalaust oft farið mikill og vandfenginn peningur í bókakaup hjá þér, Þorsteinn? „Það er alveg óhætt að segja. Ég hefi oft lagt hart að mér til þess að krækja i bækur. Og hefi þessvegna oft þurft að leggja á töluverða aukavinnu til að vinna fyrir því, þvi að margt af þessu eru mjög dýrar bækur.“ — En detturðu ekki stundum ofan á góðar og verðmætar bækur fyrir lítinn pening? „Að sjálfsögðu kemur það líka fyrir. Það kemur allt fyrir á löngum tíma i svona söfnun, þegar maður er í þessu alla tíð. Ég man t. d. eftir því að ég var staddur í Kaup- mannahöfn fyrir nokkrum árum, og leit þá inn til ýmissa fornbóka- sala, og þar á meðal til Munksgaard, sem var ein sú stærsta þar. Þetta var rétt fyrir lokun, og þegar ég spurði eftir íslenzkum bókum, eða hókum um ísland, sagði afgreiðslumaðurinn að það væri kannske eitthvað í stöllum í geymslu og • vísaði mér leiðina þangað. Strax og ég fór að grúska, sá ég að þarna var heil náma af á- gætis bókum, sjaldfengnum og eftirsóknarverðum, svo að ég dvaldi þarna i dálítinn tíma við að velja það sem inig langaði í, og að lokum var ég búinn að taka frá töluverðan stafla. Afgreiðslumaðurinn sagði hreinskilnislega að hann vissi ekki verðið á þessum bókum, né heldur gæti hann verðlagt þær, þvi hann hefði ekkert vit á þeim. En okkur kom saman um að ég skyldi koma þangað aftur á vissum tíma daginn eftir, og þá ætlaði hann að vera búinn að fá ein- hvern íslending, sem þekkti slikar bækur, til að lijálpa sér til að verð- leggja þær. áleð þetta fór ég heim um kvöldið, — jafnvel þótt ég hefði séð þarna eilítið kver, ómerkilegt að sjá og vesældarlegt, en í ágætis standi og óupp úr skorið. Þetta kver vissi ég að var alveg ófáan- legt og liefur hreint aldrei verið til á opnum markaði, en það er „íslenzk ævintýri“ útgefin af Magn- úsi Grímssyni og Jóni Árnasyni ár- ið 1852. Og þarna lá það i „rusli niðri í geymslu“ eins og maðurinn sagði. Ég vissi að kverið var verðlagt á nokkur þúsund krónur, og var þess vegna aldeilis ægilega spenntur, þegar ég kom þangað aftur daginn eftir. Það var búið að verðleggja allar bækurnar, og þegar ég spurði um kverið, þá sagði mannskratt- inn auðvitað að þetta væri dýr bók, þvi sér hefði skilizt að hún væri svo vandfundin. Ég fór að svitna, en spurði liann svo lireint út hvað lnin kostaði. „Hún verður víst að kosta einar tíu krónur ...“ Nú, það er ekki að orðlengja það, að ég keypti allan bunkann sem ég var búinn að taka frá. Ég lét senda mér bókabunkann heim til íslands, og borgaði hann við móttöku þar, — en litla lcverið keypti ég sam- stundis á tíu krónur og hafði með mér á brott — ef þeim skyldi snú- ast hugur siðar.“ — Þetta hefur verið alveg ein- stök heppni, eða er það ekki? Geturðu nú ekki stundum komizt yfir góðar bækur hérna heima fyr- ir lítinn pening? Til dæmis á heim- ilum, þar sem gamlar bækur hafa verið geymdar frá gamalli tíð? „Það er býsna hæpnir staðir til bókakaupa. Fólkið sjálft hefur sjaldan vit á bókunum, og heldur auðvitað að maður sé að plata það, og bókin sé mörgum sinnum meira virði en hún er í raun og veru. Ég skal segja þér dálitla sögu, sem komið hefur fyrir mig, þessu til sönnunar. Það eru mörg ár síðan að ég kom einu sinni í hús til að taka mynd af kunningjafólki. Þegar ég var svo að fara, þá álp- aðist ég til að lita í bókaaskáp, sem ég sá þar, — en það hefur alltaf verið min veika hlið —• og sá þar bók sem ég átti ekki þá, en var búinn að ákveða að eignast. Þess vegna var það eiginlega af einhverjum kjánaskap, að ég spurði hana livort hún vildi selja mér bókina. Nei, ekki vildi hún það, en tók hana út úr skápnum og fékk mér hana, sagði að ,hún væri gjöf frá sér. Ég vildi ekki þiggja, en þó fóru svo leikar að ég fór með bók- ina, og á liana að sjálfsögðu enn. Sonur hennar hafði tekið cftir þessu, og lét gott heita — i bili. Svo kom að því að konan dó, en sonurinn varð prestur einhvers staðar vestur á landi. Ég hef lieyrt það síðan frá kunningjum minum, sem hafa Iieimsótt hann þar, að hann segi hverjum, sem liafa vill, að ég liafi þarna aldcilis notað mér tækifærið, og svindlað geysiverð- mæta bók út úr gainalli konu, sem vissi ekkert hvað hún var að gera. Sannleikurinn er sá, að þessa bók cr hægt að fá hjá hvaða forn- bóksala sem er, og hún kostar að- eins nokkrar krónur. Það er í rauninni langt siðan ég pakkaði bókinni inn og ætlaði að skrifa með henni bréf til prestsins með þöklc fyrir gott umtal, en satt að segja hef ég ekki ennþá komið þvi í framkvæmd að setja hana i póst. Síðan þetta gerðist hef ég ávallt forðast að sækjast eftir bókum í lieimahúsum, því ég held að það sé alveg sama hvort maður kaupir eða fær gefna slíka bók, að fyrri eigendur naga sig í handarbökin alla tíð, og halda að þar hafi þeir gefið frá sér ótalin verðmæti.“ — Slíkar bækur er vafalaust hægt að finna á óliklegustu stöð- um, er það ekki? „Jú, það má nú segja. Ég skal segja þér eina alveg furðulega sögu um það, hvernig maður finn- ur bækur, og hvað tilviljunin get- ur hjálpað manni til. Ég var í ferðalagi um Evrópu 1955, og fór þá m. a. til Kaup- mannahafnar, — og eins og vant er þá fór ég til nokkurra fornbóksala til að gramsa. Þar sá ég á einum stað Háttatal Snorra Sturlusonar, með eiginhandaráletrun frá útgef- andanum, Möbius til dr. Wimmer. Þetta var ágætis eintak og í góðu bandi, en það var aðeins fyrra bindi af þeim tveim, sem ég vissi að höfðu komið út. Þrátt fyrir það, þá keypti ég þetta bindi, og þó að- allega vegna þess að eiginhandar- áskriftin var þarna, en ég geri töluvert af því að safna slíkum bókum. Svo held ég áfram minu ferða- Framhald á bls. 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.