Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 22
SVIPMYND AF ÁSTANDI OO - VIKAN 10. tbl. Að undanförnu liefur verið sýnd kvik- mynd í Kópavogsbíói, sem ber heitíð „Afríka 1962“. Þessi lcvikmynd hefur talsverða sérstöðu meðal þeirra kvik- mynda, sem framleiddar er um þessar mundir. Höfundur hennar notar ekld þjáifaða leikara tíl hlutverkanna og myndatakan fer ekki fram i kvikmynda- veri, heldur á þeim slóðum, þar sem atburðirnir gerast. Þetta er saga af ungum manni, sem yfir- gefur þorpið og heldur til Höfðaborg- ar í von um atvinnu og betri afkomu. En kona lians og börn verða eftir lieima. Nú er skemmst frá því að segja, að honum gengur allt á einn veg. Fyrir ólieppni eða smávægilegar yfirsjónir miss- ir liann hverja atvinnuna á fætur ann- ari. Þó lætur liann fjölskyldu sína koma [regar liann telur að nú liafi sér tekizt að fá atvinnu, sem framtið sé í. Þau leigja sér herbergiskytru í hverfi sem er eins og einn allsherjar ruslaliaugur og börnin kornast strax í misjafnan félagsskap. Heimilisfaðirinn er enn einu sinni rekinn úr vinnunni, Alls staðar eru svartir menn meðhöndlaðir eins og í sakamannanýlendu; harka og misk- unnarlaus hrottrekstur hvað lítið sem út- af her. Hann kynnist misindismanni, sem hefur gert sér reglur ofbeldisins að leiðarljósi. Sá skúrkur gerir ferð sína heim í lireysi söguhetjunnar til þess að jafna um hann, en hittir lians i stað konuna eina heima. Þegar hann keinur ekki fram vilja sínum við hana, myrðir liann hana. Nokkru siðar kemur sögulietjan heim og finnur konuna sína látna. Það er sönnun þess, að lengi getur vont versnað, liápunktur allr- ar illsku, sem mætt hefur á þess- um manni. Þessi mynd er ekki fögur, en hún er sönn. Iienni var smyglað úr landi og liöfund- urinn þóttist vera að gera allt annað í landinu, meðan á töku myndarinnar stóð. Fyrir þá, sem stjórna málefnum Suður-Afriku, er þessi mynd dómur og hann þungur. En um leið er það lexía fyrir alla aðia. Hún sýnir raunar líka, hversu liæpið það er fyrir meira og minna frumstæðar þjóðir að ætla sér að taka mörghundruð ára þróun í einu heljarstökki; koma heint frá þorpunum i skóginum, þar sem lífið var fábrotið, ein- fait en ánægjuríkt — og ganga beint að færihandinu í einliverri verksmiðju og húa í stórborg. Á köflum sýnir myndin, liversu skammt negrarnir eru komnir frá frumskógamenningunni. Þeir dansa fyrir framan íbúðarhúsin, dansa á götunni ef þeir lieyra músík og þá finnst manni þeir vera eins og fuglar í búri, því borgin er ólíkt óeðlilegri bak- grunnur fyrir líf þeirra en skógurinn. En svona er einmitt Afríka í dag. Sagan í „Afríka 1962“ gætí víst átt við margan manninn suður þar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.