Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 9
SAITAHOND UPPHITUÐ SÆNG KEMUR ALDREI í STAÐ EIGINMANNS. SMÁSAGA EFTIR MELISSA MATHER. Jenny lá ein i rúmi sinu og var óhamingjusöm. Þetta var mjög venjulegt rifrildi. Mjög ónauíSsynlegt. Tilefnislaust. Það byrj- aði eins og rifrildi byrjar venjulega, með einhverju sem sagt var í algeru hugsunarleysi á röngu andartaki. Hvað hafði hún sagt? Hvað sagði hann? Jenny gat ekki munað það. Hún var of þreytt, henni var of kalt og hún var of óhamingjusöm til þess að geta verið reið. Hún teygði sig yfir á náttborðið og hreyfði rafmagnssængurrofann, svo ijósvísirinn benti á hærri tölu. Ég hata svona fyrirkomulag, hugsaði hún. Mitt náttborð, mitt rúm. Toms náttborð, Toms rúm. Þetta var ómannúðlegt og kuldalegt. Það hefði þó verið skárra, ef Tom hefði verið nógu langt frá henni til þess, að hún gæti ekki heyrt hann draga andann. Já, svona er tuttugasta öldin, hugsaði hún gröm. Hún kemur manni til þess að rífast við eiginmanninn,1 o<f býður svo upp á rafmagnshitaða sæng til þess að halda á manni hita. Þá var þetta betra i gamla daga. Þá var bara eitt tvíbreitt rúm, og þeir sem í þvi sváfu, gátu ekki fest blund, fyrr en þeir höfðu sætzt fulium sáttum, allra sízt á kaldri vetrarnótt. Ef hún væri nú i sama rúmi og Tom, gæti hún svona eins og óviljandi velt sér nær honum. Hún gæti — alveg óviljandi — rekið kalda fætur sína i hlýja leggi hans. Hann gat ekki látið sem hún væri ekki til, ef hún ræki i hann svo'kalda fæt- ur. Hún gat jafnvel látið sem hún svæfi, velt sér um hrygg og skriðið upp að bakinu á honum og lagt handlegginn utan um hann, eins og þau væri á mótorhjóli — hún fyrir aftan . . . Hún átti það náttúrlega á hættu, að Tom færi og legði sig í gestaherberginu. Eða á sófann i stofunni. Já, það var betra í gamla daga, þegar fólk átti svo mörg börn, að þau sváfu alls staðar þar sem hægt var að leggja sig. Kannske væri nóg að fólk hefði ekki efni á að kaupa sér sófa. Með þessu fyrirkomulagi, sem nú gilti, var ekki undarlegt, hvað hjónaskiln’aðir voru tiðir. Það fór hrollur um hana. Ég er svöng, og mér er hræðilega kalt, hugsaði hún og teygði sig aftur i sængurrofann. Svo Framhald á bls. 40. VIKAN 10. tbl. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.