Vikan


Vikan - 07.03.1963, Qupperneq 49

Vikan - 07.03.1963, Qupperneq 49
bílalökkv GRUNNUR FYLLIR SPARTL ÞYNNIR BÖN nORMEUII DORMEUIL LIMITED HERRAFATAEFNI ÁLNAVARA TIL IÐNAÐAR úr baðmull og alls konar gerviefnum. SPORTSKYRTUR PEYSUR - SOKKAR EINKAUMBOÐ FYRltí OFANGREIND FYRIRTÆKI: ÁSGEIR ÓLAFSSON, heildverzlun VONARSTRÆTI 12 - SÍMI 11078. Mcira að segja Angelina, sem hann hafði ekki séð i fjörutiu og átta ár, var komin þar lil að bera vitni gegn honum. Framhald í næsta blaði. Örvita þrenninff. Framhald af bls. 19. hún og brosti við. „Svo að ég geti manað þig fram fyrir hugskotssjónir mínar ... seinna .. . þegar þú ert farinn.“ „Vitleysa," sagði hann hressilega. „Við eigum þessa stund saman, og það er ekki um neitt „seinna“ að ræða.“ En hún lét ekki trufla sinn hugs- anagang. „Ég vildi til dæmis óska að ég hefði séð öll fötin þín. Ég hef séð þrenn — og svo samkvæmis- klæðnaðinn. Þegar ég sé þig fyrir mér, ertu alltaf samkvæmisklæddur. Ég vildi óska að ég sæi þig á hest- baki. Þú hlýtur að eiga reiðhesta, eins og þú ert ríkur,“ bætti hún við. „Ég er ekki ríkur — og ekki fá- tækur heldur,“ sagði hann og gat ekki að sér gert að brosa. Hún virti hann enn fyrir sér. „Þið leggið annað mat á þetta í Banda- ríkjunum.“ Hann yppti öxlum. „Og svo eru það konurnar," sagði hún. Honum brá. „Hvað áttu við?“ Hún endurtók ekki spurninguna, en horfði á hann. „Já ... konur, auðvitað," sagði hann eins og hann vildi komast hjá að ræða það frekar. „Segðú mér eitt . .. er það einhver , ein kona, sem hefur meira gildi fyrir þig en konur yfirleitt? Ég á við ... er það einhver kona, sem þú ert ótrúr nú, þegar þú ert með mér?“ spurði hún. Honum fannst allt í einu sem hún horfði á sig barnsaugum. Að augnatillit hennar væri fimm ára telpu. „Já,“ svaraði hann. Yfirleitt reyndi hann að komast hjá því að skrökva. Evelyn þagði um hríð. „Einmitt," sagði hún loks. „Þú ert líka gift.“ „Já, ég er líka gift.“ „Veit eiginmaðurinn þinn að þú fórst til Parísar?" spurði hann. „Já,“ svaraði hún. „Að sjálfsögðu veit hann það.“ „Veit hann líka að ég er staddur hérna?“ spurði Frank. Við þeirri spurningu fékk hann ekki svar. Hann tók aftur um hönd hennar, sem hún hafði dregið að sér.Hún var köld, en vermdist smám í lófa hans, þegar hann þrýsti hana. Þau sátu þögul næstu mínútumar og horfðu út yfir engin, sem voru hulin ljósri þokuslæðu. Frank hafði sjaldan orðið þess eins greinilega var að hann var lifandi, og sú kennd var í senn þrungin eftirvæntingu og fullnægingu; hann endurfann þar sjálfan sig, og þá ró, sem hann hafði gleymt. Maður lifði, ræktaði appelsínur, seldi appelsínur, ferðaðist, græddi peninga. Maður átti sinn metnað, sína eiginkonu, bíl ... Maður hafði heppnina með sér í kauphallarvið- skiptum, spilum og golfleik .,. gott ... sem sagt, allt var harla gott. Þetta var manni allt eðlilegt og nauðsynlegt, allt eins og marini sæmdi. En þessi tilfinning, að vera haldinn sterkri þrá um leið og mað- ur var innilega ánægður; þessi öldu- gangur inni fyrir, ró og óeirð, þessi samblöndun, sem var í rauninni líf- ið . .. maður varð aðeins ekki henn- ar var fyrir ákefðinni að lifa, lifði of hávaðasömu og of hröðu lífi til þess. Og hér beið lífið hans . .. hér hrærðist það í svifléttri þokunni yfir engjunum, í hendi Evelyn, sem varð heit í lófa hans, í andardrætti hennar og barmi, sem hneig og lyft- ist í hrynjandi við hans eigin barm. „Leggðu höndina aftur við hjarta mér,“ heyrði hann sjálfan sig segja allt í einu. „Ég elska þig ...“ hvísl- aði hann. Og í sömu andrá og hann mælti þessi hlægilegu orð, fann har.n að þau voru stundarlygi. „Ég veit það, ég veit það,“ sagði Evelyn róandi, eins og hún væri að tala við krakka. Og töfrar stundarinnar voru þar með að engu orðnir. Frank leit á armbandsúrið. Klukk- an var að verðá fimm. Hann varð að leggja af stað til Cherbourg með hraðlestinni klukkan átta að morgni. Það var þegar farið að skyggja. Það var ekki annað á Evelyn að sjá, en að hún vissi sig eiga alla eilífðina framundan. Hann kallaði á þjóninn og gerði upp við hann. Skógurinn ómaði af röddum barna, fuglasöng, bíláöskri og pískri elskenda. París er góð borg elsk- endum .. . „Þá höldum við heim í gistihúsið,“ sagði Frank. En það kom á daginn, að Evelyn hafði tekið sína ákvörðun, og að því er Frank þótti, leyndi það sér ekki, að sú ákvörðun var af þýzkum rótum runnin. „Fyrst verð ég að koma við í Sainte Chapelle,“ sagði hún. Til- kynnti bílstjóranum það líka. Frank var með öllu ógerlegt að dylja von- brigði sín. „Ertu í leiðu skapi?“ spurði hún, þegar hún var setzt við hlið honum í bílnum. „Nei, einungis óþolinmóður,“ svar- aði hann og neyddi sig til að brosa. Einhvern grun hafði Frank um að hann hefði einhvern tíma heyrt kapellu þessa nefnda. Með sjálfum sér bölvaði hann þeim veikleika fyrir gömlum byggingum og öðr- um menningarverðmætum, sem allir þýzkir virðast vera haldnir af, og ef Pearl hefði ekki fyrir löngu vanið hann af að malda í móinn, mundi hann hafa bölvað upphátt. Þau óku meðfram Signu, yfir Pont St. Miehel og námu staðar úti fyrir hinni fornu byggingu. „Ég hef verið að minnsta kosti þrjú hundruð sinnum í París, og VIKAN 10. tbl. -

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.