Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 16
FYRSTI KAFLI. Daginn áður en styrjóldin brauzt út, var Barnes Wallis á leiðinni til Wickers verksmiðjanna í Weybridge. Kona hans og börn höfðu slegið tjöldum í sumarleyfi úti í sveit, og hann lét þau vera þar kyr. Þá um morguninn hafði hann komizt að raun um, þótt honum væri það þvert um geð, að styrjöld væri ekki einasta óumflýjanleg, heldur stæði hún mjog nærri dyrum. Hans myndi því verða full þörf við teikniborðið. Ekki mátti sjá það á ytra útliti Walliss, að hann væri maður, sem ætti eftir að hafa mikil áhrif á gang styrjaldarinnar. Hann var miklu likari prúðum og mildum prestlingi. Þótt hann væri 53 ára að aldri, var Wallis sléttur og unglingur á hörund, og augu hans grá og góðleg. Margir þeirra, sem á næstu þrem órum reyndu að leggja steina í götu hans, villtust mjög á ytra útliti hans. Þeir tóku ekki eftir þrákelknis- dráttunum við munnvikin, — en þeir voru hið eina í svip hans er benti til þess, að hann breytti aldrei um stefnu, þegar hann hafði sett sér eitthvert markmið. Vinir hans þekktu hann sem ástúðlegan flugvélasmið, að vísu ofurlítið sérvitran. Það var ekki fyrr en seinna, sem þeir fóru að kalla hann ,,snillinginn“. Síðustu nótt friðarins sat hann einn á heimili sínu, og morguninn eftir hlustaði hann, eins og allur almenningur á ræðu Chamberlains forsætisráðherra, sem að vissu leyti var þróttmikil, þrátt fyrir allt. Eftir á sat hann lengi í stól sínum, hljóður og hugstola. Hann reyndi ekki einu sinni að svala sér á því að bölva og ragna, því honum fannst jafnvel mergjuðustu orð málsins falla mattlaus til jarðar. Hvernig gat hann unnið að því að stytta styrjöldina, auk þess að gegna starfi sínu við að teikna og byggja flugvélar? Hann hafði verið bygginga- fræðingur við Wickers flugvélasmiðjurnar, hinar stærstu sinnar teg- undar á Englandi, síðan fyrir fyrri heimsstyrjöld. Nú framleiddu verk- smiðjurnar með fullum afköstum Wellington sprengjuflugvélar, sem Wallis hafði gert uppdrætti að. Og hann hafði þegar lagt drög að Warwick-tegundinni, sem átti að taka við af Wellingtonvélunum. Hon- um var einkar ljóst, að ef hann ætti að geta lagt sig fram við uppgötv- anir, varð hann að gera það í frístundum sínum, og hann gekk ekki heldur gruflandi að því, að þær stundir yrðu æði fáar. Sprengjur og sprengjuflugvélar, hugsaði hann. Á þeim sviðum fengu hæfileikar hans bezt notið sín. Einkum hlaut að vera hægt að endur- bæta sprengjumar. Hann þekkti talsvert til sprengna þeirra er brezki flugherinn notaði. Hann hafði orðið að kynna sér þær, er hann vann að uppdráttum Wellingtonvélanna. Og sú vitneskja, er hann öðlaðist, var allt annað en fögur. Stærstu sprengjurnar vógu aðeins 250 kíló, og miðunartæki þeirra voru svo ófullkomin, að flugherinn neyddist til að viðhafa hið svonefnda ,,dreifivarp“: Sprengjum var varpað einni af annari í þeirri von, að einhver þeirra hitti skotmarkið. Að þaer létu tilleiðast að springa, var á hinn bóginn von, sem ailtof oft lét sér til skammar verða. Sprengjur Flugflotans brezka voru nefnilega gamlar, mjög gamlar. Flestar þeirra höfðu legið í geymslum síðan árið 1919. Tveim árum síðar hafði verið gerð tilraun til að framleiða betri sprengju, og smíði þeirrar tegundar raunverulega hafin árið 1938. En 1940 voru þó mjög fáar t.iltækar. Wallis var kunnugt um, að árið 1926 hafði verið reynt að framleiða 500 kílóa sprengjur handa flughernum, en þær höfðu ekki einu sinni komizt á tilraunastig. Þær urðu allt of dýrar. Það var ekki fyrr en 1939 að yfirstjórn flughersins tók að hugsa um 500 kílóa sprengjurnar fyrir alvöru, og hálft ár var liðið á styrjöldina, þegar skipun var gefin um, að hefja fjöldaframleiðslu þeirra. Sérfræðingar í flughernaði um heim allan, höfðu meira álit á smáum sprengjum, þegar hér var komið sögu, er um skotmörk ofanjarðar var að ræða. Stóru sprengjurnar höfðu einkennilega takmarkaðar sprengi- verkanir á byggingar. Margar smásprengjur juku möguleika á að hitta markið, og voru því taldar hentugri en tilsvarandi þungi þeirra í stór- um. Wallis hugsaði ætíð vísindalega, enda sá hann fljótt alvarlegan galla á þessu sjónarmiði. í Þýzkalandi voru verksmiðjur og samgöngu- miðstöðvar á víð og dreif um allt landið. Með sprengjuaðferðinni frá 1939 var ekki hægt að eyðileggja svo mörg iðjuver, að neinu munaði, er heita mætti. - VXKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.