Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 46
1 Kökur yðar og brauð verða bragðbetn og íallegri eí bezta tegund aí lyftidufti er notuð ið seld í New York fyrir 1750 dollara, eða um 75 þúsund krónur. Það er dálaglegur skildingur fyrir svona litið kver.“ — Og ekki sakar það að þú skyldir ekki gefa meira fyrir hana en um sex þúsund krónur. Hvaða íslenzk bók álitur þú verðmæt- asta? „Líklega Guðbrandarbiblíuna mina. Af þeirri göfugu bók munu ekki vera til í heiminum nema 50 —60 eintök.“ —• En fágætust . ..? „Fágætust er vafalaust sú bók, sem i raun og veru á alls ekki að vera til. Það stendur nefnilega í henni svart á hvítu að aðeins eitt einasta eintak hafi verið búið til af bókinni, og að hún sé gjöf frá sænska þinginu til íslenzka ríkis- ins í tilefni af 100 ára afmæli Al- þingis 1930. Nú . . . ég vcit ekki hvernig á því stendur, en þessa bók sá ég á verðlista hjá erlendum fornbók- sala fyrir nokkrum árum — það er ljósprentun af Eddu — og ég keypti hana. Þeir gátu eða vildu engar upplýsingar um það gefa hvar þeir hefðu fengið hana, en ég á semsagt þessa bók. Hingað hafa komið sérfróðir menn og skoð- að hana, og staðfest að þessi bók ætti ekki að vera til — og sé jafn- vel ekki til opinberlega — en hér er hún. Gjörðu svo vel og skoð- aðu hana.“ — Og hverja þykir þér sjálf- um vænzt um, sem bók? „Því er líka fljótsvarað. Hún heitir „Also sprach Zarathustra“ og er eftir Nietzsche. Sú bók hefur haft einna mest áhrif á mig af því, sem ég hef lesið. Hún er mín biblía að nokkru leyti.“ — Hvernig safnarðu lielzt, Þor- steinn. Eru einhver ákveðin tak- mörk, sem þú hefur til að stefna að, eða safnarðu bara öllu, sem liönd á festir? Þú hlýtur að hafa einhvern ákveðinn ramma og sér- greinar í söfnuninni. „Ég mun vera það, sem bóka- safnarar kalla „alæta“, en það þýð- ir að ég hef áhuga fyrir öllu, sem verðmætt er af bókum og blöðum.“ — Safnarðu líka blöðum? „Já, tímaritum að vissu marki. Ég setti mér þar takmark, og ég hef aðeins áhuga fyrir tímaritum, sem út komu fyrir aldamótin síð- ustu hér á landi. Og satt að segja þá kemur ekki til með að bætast þar neitt við, því að það er senni- lega aðeins tvennt, sem mig vant- ar, og annað þeirra hef ég enga von með. Það heitir „Maanedstid- ende“ og var útgefið í Hrappsey og Khöfn 1773—76. Hitt er „Hirðir“, kláðablað mikið, .útgefið af Jóni Hjaltalín og Ilalldóri Friðrikssyni 1857—61.“ —- Svo að þitt tímaritasafn er næstum því komplett. Hvað er það annað, sem þú safnar sérstaklega? „Ég sagði þér áðan um áritanirn- ar og tölusetningarnar. Ég held að ég megi segja að ég eigi eitt með beztu og verðmætustu söfnun af fornritaútgáfum. Þú mátt segja: „1 röð verðmætustu safna þeirar teg- undar hér á landi,“ þá lýg ég engu. Siðan á ég mjög gott safn af þjóðsögum, og þar á ég allt, sem máli skiptir, er mér óhætt að segja, einnig erlendar þýðingar af ís- lenzkum þjóðsögum. Ég á megnið af þvi. Og í þriðja lagi á ég töluvert safn og næsta gott af crlendum ferðabókum um ísland, og margt mjög fágætt þar á meðal. Hér er t. d. ferðabók í tveim bindum, -— en það er handrit, og hefur aldrei verið gefið út öðruvísi, svo að þetta er einasta eintakið, sem til er. Þessir heiðursmenn, sem hafa skrifað þessa bók, Iiafa einnig ver- ið miklir listamenn og bafa teikn- að fjölda mynda í handritið og gert ýmsa uppdrætti. Þeir hafa líka liaft stórkostlega kímnigáfu, það sér maður strax á myndnnum. Nú, svo á ég dágott ljóðasafn. Kannske ekki mjög stórt, en því meira að gæðum. Þar er mikið af frumútgáfum, og fágætum pésum. Svo sal'na ég prentsmiðjum. . •—- Þú safnar prentsmiðjum.. .? Margur lætur sér nægja minna. „Ef ég vissi ekki að þú værir stórgáfaður og í röð beztu blaða- manna, sem um getnr, þá mundi ég halda að þú værir svona vit- laus. Ég safna bókum frá ákveðn- um íslcnzkum prentsmiðjum, sem nú eru löngu hættar að starfa. Eins og t. d. prentsmiðjurnar að Hólum og í Skálholti. Prentsmiðjan í Hrappsey prentaði 80—90 bækur og af þeim á ég mcira en helm- ing.“ — Hvcnær starfaði hún? „Hún var rekin um rúmlega 30 ára skeið fyrir aldamótin 1800. Síðan var prentsmiðja að Elliða- vatni, og þar vantar mig aðeins einn lítinn og ómerkilegan bækl- ing . . .“ —- Er mikið til þaðan? ,,Ég var að vonaast til að þú mundir ekki spyrja um það. Þessi prentsmiðja prentaði nefnilega að- eins tvo litla bæklinga, og ég á annan þeirra. Nú svo er prent- smiðja Björns Jónssonar, sem var stofnuð á Akureyri rétt eftir 1850, og þaðan safna ég bókum, sem prentaðar voru til nldnmótanna." — Þetta er geysimikið stúdium, Þorsteinn, sem þarf til að komast inn í þetta efni. Geturðu sagt mér nokkuð um það, hve margar bæk- ur þú eigir samtals? „Það er alger ógerningur. Ég reyni það ekki. Það væri lika svo margt, sem kæmi til greina með slíka talningu, ef maður leggði i hana, eins og t. d. hvað maður á að kalla bók og hvað ekki. Smá- pésar upp á tvö — fjögur blöð? Tímarit? Bækur í 10—20 bindum? Og ótal aðrar spurningar.“ —. Hvað mundir þú meta safn- ið þitt á Þorsteinn? „Það væri ennþá erfiðara að reyna að svara því, þótt ég vildi ■—- og sem ég elcki vildi þótt ég gæti.“ — En veiztu livað það hefur kostað þig? „Já, svona nokkurn veginn . . .“ — Og hve mikið er það? „Þetta er ein af þessum nær- göngulu spurningum, sem blaða- mönnum þykir sýnilega alltaf gam- an að hrista út úr erminni þegar minnst vonum varir. Þú færð ekk- ert svar við þessu, góði.“ — Hvað tryggirðu það fyrir háa upphæð? „Það er eins með þetta og hitt. En annað skal ég segja þér, sem þér þykir kannske skrítið að heyra. Ég ætla að segja tryggingunni al- gerlega upp, núna næst þegar hægt er.“ — Hva... hver... af hverju...? „Jú, það er í sjálfu sér einfalt mál, þegar maður fer að hugsa um það. Ef égjtryggi safnið — einsogég hef gert undanfarin ár — fyrir ein- hvcrja upphæð, sem ég hef ráð á að greiða iðgjöld af, og svo brennur eða skenunist eitthvað af því, -— þá munu þeir koma liingað, þeir vísu menn, sein eiga að meta skað- ann, og meta það sem eftir er óskemmt af safninu. Ef sú upp- hæð mundi ná tryggingarupphæð- inni — sem auðvitað er alltof lág, þá mundi ég ekkert fá greitt. Ef ég aftur á móti mundi tryggja safnið fyrir sannvirði, þá —- nei, það er bezt að segja sem minnst. Nei, ég held að ég taki bara áhættuna sjálfur og verði mitt eig- ið tryggingarfélag. Það fer bezt á því.“ G.K. Konungur kvennabúrsins. Framhald af bls. 29. „Hvar er Ben?“ hrópaði hún til allra, sem hún liitti. „Ég vil hitta Ben strax! Alveg undir eins!“ Konungurinn var ekki í Shiloh, hvorki i íbúð sinni eða í nær- liggjandi herbergjum. Isabella liélt traustu taki um handlegg dóttur sinnar og tcymdi hana með sér niður og út úr byggingunni. Fólks- fjöldinn elti hann þegar hún hljóp að Jerúsalem þar sem hún leitaði einnig í hverju herbergi. „Hvar felur gamli svikarefurinn sig?“ heimtaði !iún að Mary drott- ning og Cora Mooney segðu sér, en þær störðu hneykslaðar á liana. „Það er eins gott fyrir liann að gefa sig fram. Ég finn Iiann fyrr eða síðar!“ Loks æddi hún niður götuna, sem lá að lóð Demants hússins, sem nú ver í smíðum. Þar höfðu verið gerð skrautleg blómabeð og runnar innan um glæsilegar grasflatir, en múgurinn, sem elti hana enn og hafði ekki gefið upp alla von um skemmtun, traðkaði á blómunum og óð yfir grasið. Tveir menn reyndu að koma i veg fyrir að hún kæmist inn, en hún rak olnbogann af öllu afli í magann á öðrum þeirra svo að hann féll endilangur ofan á hinn — allt án jjes að sleppa taki sínu á stúlkunni. Fólksfjöldinn hróp- aði ögrunaróp til hennar. 40 — VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.